Fréttablaðið - 01.05.2013, Page 32

Fréttablaðið - 01.05.2013, Page 32
1. maí 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 28MENNING Aðdáendur Discworld-bókanna geta farið að hlakka til því á haust- mánuðum er fertugasta bókin í seríunni, Raising Steam, væntan- leg á markað. Pratchett var í við- tali í The Guardian fyrir skemmstu og þar kemur fram að þrátt fyrir Alzheimer-greininguna hefur hann ekki í hyggju að hætta að skrifa. „Við deyjum öll,“ segir hann. „Maður gerir eins vel og maður getur á meðan maður getur og hefur ekki áhyggjur af því að deyja. Það er hvort eð er ekkert hægt að gera við því.“ Spurður um ástæðuna fyrir því að hann hóf að skrifa Disc- world-bækurnar hefur hann fá svör. „Það gerðist bara,“ segir hann. „Í upphafi var ég að gera grín að fantasíubókum, en þegar fyrsta bókin, The Colour of Magic, seldist upp á einum degi ákvað ég að skrifa aðra.“ Hann segir bækurnar hafa batnað eftir því sem þær urðu fleiri. „Ég var orðinn eldri og hafði gert fleira og hugsað meira og hafði meiri reynslu til að byggja á.“ Smám saman hætti háðið að beinast að fantasíum og fór að beinast að heiminum í heild. Pratchett segist hafa víkkað sviðið út til að „verða ekki maður sem situr og öskrar á sjónvarpið“. Pratchett heldur því fram að lesendur bóka hans séu á öllum aldri og það sem sameini þá sé áhuginn á öllu sem sé áhugavert og opinn hugur. „Vísindaskáld- sagan er um fólk sem er bara fólk og er ekkert að hugsa um holda- far, stærð eða húðlit. Það er erfitt að halda í fordómana ef maður les mikið af vísindaskáldskap.“ Vangaveltur hafa verið uppi um það hvort hugsanlegt sé að Rhianna, dóttir Pratchetts, geti haldið áfram að skrifa um Disc- world þegar hann er allur. Hann gefur lítið út á það, segir það alfarið vera hennar ákvörðun. Hann þrýsti ekki á hana. En hann muni halda áfram að skrifa á meðan hann getur, hvað á eftir fylgi komi bara í ljós. fridrikab@frettabladid.is VERÐUR SKRIFANDI FRÁ VÖGGU TIL GRAFAR Discworld-bækur Terrys Pratchett eru orðnar 39 talsins og sú fertugasta er væntan- leg í haust. Þær seljast í milljónaupplögum og aðdáendur virðast aldrei fá nóg. Pratchett greindist með Alzheimer árið 2007 en segist munu skrifa fram í andlátið. Discworld eru fantasíubækur í léttum tón og gerast í hinum ímyndaða heimi Disc- world sem er skjöldur borinn uppi af fjórum fílum sem standa á baki skjaldböku sem svífur um geiminn. Bækurnar bæði gera grín að og sækja hugmyndir til bóka J. R. R. Tolkien, Roberts E. Howard, H. P. Lovecraft og Williams Shakespeare, auk þess að leita fanga í goðafræði, þjóðsögum og ævintýrum. Allar þessar sögur notar Pratchett til að skapa háðsádeilu á menn- ingu, pólitík og vísindi sam- tímans. Bækurnar hafa selst í yfir 70 milljón eintökum á 37 tungu- málum og Pratchett stendur eins og er í stífum samninga- viðræðum um það hvort hann vilji selja kvikmynda- réttinn. Hann er efins um að það væri rétt, þar sem hann óttast að peningaöflin í Hollywood myndu skrum- skæla boðskap bókanna. Bækur sem gott er að byrja á til að komast inn í Discworld The Colour of Magic Guards, Guards Mort Small Gods Jingo Going Postal UNDRAHEIMUR DISCWORLD DANS ★★★★ ★ Ótta/Walking Mad Höfundar: Hjördís Lilja Örnólfsdóttir, Unnur Elísabet Gunnarsdóttir og Ásgeir Helgi Magnússon/Johan Inger ÍSLENSKI DANSFLOKKURINN Fyrsta sýning Íslenska dansflokks- ins á 40 ára afmælisári hans var í Borgarleikhúsinu 12. apríl síðast- liðinn. Þetta var hátíðleg stund þar sem menntamálaráðherra, Katrín Jakobsdóttir, ávarpaði gesti og Sveinn Einarsson og Ingibjörg Björnsdóttir minntust þess þegar flokkurinn var stofnaður við lítil efni árið 1973. Í salnum mátti sjá marga af dönsurum flokksins undan farin fjörutíu ár og aðra vel- unnara hans. Fólk sem horfði með stolti á afrakstur margra ára, oft og tíðum erfiðrar vinnu, lifna við á sviðinu. Fyrra verk kvöldsins, Ótta eftir Hjördísi Lilju Örnólfsdóttur, Unni Elísabetu Gunnarsdóttur og Ásgeir Helga Magnússon dans- ara í flokknum, var samið fyrir og frumsýnt af flokknum í haust. Þá var verkið sýnt á nýja sviðinu og þarfnaðist því nokkurrar aðlögun- ar til að passa á stóra sviðið. Aðlög- unin hafði greinilega gengið upp því lýsing og sviðsmynd komu mjög fallega út og dansinn naut sín betur í stærra rými. Veikleikar verksins voru þó enn til staðar, það er að efni þess var ekki nægilega skýrt – eins og það vantaði sterkari þráð sem héldi allt til enda og hljóðmyndin, samansett úr mismunandi lögum, skapaði brotakennda stemmingu. En á móti kom að flæðið í hreyfing- unum og frammistaða dansaranna var slík að unun var á að horfa. Seinna verkið var verðlauna- verk Svíans Johans Inger, Walk- ing Mad, sem samið er við tón- list Maurice Ravel, Boléro. Það er ekki að undra að þetta tónverk hafi verið uppspretta sköpunar sterkra danshöfunda eins og Maurice Béjart, því það er tilfinninga- þrungið og töfrandi. Johan nýtir sér allar hliðar tónlist arinnar í dans sköpuninni allt frá glaðværð og húmor til magnþrunginna átaka og kúgunar. Hann fangar stig- magnandi kraft tón listarinnar í dansinum og skapar stemmingu sem gerir það að verkum að áhorf- andinn er nánast jafn uppgefinn í lokin og dansararnir. En Johan lætur sér ekki nægja að skapa sögu við Boléro heldur býr verk- inu sérstaka umgjörð með því að hafa upphaf og endi sem stendur fyrir utan það sjálft og leitar þar í smiðju Arvos Pärt eftir tónlist. Hann brýtur einnig upp stigmagn- andi stemmingu tónverksins með þögn sem leiðir áhorfandann inn í annan heim. Upphaf og endir verksins voru einstaklega falleg en lokakaflinn virkaði of langur fyrir heildina þannig að hann yfirgnæfði og ýtti í burt upplifuninni og tilfinn ingunum sem sjálft Boléro-verkið skildi eftir sig. Öll umgjörð verksins er vel útfærð og bar vott um smekkvísi og nákvæmni í vinnubrögðum. Flekinn sem myndar sviðsmynd verksins, ótrúlega einfaldur en uppspretta ótal möguleika í kóreógrafíunni, var nýttur á snilldarlegan hátt bæði sem umgjörð og hluti af dansinum. Sesselja G. Magnúsdóttir NIÐURSTAÐA: Sýning Íslenska dansflokksins Walking Mad er falleg og skemmtileg og ber færni og fag- mennsku þeirra sem að flokknum standa, dansara jafnt sem annarra listamanna, ljós merki. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Falleg og skemmtileg sýning dansflokksins Við bjóðum góða þjónustu Við bjóðum námsstyrki www.facebook.com/ Islandsbanki.Namsmenn cebook.ndu okkur á FaFin Tveir styrkir til framhaldsskólanáms hvor 100.000 kr. Fjórir styrkir til háskólanáms (BA/ BS/ B.Ed) hver 300.000 kr. Fjórir styrkir til framhaldsnáms á háskólastigi hver 500.000 kr. Árlega veitir Íslandsbanki tíu félögum í Námsvild námsstyrki. Tekið er á móti umsóknum til 3. maí 2013 Sótt er um á vef Íslandsbanka, www.islandsbanki.is.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.