Fréttablaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 01.05.2013, Blaðsíða 25
 | FÓLK | 3FERÐIR Nemendur úr hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskólans hreinsa út úr fataskápum sínum á líflegum fatamarkaði nú eftir hádegið. Nokkrir munu líka selja eigin hönnun. Krista Hall, nemandi í grafískri hönnun, stendur fyrir uppákomunni og segir margar gersemar verða til sölu. „Við erum að selja vintage-föt og merkjavörur en þetta eru allt miklar merkjamanneskjur sem taka þátt. Margar stelpnanna úr fatahönnun voru líka að vinna á tískuvikunni í París í vor og gætu átt ýmislegt girnilegt að selja. Svo veit ég að Óskar Hallgrímsson ætlar að selja eigin hönnun,“ segir Krista, sem sjálf er þaulvön fatamarkaðsmanneskja og hefur hrærst í vintage-heiminum lengi. „Það eru alltaf ör skipti í fataskápnum hjá mér. Ég bý í lítilli íbúð og þarf að selja úr skápunum reglulega til að allt komist þar fyrir,“ segir hún hlæjandi. „Það er líka alltaf svo gaman að sjá fötin sín öðlast annað líf, sjá þau kannski á einhverjum öðrum á barnum þegar maður fer út.“ SELJA ÚR SKÁPUNUM GÓÐ KAUP Fatamarkaður verður haldinn í dag kl. 14 í Þverholti 11. „Ekkert er fegurra en vorkvöld í Reykjavík og yndislegt fyrir fljóðin að bregða sér á sprundasprang í vorbirtu kvöldsins á Laugavegi,“ segir Kristín Einarsdóttir, kaupkona í Sigurboganum og einn upp- hafsmanna heillandi hátíðar sem hefst á Laugaveginum þegar kvöldar á morgun. „Við tókum okkur saman, tíu kaupmenn á Laugavegi, frá Snorrabraut niður að Frakkastíg, og ákváðum að búa til gleðina Lokkandi Laugaveg fyrir dömur sem hafa yndi af búðarápi og huggulegheitum. Þá er tilvalið tækifæri fyrir mæðgur, systur, vinkonur og frænkur að brjóta upp hversdagsleikann, skjóta sig saman og skunda í bæinn til að þiggja góðar veitingar, sjá það nýjasta á markaðnum, gera góð kaup og hafa svolítið gaman saman,“ segir Kristín um aðal- verslunargötu miðbæjarins sem sannarlega lokkar og laðar. „Mjór er mikils vísir og við höfum hug á að stækka Lokk- andi Laugaveg þegar fram líða stundir. Í verslunum munu óma íslenskir tónar, þar verða hlýjar móttökur og freistandi tilboð og veitingahúsin eru öll opin á þessum tíma. Fyrir dömur sem hafa sjaldan tíma til að hittast er því töfrandi að tölta á milli búða á Laugaveginum og láta eins og þær séu í út- löndum,“ segir Kristín og hlær dillandi hlátri. Lokkandi Laugavegur tekur völdin frá klukkan 17 til 21 annað kvöld. Dömulegar búðir sem opnar verða fram eftir kvöldi eru, auk Sigurbogans, Bernharð Laxdal, Kjólar & konfekt, Púkó & smart, Lífstykkjabúðin, Stíll, 38 þrep, Couture og Freebird. SPRUNDASPRANG UM LOKKANDI LAUGAVEG Heillandi hátíð verður á Laugaveginum á morgun. TÖFRANDI VORKVÖLD Kristín Einars- dóttir í Sigurboganum segir dömur á öllum aldri geta gert góð kaup og haft það verulega huggulegt á dömukvöldi á Laugaveginum á morgun. MARKAÐUR Markaðurinn verður opnaður klukkan 14 og stendur til 18. Ekki verður posi á staðnum en stutt er í hraðbanka í ná- grenninu. MARKAÐUR Krista Hall og félagar úr Listaháskólanum selja fötin sín í dag milli klukkan 14 og 18 í kjallaranum í Þverholti 11. MYND/PJETUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.