Fréttablaðið - 01.05.2013, Side 40
1. maí 2013 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 36
Tilfinningarnar
voru mjög miklar eftir
leik. Mér leið eins og ég
væri sextán ára að byrja
í þessu.
Teitur Örlygsson
1997
Heiðar spilaði síðast á
Íslandi með Þrótti í b-deild.
FÓTBOLTI Eftir fimmtán ára feril
sem atvinnumaður í knattspyrnu
er Heiðar Helguson kominn heim.
Sjö erlend félög hafa notið góðs
af markaskoraranum þrautseiga.
Heiðar lék lykilhlutverk með Car-
diff sem á dögunum tryggði sér
sæti í ensku úrvalsdeildinni í
knattspyrnu í fyrsta skipti. Frá-
bær endir á farsælum ferli.
„Maður hefði ekki getað óskað
sér betri endi en að fara upp.
Tímabilið gekk alveg rosalega
vel,“ segir Heiðar. Liðið á reyndar
eftir einn leik um helgina en
sá leikur skiptir litlu. Heiðar
meiddist á kálfa á dögunum og
hefur ekki spilað undanfarnar
vikur. Löngu var þó ljóst að liðið
væri á leiðinni upp og lítil ástæða
til að láta Heiðar pína sig.
„Það var engin ástæða til að
spila þá leiki. Bara láta Aron og
strákana um að klára þetta,“ segir
Heiðar léttur.
Heiðar verður 36 ára í ágúst
og virðist heil eilífð síðan hann
hélt 22 ára til Lilleström í Nor-
egi. Síðan lá leiðin til Englands
þar sem hann var í þrettán ár eða
allt þar til Cardiff falaðist eftir
kröftum kappans síðasta árið.
„Það má eiginlega segja það
að ég hafi enst lengur í atvinnu-
mennskunni en ég reiknaði með,“
segir Heiðar. Hann segir miklu
hafa munað um stuðning eiginkonu
sinnar og fjölskyldu allan þennan
tíma. Auk þess hafi skipt máli að
hugsa vel um sig síðustu árin.
„Það er mjög mikilvægt ef
maður ætlar að endast eitthvað,
sérstaklega ef maður er kom-
inn yfir þrítugt. Þá þarf að hugsa
betur hvernig maður lifir lífinu.“
Heiðar var kjörinn íþróttamaður
ársins 2011 en segir að undan farið
ár hafi legið ljóst fyrir að tíma-
bilið hjá Cardiff yrði hans síðasta.
Fjölskylda hans flutti til landsins
á síðasta ári og nú er hún sam-
einuð á ný í Laugardalnum. Þar
spilaði Heiðar með Þrótti áður en
hann hélt utan og hafa þeir rauðu
og hvítu ítrekað spaugað með
það undanfarin ár að Heiðar lyki
ferlinum í Þrótti.
„Síminn hefur ekki hringt. Ég
hef alveg verið látinn í friði,“ segir
Heiðar léttur. Mun meiri líkur séu
á því að sjá hann á golfvellinum í
sumar en framherjinn er með for-
gjöf í kringum tíu.
„Það rignir svolítið mikið í
Wales þannig að ég hef lítið spilað.
Maður þarf kannski nokkra hringi
til þess að hita sig upp fyrir sum-
arið.“ - ktd
Síminn hjá Heiðari hefur ekki hringt enn þá
Atvinnumannaskórnir hjá Heiðari Helgusyni eru komnir upp í hillu eft ir farsælan feril erlendis.
KOMIÐ GOTT Heiðar í búningi Watford
á síðasta áratug. NORDICPHOTOS/GETTY
KÖRFUBOLTI Pálína
Gunnlaugsdóttir, fyrirliði
nýkrýndra Íslandsmeistara
Keflavíkur og besti leikmaður
lokaúrslitanna á móti KR, hefur
aldrei tapað úrslitaeinvígi um
Íslandsmeistaratitilinn.
Pálína hefur farið fimm
sinnum í úrslit og unnið titilinn
í öll skiptin, fyrst með Haukum
2006 og 2007 og svo með
Keflavíkurliðinu í þrígang (2008,
2011 og 2013). Enn magnaðri
er sú staðreynd að Pálína
hefur verið í sigurliði í 15 af
17 úrslitaleikjum hennar um
Íslandsmeistaratitilinn sem gerir
88 prósenta sigurhlutfall.
Pálína varð enn fremur á
mánudagskvöldið aðeins fimmta
íslenska körfuboltakonan sem
nær 30 stiga leik í úrslitum. - óój
15 sigrar í 17
úrslitaleikjum
KÖRFUBOLTI Birna Valgarðsdóttir,
leikmaður kvennaliðs Keflavíkur,
varð Íslandsmeistari í sjöunda
sinn í fyrrakvöld en auk þess
krækti hún í þrjú met.
Birna lék á mánudagskvöldið
sinn 36. leik í lokaúrslitum
kvenna og bætti þar með met
Guðbjargar Norðfjörð og
Kristínar Bjarkar Jónsdóttur
(35 leikir). Birna spilaði
enn fremur um leið sinn 22.
sigurleik í úrslitum og sló þá
met Önnu Maríu Sveinsdóttur
og Birna hafði í leiknum á
undan slegið met Guðbjargar
Norðfjörð yfir flestar þriggja
stiga körfur í úrslitaeinvígi um
Íslandsmeistaratitilinn. - óój
Birna bætti
leikjametið
TVÆR KÁTAR Birna Valgarðsdóttir og
Pálína Gunnlaugsdóttir fagna Íslands-
meistaratitlinum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL
FÓTBOLTI Borussia Dortmund
tryggði sér í gærkvöldi sæti
í úrslitaleik Meistaradeildar
Evrópu þrátt fyrir 2-0 tap gegn
Real Madrid. Dortmund leikur
til úrslita í fyrsta skipti í 16 ár
en Real féll úr keppni í undan-
úrslitum þriðja árið í röð. -ktd
Ballið búið
SVEKKTUR Cristiano Ronaldo var fjarri
sínu besta í gærkvöldi. NORDICPHOTOS/GETTY
SPORT
Breiðablik komst aldrei ofar í töflunni á
síðustu leiktíð en fjórða sæti þar til sigur
á Stjörnunni í lokaumferðinni lyfti liðinu
í annað sætið. Frábær endir á um margt
undarlegu tímabili.
Liðið er sterkara í ár með
Gunnleif í markinu auk þess sem
Daninn Nichlas Rohde verður
með liðinu frá fyrsta leik. Ungu
strákarnir eru árinu eldri auk
þess sem Guðjón Pétur og
Ellert styrkja hópinn til muna.
Liðið verður í toppbaráttunni
og gangi allt eftir gæti sum-
arið orðið eftirminnilegt.
Blikar hafna í 4. sætiSPÁ FRÉTTA-
BLAÐSINS
2013 Gunnleifur Vignir Gunnleifsson
➜ HVAÐ ER LANGT SÍÐAN…
… liðið varð meistari – 3 ár … liðið spilaði í b-deild – 8 ár … liðið féll úr
deildinni – 12 ár … liðið varð bikarmeistari – 4 ár … liðið átti markakóng
deildarinnar – 7 ár … liðið fékk á sig fæst mörk í deildinni – 3 ár
Ólafur Kristjánsson
er 44 ára gamall og á
sínu áttunda tímabili
með liðið. Þetta er
annað félagið sem
hann þjálfar í efstu
deild en hann þjálfaði áður Fram.
Á að baki níu tímabil sem þjálfari í
efstu deild (165 leikir, 64 sigrar, 48
prósent).
Ellert Hreinsson (Stjarnan)
Guðjón Pétur Lýðsson (Valur)
Gunnleifur V. Gunnleifsson (FH)
Nichlas Rohde (úr láni)
Jökull I. Elísabetarson (úr láni)
Árni Vilhjálmsson (úr láni)
Fylgstu með þessum:
Elfar Árni Aðalsteinsson – Húsvíkingur-
inn hefur verið sjóðandi heitur í vetur.
➜ EINKUNNASPJALDIÐ VÖRNIN ★★★★★ SÓKNIN ★★★★★ ÞJÁLFARINN ★★★★★ BREIDDIN ★★★★★ ÍSLANDSMEISTARI: 1 (2010) BIKARMEISTARI: 1 (2009)
Blikar opnuðu veskið í vetur
og fjárfestu í landsliðs-
markverðinum. Með Gulla á
milli stanganna hafa Blikar
reynslubolta sem hefur
unnið allt og ætti að geta
miðlað af reynslunni til
ungu strákanna.
hefst eftir
4
daga
➜ STJARNAN ➜ ÞJÁLFARINN ➜ NÝJU ANDLITIN
KÖRFUBOLTI „Það vorar alltaf
aftur,“ sagði Teitur Örlygsson,
þjálfari Stjörnunnar, en hans lið
rétt missti af Íslandsmeistaratitl-
inum í frábærum oddaleik gegn
Grindavík. Teitur átti erfitt með
sig eftir leik enda keppnismaður
mikill.
„Ég neita því ekki að þetta var
mikið áfall. Þetta var ógeðslega
sárt. Þetta er örugglega nálægt
því versta sem ég hef upplifað.
Tilfinningarnar voru mjög miklar
eftir leik. Mér leið eins og ég
væri sextán ára að byrja í þessu.
Við áttum mjög bágt með okkur
margir og ég þar á meðal. Við
berum tilfinningar hver til annars
og menn fundu til með hinum eins
og á að vera í alvöru liði. Það féllu
tár inni í klefanum. Ég átti bágt
með mig og fékk kökk í hálsinn.“
Urðum okkur ekki til skammar
Lið Teits barðist allt til enda og
hann segist vera stoltur af sínu
liði.
„Við urðum okkur ekki til
skammar. Við gáfum allt sem við
áttum og þá er auðveldara að sætta
sig við tap. Það geta allir litið í
spegil og sagt að þeir hafi gert sitt
besta,“ sagði Teitur en það mun-
aði mikið um að hans lið missti
Bandaríkjamanninn Jarrid Frye
meiddan af velli snemma leiks.
Hann sneri sig mjög illa á ökkla
en er sem betur fer ekki brotinn.
„Það hefðu mörg lið lagst niður
þá en ekki við. Jarrid var búinn að
vera frábær og var vel stemmdur.
Það var því áfall að missa hann. Ég
sá ökklann á honum í hálfleik og
hann var eins og blaðra.“
Uppskera Stjörnunnar eftir
tímabilið er samt góð. Stjarnan
varð bikarmeistari og komst mjög
nálægt því að vinna sinn fyrsta
Íslandsmeistaratitil.
„Þegar frá líður verður hægt
að horfa á þetta og vera þokka-
lega sáttur. Ég vil meina að það
sé ógeðslega erfitt að vinna þessa
deild. Við sáum núna hvað meiðslin
settu mikið strik í reikninginn hjá
mörgum. Við gerum okkur alveg
grein fyrir því að það meiddust
menn gegn okkur sem gerði okkur
örugglega auðveldara fyrir. Það
fylgir þessu og meiðsli hafa sett
mikið strik í reikninginn í NBA-
deildinni núna.“
Teitur var að klára sitt fjórða ár
með Stjörnunni og hann er búinn
að skila tveimur bikarmeistara-
titlum. Hvað ætlar hann að gera
núna?
„Það er stóra spurningin. Ég
er tvístígandi eins og staðan er.
Um hvort ég eigi að halda áfram,
prófa eitthvað annað eða hrein-
lega taka mér frí. Ég er búinn að
vera í meistaraflokki síðan ég var
16 ára og er orðinn 46 ára. Ég hef
aldrei gert neitt annað yfir vetrar-
tímann,“ sagði Teitur en hann á
sér einn draum sem ekki hefur
tekist að uppfylla.
„Ég er mikill stuðnings maður
Man. Utd og horfi á alla leiki
liðsins. Ég hef samt aldrei farið á
Old Trafford, Mekka. Það er ekki
nógu gott. Þetta er dæmi um það
sem mann langar að gera. Svo
kemur á móti að eldmóðurinn er
til staðar og manni er ekki sama
um hvort maður vinnur eða tapar.
Ástríðan fyrir körfuboltanum er
enn til staðar og spurning hvort
það sé merki um að maður eigi að
halda áfram. Þess vegna er þetta
svona erfitt.“
Teitur segir að tíminn í Garða-
bænum hafi verið alveg frábær og
að honum hafi liðið vel þar.
„Mér stendur til boða að þjálfa
liðið áfram og ég er að velta því
fyrir mér núna hvort ég eigi að
halda áfram. Það er margt sem ég
þarf að hugsa um núna og þetta
er að veltast um inni í mér,“ sagði
Teitur Örlygsson.
henry@frettabladid.is
Það féllu tár inni í klefanum
Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, segir að tilfi nningarnar hafi borið suma leikmenn liðsins ofurliði eft ir
tapið gegn Grindavík í oddaleiknum á sunnudag. Teitur hefur ekki tekið ákvörðun um framtíðina en hann
hefur verið í körfuboltanum í þrjátíu ár. Stjarnan vill halda honum en Teitur gæti allt eins tekið sér frí.
KEPPNISMAÐUR Teitur Örlygsson segist hafa átt erfitt með sig eftir tapið gegn
Grindavík. Hann hafi fengið kökk í hálsinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI