Fréttablaðið - 01.05.2013, Side 42

Fréttablaðið - 01.05.2013, Side 42
1. maí 2013 MIÐVIKUDAGUR| SPORT | 38 Ég lýsi eftir því að einhver leikmaður taki á sig ábyrgð og fari að sýna stjörnuleiki. Kristinn Guðmundsson HANDBOLTI Fram er búið að ná frumkvæðinu í einvígi sínu gegn Haukum um Íslandsmeistaratitil karla. Fram „stal“ fyrsta leiknum í Hafnarfirði og verður Íslands- meistari með því að vinna heima- leikina sína en vinna þarf þrjá leiki til þess að tryggja sér titilinn. Framarar unnu sanngjarnan sigur í fyrsta leiknum og Frétta- blaðið fékk Kristin Guðmundsson, þjálfara Íslandsmeistara HK, til þess að rýna í spilin. „Þessi leikur segir okkur að það sé ákveðnum spurningum ósvarað hjá Haukunum. Þeir virðast ekki enn hafa fundið mann til þess að taka frumkvæði og höggva á hnút- ana er á þarf að halda. Stefán Rafn gerði það fyrir þá áður en hann fór út og þeim hefur ekki tekist að leysa þann hausverk. Ég lýsi eftir því að einhver leikmaður Hauk- anna taki á sig ábyrgð og fari að sýna einhverja stjörnuleiki,“ sagði Kristinn ákveðinn. Sigurbergur Sveinsson skor- aði sex mörk í fyrsta leiknum en næstu menn voru með tvö mörk. „Það er enginn að taka frum- kvæði í sóknarleiknum. Tjörvi er týndur sem og Sigurbergur. Elías Már er ekki að ógna markinu og svona mætti áfram telja. Mér fannst menn vera að fela sig í sókninni. Þeir voru gjaldþrota á þeim enda. Við skulum hafa það alveg á hreinu. Ef þeir finna ekki lausnir á þessu eru Haukarnir í erfiðum málum. Stóra spurn- ingin er hver ætlar sér að stíga upp,“ sagði Kristinn og bætti við að Haukarnir hefðu unnið sig út úr vandamálum áður og því vildi hann ekki afskrifa þá strax. „Ég saknaði þess líka að menn væru að berja á garðinum. Jóhann Gunnar er til að mynda að spila í bæði sókn og vörn. Við vitum að hann er kannski ekki í besta formi af öllum leikmönnum deildarinnar. Hann þarf aðstoð og fékk það í gær. Það reynir samt á hann og Haukarnir ættu að setja fleiri árásir á hann sem og Róbert Aron. Þreyta þá. Það kom mér á óvart að Haukarnir væru ekki með fleiri svör.“ Maðurinn sem tók frumkvæðið hjá Fram var Sigurður Eggertsson en frammistaða hans undir lokin gerði gæfumuninn. „Siggi var frábær og hann hjó á hnútana. Jóhann Gunnar var að finna Harald á línunni en Framar- ar eiga síðan Róbert Aron Hostert algjörlega inni. Það er maður sem getur heldur betur klárað leiki. Það er meiri pungur í Frömur- unum núna. Þeir eru mark vissari og sókndjarfari en áður. Til þess að vinna titilinn þurfa menn að vera farnir að trúa því í hausnum að þeir geti unnið og mér sýnist Framararnir hafa bullandi trú á því að þeir geti orðið meistarar,“ sagði Kristinn en hann segir Haukana vera með bakið upp við vegg. Það sé ekkert grín að lenda 2-0 undir í svona einvígi. „Bæði lið eru að spila góða vörn en eftir því sem líður á einvígið fjölgar mörkunum því það kemur meiri þreyta í varnarleikinn. Þetta verður refskák og nú er spurning hvort Haukarnir sýni frumkvæði eður ei,“ sagði Kristinn en hann segir leikinn í dag vera algjöran lykilleik. „Þetta eru tvö frábær lið sem spiluðu flottan varnarleik í fyrsta leiknum. Þetta er lykilleikur og ef Fram vinnur þennan leik þá verða þeir meistarar. Ef Haukar vinna leikinn þá verða þeir meistarar. Einvígið ræðst í þessum leik. Það er mín spá.“ henry@frettabladid.is Einvígið ræðst í þessum leik Fram og Haukar mætast öðru sinni í úrslitum N1-deildar karla í kvöld. Kristinn Guðmundsson, þjálfari HK, auglýsir eft ir frumkvæði hjá leikmönnum Hauka og spáir því að einvígið ráðist af útkomu leiksins í kvöld. Þriðji leikur Fram og Stjörnunnar í úrslitum N1-deildar kvenna verður einnig spilaður í Safamýri í dag. STERKUR Jóhann Gunnar Einarsson átti fínan leik fyrir Fram í fyrsta leiknum og skoraði fimm mörk. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Sæktu þér nýja appið í snjallsímann þinn og hlustaðu á FM957, Bylgjuna og X977 hvar og hvenær sem er. Fáðu okkur í símann þinn! Ný tt ap p Farðu á visir.is/utvapp eða skannaðu QR kóðann og sæktu Útvappið fyrir iOS eða Android. FÓTBOLTI Það yrði stórslys ef Bayern München tækist ekki að tryggja sér sæti í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu í knatt- spyrnu. Eftir að Börsungar voru dregnir til slátrunar 4-0 í Þýska- landi fyrir viku er líklega enginn sem reiknar með því að þeir spænsku eigi sér viðreisnar von. „Þegar þú upplifir úrslitaleik eins og okkar gegn Chelsea þá viltu ekki endurtaka leikinn,“ segir Jupp Heynckes, þjálfari Bæjara. Þeir þýsku töpuðu úrslitaleik keppninnar í fyrra á heimavelli í München eftir víta- spyrnukeppni. „Við erum Barcelona og getum ekki gefist upp þótt staðan sé slæm. Takist ætlunarverkið ekki þurfum við að geta borið höfuðið hátt, berjast allt til loka svo stuðningsmennirnir geti verið stoltir,“ segir Tito Vilanova, þjálf- ari Barcelona. Með Lionel Messi innanborðs sé alltaf von. Leikur liðanna hefst klukkan 18.45 og er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport & HD. - ktd Í höndum Þjóðverjanna SVEKKTUR Schweinsteiger og félagar grétu eins og börn eftir tapið í fyrra. NORDICPHOTOS/GETTY

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.