Fréttablaðið - 01.05.2013, Page 36

Fréttablaðið - 01.05.2013, Page 36
1. maí 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 32 Dimma og Sólstafir verða með sameiginlega tónleika í Austur- bæ á fimmtudag. Dimma gaf út plötuna Myrkraverk á síðasta ári sem hlaut fínar viðtökur. Fjögur lög af henni hafa komist á vin- sældar lista Rásar 2. Undanfarið hefur Dimma verið á tónleikaferð um landið ásamt Sól- stöfum og hápunkturinn á þeirri ferð eru tónleikarnir í Austurbæ. Dimma mun flytja Myrkraverk í heild sinni, ásamt eldri lögum, og Sólstafir munu m.a. leika efni af plötunni Svartir sandar sem fengið hefur góða dóma víða um heim. Sólstafir voru einmitt að senda frá sér nýtt tónleikamyndband við lagið Æra þar sem upptökur frá áhorfendum spila stórt hlut- verk. Áhorfendur voru beðnir um að taka upp myndskeið á síma og senda inn, sem skilaði sér í líf- legu myndefni. „Nú er annar hver maður með myndbandsupptökuvél í vasanum og okkur fannst til valið að nýta okkur það,“ segir Sæþór Maríus, gítarleikari Sólstafa, sem lofar flottum tónleikum. „Flest okkar lög eru í lengri kantinum og það er sjaldan sem við höfum tæki- færi til að spila mörg þeirra á tón- leikum, en það ætlum við að gera í Austurbæ. Þetta verður allur pakkinn.“ Ekkert aldurstakmark er á tón- leikana sem hefjast kl. 20. - fb Hápunktur hjá þungarokkurum Dimma og Sólstafi r halda sameiginlega tónleika í Austurbæ á fi mmtudag. DIMMA Sólstafir og Dimma spila í Austurbæ á fimmtudagskvöld. Sjötta og líkast til síðasta myndin í Die Hard-hasarmyndaröðinni hefur fengið nafnið Die Hardest. Handritshöfundurinn Ben Tre- bilcook er byrjaður að vinna við myndina eftir að hafa átt fund með Larry D. Webster, ráðgjafa við framleiðslu Die Hard 5, sem hét reyndar A Good Day To Die Hard. Hún kom út síðasta sumar og fékk misjafnar viðtökur. Sumum þótti hún hin prýðilegasta hasarmynd en öðrum þótti þrettándinn orðinn heldur þunnur. Í viðtali við Total Film sagði Trebilcook Die Hardest eiga að hefjast í New York en gerast svo að mestu leyti í Tókýó. „Hand ritið er mjög trútt myndaröðinni og persónunum og söguþráðurinn er líka mjög raunsær,“ sagði hann við Total Film. Þrátt fyrir að handritið sé í vinnslu er ekki öruggt að myndin verði gerð. „Það var gott að fá stuðning Larrys en það þarf enn að yfirstíga nokkrar hindranir. Tvær þeirra heita Bruce Willis [sem leikur aðalpersónuna John McClane] og Alex Young [fram- leiðandi A Good Day To Die Hard].“ Áður en A Good Day To Die Hard kom út lét Bruce Willis hafa eftir sér í viðtali við vefsíðuna Screen Rant að hann vildi leika í sjöttu myndinni. Hún yrði jafn- framt hans síðasta. „Eins og staðan er núna get ég hlaupið og barist á hvíta tjaldinu. En sá tími mun renna upp þegar mig langar ekki lengur til þess. Þá mun ég segja skilið við Die Hard-myndirnar.“ Die Hardest í vinnslu Sjötta og hugsanlega síðasta Die Hard-myndin, Die Hardest, er í undirbúningi. A GOOD DAY TO DIE HARD Síðasta Die Hard-mynd hlaut misjafnar viðtökur. ➜ Die Hardest fetar m.a. í fótspor Die Hard og Die Harder sem komu út 1998 og 1990. Á morgun 2. maí gefur Íslandspóstur út frímerki tileinkuð bæjarhátíðum og Evrópufrímerkin 2013, en þema þeirra er póstbílar. Einnig kemur út smáörk í tilefni Norrænu frímerkjasýningarinnar Nordia 2013 þar sem myndefnið er norðurljós. Fyrstadagsumslög fást stimpluð á pósthúsum um land allt. Einnig er hægt að panta þau hjá Frímerkjasölunni. Sími: 580 1050 Fax: 580 1059 Netfang: stamps@stamps.is Heimasíða: www.stamps.is Safnaðu litlum lis taverkum Karlakórinn Fóstbræður Vortónleikar í Langholtskirkju Miðvikudaginn1. maí kl. 20:00 Fimmtudaginn 2. maí kl. 20:00 Laugardaginn 4. maí kl. 15:00 Á efnisskrá verða m.a. lög eftir Sigvalda Kaldalóns og Hjálmar H. Ragnarsson, íslensk þjóðlög í útsetningum Árna Harðarsonar, Hjálmars H. Ragnarssonar og Þórarins Jónssonar. Einnig verða fluttar bænir eftir Francis Poulenc, verk eftir Camille Saint-Säens og að lokum aríur og kórar eftir höfundana Giuseppe Verdi, Francisco Paolo Tosti, Stanislao Gastaldon og Gioachino Rossini. Verð aðgöngumiða 3.000 kr. Miðasala við innganginn. Einsöngur Gissur Páll Gissurarson Píanó Steinunn Birna Ragnarsdóttir Stjórnandi Árni Harðarson ➜ Myndband Sólstafa við lagið Æra var tekið upp í Kapla- krika í Hafnarfirði.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.