Fréttablaðið - 01.05.2013, Side 24
FÓLK|
3. - 17. maí
7. – 21. júní
Sími 512 8040
3. - 17. maí
7. – 21. júní
Þú færð Blaðberann þinn í Skaftahlíð 24
alla virka daga frá kl. 9-17.
...góðar fréttir fyrir umhverfiðBlaðberinn...
Blaðberinn
bíður þín
Save the Children á Íslandi
FERÐIR
mannastraum með ágætum árangri
þannig að Grikkir og Egyptar voru eigin-
lega nauðbeygðir til að gera slíkt hið
sama og síðan Spánverjar og Portúgalar.“
Blaðamaður hjá netmiðli Expressen
fjallaði nýlega um ferðir sem þessar og
hafði þá fundið út að það gæti verið
þægilegt, sérstaklega þegar börn eru með
í ferðinni, að vera með allt innifalið en
alls ekki alltaf ódýrara. Í Svíþjóð eru um
20% allra sólarferða sem bjóðast með allt
innifalið í verðinu; gistingu, mat og drykk.
Sömuleiðis hefur „allt innifalið“ verið
fyrsti kostur Breta sem fara í sólarferðir.
Þegar allt er innifalið þýðir það að borgað
hefur verið fyrir morgunmat, hlaðborð í
hádegi og að kvöldi auk drykkja frá því
landi sem dvalið er í.
Veitingamenn sem hafa komið upp
veitingahúsum nálægt hótelunum eru
hins vegar ekkert sérstaklega ánægðir
með þetta fyrirkomulag. Ferðamenn sem
þegar hafa borgað fyrir mat og drykk láta
ekki sjá sig á veitingahúsunum. Þeir eru
ófúsir að borga meira en þeir hafa þegar
greitt.
GRIKKLAND ÓDÝRAST
Eftir því sem sænski blaðamaðurinn skrifar
er „All inclusive“ ódýrast í Grikklandi en
þar er þó sjaldgæft að hótel bjóði upp á
slíkt. „Maður þarf að innbyrða mikinn mat,
drekka minnst eina flösku af léttvíni og
fjóra bjóra daglega til að ná upp í verðið
sem greitt er fyrir ferðina til Spánar.“
Oftast er ódýrast að kaupa „allt inni-
falið“ á ódýrari hótelum en þá þarf maður
að vera meðvitaður um að úrvalið á hlað-
borðinu er minna og ferskleikinn sömu-
leiðis. ■ elin@365.is
SÓLARSTRÖND
Fjölskyldur geta sparað
með því að kaupa sólar-
ferð með öllu inniföldu.
Tilhneigingin er þó sú að
fólk sem hefur fjárfest í
slíkri ferð fer minna út
fyrir hótelgarðinn með
viðeigandi tapi fyrir veit-
ingahúsin.
Fyrir nokkru hófst vinna við að hnitsetja örnefni í Þingeyjarsýslu. Markmið verkefnisins er að forða
menningarverðmætum frá glötun og
færa þau yfir á varanlegt form sem
meðal annars mun nýtast til nýsköp-
unar í ferðaþjónustu. Verkefnið hlaut
nýlega tveggja milljóna króna styrk frá
Vaxtarsamningi Norðausturlands. Það
eru regnhlífarsamtökin Urðarbrunnur
sem standa að verkefninu en samstarfs-
aðilar þeirra eru Landmælingar Íslands,
Stofnun Árna Magnússonar og Ferða-
málasamtök Þingeyjarsveitar. Baldur
Daníelsson, verkefnastjóri hjá Urðar-
brunni, segir að í fyrstu verði byrjað í
Þingeyjarsveit og Mývatnssveit og síðan
haldið áfram í allri Þingeyjarsýslu.
„Við erum með þessari vinnu að
bjarga miklum menningarverðmætum
frá glötun. Fólki sem þekkir staðsetn-
ingu örnefnanna og notagildi þeirra
fækkar ört með árunum. Því er um að
ræða kapphlaup við tímann. Vinna
okkar mun meðal annars gera aðilum
í ferðaþjónustunni kleift að auka fjöl-
breytni þjónustu sinnar, til dæmis í
tengslum við menningartengda ferða-
þjónustu á svæðinu en hún verður
stöðugt vinsælli með árunum.“
Afrakstur verkefnisins verður hægt
að nálgast á vefnum, með smáforriti
(appi) í símum og spjaldtölvum og á
hefðbundnum kortagrunni. „Afrakstur
verkefnisins verður væntanlega sýni-
legur á vef Landmælinga að einhverju
leyti síðar á árinu. Síðan fer vonandi í
gang vinna sem miðar að því að gögnin
verði sem flestum aðgengileg og á sem
fjölbreyttastan hátt, til dæmis með
útgáfu á örnefnakortum og göngu-
kortum.“ Umrætt verkefni snýr þó ekki
eingöngu að ferðatengdri þjónustu að
sögn Baldurs heldur á það sér einnig
samfélagslega skírskotun. „Hér um
slóðir er mikið af eldra fólki sem býr
yfir verðmætum fróðleik og þekkingu
á staðháttum sem mun nýtast í þessu
verkefni. Um leið kynnist eldra fólkið
nýrri tækni sem hvetur það vonandi
um leið til að tileinka sér fleiri tækni-
nýjungar. Þá hafa nemendur á Laugum
fengið fræðslu um örnefni og hnit-
setningu með gps. Stefnt er að því að
ungir og aldnir vinni að þessu verkefni
saman.“ ■ starri@365.is
ÖRNEFNI VARÐVEITT
VARÐVEISLA Mikil menningarverðmæti eru fólgin í þekkingu eldra fólks á
örnefnum. Nú er hafin vinna við að hnitsetja örnefni í Þingeyjarsýslu.
GOÐAFOSS
Mörg örnefni sem
tengjast sögu lands
og þjóðar eru við
Goðafoss.
MYND/VILHELM
FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug-
lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi
viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs-
ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal
Sölumenn: Jónína María Hafsteinsdóttir, jmh@365.is, s. 512 5473
Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432
Elsa Jensdóttir, elsaj@365.is, s. 512-5427 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir
ÞEKKING
„Fólki sem þekkir
staðsetningu ör-
nefnanna og nota-
gildi þeirra fækkar
ört með árunum.“