Fréttablaðið - 01.05.2013, Page 34
1. maí 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 30
Rósa syngur Monk er samstarfs-
verkefni Rósu Sveinsdóttur
söngkonu og Sigmars Matthías-
sonar bassaleikara, en þau
útskrifuðust bæði frá djassdeild
Tónlistarskóla FÍH vorið 2012. Á
tónleikum Jazzklúbbsins Múlans
á Munnhörpunni í Hörpu á mið-
vikudaginn, 2. maí, gefst áheyr-
endum kostur á að hlýða á þau
Rósu og Sigmar flytja lög eftir
Thelonious Monk.
Tilefnið er að um þessar
mundir eru 25 ár síðan plata
söngkonunnar Carmen McRae,
„Carmen Sings Monk“, kom
út. Þessi einstæða djasssöngs-
plata inniheldur, eins og nafnið
gefur til kynna, lög Monks með
textum söngvarans og Íslands-
vinarins Jons Hendricks. Auk
þeirra Rósu og Sigmars koma
fram saxófónleikarinn Jóel Páls-
son, Kjartan Valdemarsson, sem
leikur á píanó, og trommuleikar-
inn Scott McLemore.
Rósa syngur
Monk
FLYTJA MONKLÖG Rósa Sveins dóttir
söngkona og Sigmar Matthíasson
bassaleikari flytja lög eftir Thelonious
Monk í Munnhörpunni.
„Ég er á förum til Greifswald í
Þýskalandi, ásamt hljómsveit, til að
koma fram við opnun menningar há-
tíðarinnar Nordischer Klang á föstu-
daginn,“ segir Anna María Björns-
dóttir söngkona kát. „Hljómsveitin
samanstendur af Hilmari Jenssyni á
gítar, Tómasi Jónssyni á hljómborð,
Valdimar Olgeirssyni á bassa, Ósk-
ari Kjartanssyni á trommur og hinni
dönsku Josefine Opsahl sem spilar á
selló. Ég sem tónlistina en við höfum
útsett tónlistina mikið til saman.“
Fyrsta sólóplata Önnu Maríu, Sakn-
að fornaldar, sem kom út í lok síðasta
árs er nú komin í sölu í Þýskalandi og
hefur fengið frábæra dóma. Glitter-
house Records, gefur henni fjórar og
hálfa stjörnu og segir: „Anna María
notar alla röddina þegar hún syngur
og röddin er töfrandi, svöl, glæsileg,
kristaltær, kraftmikil og há – ótrú-
leg rödd. Ljóðin setur hún saman
við algjörlega tímalausa tónlist.“ Og
Musik reviews.de segir: „Rómantískt
þjóðlagarokk. Sjaldgæft að lista-
maður leggi svona mikla áherslu á
tengslin milli ljóða og tónlistar. Rödd-
in er kristaltær og heillandi. Plötuna
ætti að kenna í skólum á Íslandi.“
Hugmyndina að lögunum á plöt-
unni fékk Anna María þegar hún
var að grúska í gömlum íslenskum
ljóðabókum sem hún erfði frá ömmu
sinni og afa og hún samdi líka lög við
tvö ljóð eftir ungskáldið Sölva Björn
Sigurðsson.
Anna María býr og starfar í Kaup-
mannahöfn. Þar kemur hún fram
með norrænu spunasönghljómsveit-
inni IKI sem hefur komið tvisvar
til Íslands. Hún hlakkar til að fara í
heimsókn til Greifswald. Þar segir
hún marga skilja íslensku enda sé
íslenska kennd við háskólann þar. - gun
Syngur við opnun menningarhátíðar í Þýskalandi
Söngkonan Anna María Björnsdóttir verður með tónleika á opnunarkvöldi menningarhátíðarinnar Nordischer Klang í Greifswald.
ANNA MARÍA
Hefur fengið
frábæra dóma í
Þýskalandi fyrir
diskinn sinn
Saknað fornaldar.
Nú ætlar hún
að syngja fyrir
Þjóðverja í eigin
persónu við undir-
leik hljómsveitar.
FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Rósa Sigrún Jónsdóttir mynd-
listarkona opnar sýningu í SÍM
salnum í Hafnarstræti 16 á
morgun, 2. maí. Þar eru verk
unnin í ýmsa miðla; málverk,
teikningar, textíl og skúlptúrar
sem eiga rætur sínar í áralangri
útivist og fjallgöngum Rósu
Sigrúnar.
Verkin eru byggð á gagna söfnun
sem fram hefur farið í ferðum
um Esjuna á undan förnum árum
því Rósa skráir ferðir sínar með
ýmsum hætti, tekur myndir,
skrifar texta, telur stigin spor
með skrefamæli, skráir ferla og
safnar sýnishornum. Þessar upp-
lýsingar notar hún til að skapa
nýja mynd af Esjunni, bæjarfjalli
Reykvíkinga. „Tilfinningar mínar
til fjallsins seytla út í gegnum
fæturna á göngunni og í gegnum
hendurnar þegar heim á vinnu-
stofuna er komið,“ segir lista-
konan.
Sýningin er opin virka daga
milli 10 og 16 og stendur út maí-
mánuð. - gun
Andlit Esju
Frábært úrval afþreyingar, ferskar fréttir,
fjölbreytt efnisval, myndrænt viðmót
og færri flettingar.
Þess vegna var visir.is kosinn besti
frétta- og afþreyingarvefur ársins
á Íslensku vefverðlaununum 2012.
Minna
að fletta
meira
að frétta
Færri flettingar
Ferskar fréttir
Fjölbreytt efnisval
Myndrænt og notendavænt viðmót
Áberandi auglýsingar, réttar staðsetningar
Skemmtiefni og afþreying
F
ÍT
O
N
/
S
ÍA
BESTI FRÉTTA- OG AFÞREYINGARVEFURINN
Úr umsögn dómnefndar: „Vefurinn býður upp á margskonar afþreyingu auk gífurlegs úrvals frétta.
Vefurinn er léttur og skemmtilegur auk þess sem einfalt og fljótlegt er að finna það efni sem leitað er að.“