Fréttablaðið - 01.05.2013, Side 35

Fréttablaðið - 01.05.2013, Side 35
MIÐVIKUDAGUR 1. maí 2013 | MENNING | 31 Grande eftir Tyrfing Tyrfingsson hefur verið sett í sýningar á ný og er nú komið í Tjarnarbíó. Grande segir sögu af móður og syni í Hlíðunum. Hún hefur brennt allar brýr að baki sér og syni hennar en þessa dagana æfa þau draggsýningu með laginu I know him so well með Susan Boyle og Elaine Page. Atriðið er gert fyrir fimmtudagsafmæli fyrrverandi félaga hennar, í von um að endurvekja forna frægð. En í miðju æfinga- ferlinu ákveður sonurinn að flytja út. Með hlutverk sonarins fer Hjörtur Jóhann Jónsson en tónlist er í höndum Steinþórs Helga Sunde. Tyrfingur er einnig leikstjóri verksins. Sýnt verður 3., 5., 10. og 11. maí. Aukasýningar á Grande Verk um móður og son í Hlíðunum á fj alirnar á ný. TYRFINGUR TYRFINGSSON Leikstjóri og höfundur Grande sem hefur verið sett í sýningar á ný. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? MIÐVIKUDAGUR 1. MAÍ 2013 Tónleikar 16.00 Vortónleikar Kammerkórs Mos- fellsbæjar verða haldnir í Háteigskirkju. Sinfóníuhljómsveit áhugamanna leikur með kórnum og kórstjóri er Símon H. Ívarsson. 20.30 Tónelskir læknar koma fram á Café Rósenberg. Helgi Júlíus Óskars- son er kynnir. Meðal þeirra sem koma fram eru Eyjólfur Guðmundsson, Sigrún Hjartardóttir og hljómsveit Þórólfs Guðnasonar. 21.00 Hljómsveitin „Rósa syngur Monk“ kemur fram á tónleikum Múlans á Munnhörpunni í Hörpu. 21.00 Hljómsveitin Moses Hightower leikur á Græna hattinum. Nini Wilson, betur þekktur sem Árni Vilhjálms úr FM Belfast, hitar upp. Umræður 17.00 Sara Reil ræðir um strætislistir og áhrifavalda innan hennar í Listasafni Árnesinga. Umræðurnar eru einkum ætlaðar unglingum og áhugafólki um strætislist og graffítí. Aðgangur er ókeypis. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Björn Thoroddsen mun, ásamt tríói sínu og Andreu Gylfadóttur, halda tónleika í Salnum sunnudaginn 5. maí klukkan 17 sem bera yfirskriftina Ó, blessuð vertu sumarsól. Þar hljóma lög af diskunum Vorvindar, Vorvísur og Heiðanna ró, sem komu út með sömu flytjendum á árunum 2006 til 2009. Þetta eru sönglög frá síðustu öld sem endurspegla hinn sanna íslenska anda og eru yfirfull af vor-, sumar- og sveitarómantík; lög eins og Vorvindar glaðir, Fram í heiðanna ró, Kvöldið er fagurt, Hlíðin mín fríða og fleiri. Allt lög sem hafa fest sig í sessi hér á landi. - gun Sönglög frá síðustu öld Tríó Björns Thor ásamt Andreu Gylfa heldur tónleika í Salnum á sunnudaginn. FLYTJENDURNIR Flytja lög full af vor-, sumar- og sveitarómantík . Ása Baldursdóttir hefur verið ráðin sem dagskrárstjóri í Bíói Paradís, Hverfisgötu 54 í Reykja- vík, og tekur við af Ásgrími Sverrissyni. Markmið Bíós Paradísar er að sýna áhugaverðar kvikmyndir frá öllum heims- hornum og íslenskar kvik- myndir af öllum gerðum. Reglu- legar sýningar á perlum kvik- myndanna fyrir börn og ung- linga fara fram í húsinu til að efla menntun og þekkingu á list- greininni. Ása hefur fjölbreytta náms- og starfsreynslu, hefur lært list- ræna ljósmyndun, sagnfræði, list- fræði, blaða- og fréttamennsku og hagnýta menningarmiðlun og unnið við dagskrárumsjón hjá RIFF og Mánudagsbíó Háskóla Íslands, svo nokkuð sé nefnt. - gun Tekur við stjórn í Bíói Paradís ÁSA BALDURSDÓTTIR Við bjóðum 20% afslátt á Nýdanska Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is | Sími 440 4000 Viðskiptavinir Íslandsbanka fá 20% afslátt á tónleikana Fram á nótt með hljómsveitinni Nýdanskri. E N N E M M / S ÍA / N M 5 7 6 4 6 Nýdönsk Eldborg, Hörpu 21. september kl. 20 Hofi Akureyri 28. september kl. 20 Misstu ekki af einstakri upplifun þar sem Nýdönsk mun taka öll sín vinsælustu lög sem hafa tekið sér bólfestu í hjörtum fjölmargra aðdáenda sveitarinnar. Skemmtu þér Fram á nótt með Nýdanskri! Forsala fyrir viðskiptavini Íslandsbanka hefst þriðjudaginn 30. apríl en almenn miðsala 2. maí. Viðskiptavinir á póstlista Vildarklúbbsins hafa fengið afsláttarkóða í tölvupósti en til að nýta sér tilboðið er einnig hægt að nálgast afsláttarkóða hjá Þjónustuveri bankans í síma 440-4000 eða í næsta útibúi Íslandsbanka.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.