Fréttablaðið - 01.05.2013, Síða 46

Fréttablaðið - 01.05.2013, Síða 46
1. maí 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 42 „Ég er algjör kaffisjúklingur og dagurinn byrjar ekki hjá mér nema ég fái kaffi. Ég mæli sérstaklega með drykk sem heitir Karamellu- sveifla og fæst á Kaffitári, ég bjó hann til þegar ég var kaffibarþjónn á Kaffitár í gamla daga.“ Ilmur Dögg Gísladóttir, verkefnastjóri Norræna hússins. DRYKKURINN „Þeir höfðu samband við okkur og við ákváðum að gera myndband á Íslandi enda eru þeir aðdáendur landsins,“ segir Ellen Lofts dóttir, stílisti og leikstjóri, sem í sam- vinnu við kærasta sinn, Þorbjörn Ingason, gerði myndband fyrir hina vinsælu dönsku hljómsveit Reptile Youth. Myndbandið var tekið upp um áramótin á Íslandi þar sem íslensk náttúra leikur stórt hlutverk ásamt hljómsveitinni og fyrirsætunni Kolfinnu Kristófersdóttur. Mynd- bandið, sem er við lagið Fear, hefur vakið athygli erlendra miðla á borð við Nylon Magazine, Euroman, ID Magazine og Vice Magazine en það var frumsýnt á mánudags- kvöldið. „Það er gaman hversu mikla athygli þetta vekur en hljóm- sveitin er mjög vinsæl hérna í Dan- mörku,“ segir Ellen. Þau Þorbjörn mynda teymið Narvi Creative og er meðal annars með vinsælt mynd- band sveitarinnar GusGus við lagið Over á ferilskránni. Þau fluttu til Kaupmannahafnar síðasta haust en ásamt því að vera í Narva Creative starfar Þorbjörn hjá hönnunarskrifstofunni Thank You og Ellen er að koma sér áfram sem stílisti í Kaupmannahöfn. „Okkur hefur gengið vel að koma okkur áfram hér og þetta mynd- band á örugglega eftir að opna ein- hverjar dyr. Tísku-og tónlistar- senan hér er stór og í augnablikinu er Kaupmannahöfn staðurinn fyrir okkur.“ - áp Gerðu myndband fyrir vinsæla danska sveit Myndband Ellenar Loft sdóttur og Þorbjörns Ingasonar fyrir dönsku sveitina Reptile Youth vekur athygli. ➜ Yfir 2.000 höfðu horft á myndbandið sólarhring eftir að það var frumsýnt. VINSÆLT MYNDBAND Ellen Lofts- dóttir og Þorbjörn Ingason tóku upp myndband fyrir dönsku sveitina Reptile Youth á Íslandi. „Við erum mjög spennt fyrir að koma þessu á fót hérna,“ segir söngvarinn Þór Breiðfjörð. Söngskóli Sigurðar Demetz hefur stofnað söngleikjadeild og verður inntökupróf haldið 21. maí næstkomandi. Kennarar verða Þór, Valgerður Guðna- dóttir og Jóhanna V. Þórhalls- dóttir. Saman hafa þau ára- langa reynslu af söng og leik á sviði, bæði á Íslandi og í alþjóð- legum söngleikjum. Í skólanum verður farið yfir söngleiki og söngleikja- tengda tónlist. Teknir verða fyrir Disney-söngleikir, söngleikjamyndir, revíur og fyrir jólin verða söngleikjatengd jóla- lög sungin. Eftir áramót verður svo settur upp söng leikur með nem- endunum. „Íslendingar eru tónelskir en söngleikir hafa kannski ekki haft beinan fókus í þessu formi á Íslandi. Þetta er svolítið nýtt. Við erum tvö þarna, við Val gerður, og reynslu - boltinn Jóhanna. Við erum mjög spennt og hvetjum fólk til að koma í prufuna,“ segir Þór en viðmiðunaraldur er 17 ár. Skráning í söngleikja- deildina fer fram á songskoli@vortex. is og Rvk.is. Frekari upplýsing- ar verða birtar á Song- skoli.is. - fb ➜ Þór Breiðfjörð hlaut Grímu- verðlaunin sem söngvari ársins í fyrra fyrir Vesalingana. Val- gerður vann Grímuna 2009 fyrir Söngvaseið. Ný söngleikjadeild stofnuð Þór Breiðfj örð og Valgerður Guðnadóttir á meðal kennara í Söngskóla Demetz. NÝ SÖNGLEIKJADEILD Þór Breiðfjörð og Val- gerður Guðnadóttir kenna söngleikjafræði. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR „Áhuginn á tísku kviknaði í mennta- skóla en þá lagði maður jogging- gallann á hilluna og fór að spá í hverju maður klæddist,“ segir Sindri Snær Jensson, tískubloggari og knatt- spyrnumarkmaður, sem heldur úti tískubloggsíðunni Sindrijensson.com. Síðan var opnuð fyrir tæplega tveimur mánuðum og hefur fengið góðar viðtökur. Daglega heimsækja um 1.000-4.000 manns síðuna þar sem Sindri leggur metnað í að fjalla fag- lega um strauma og stefnur í herra- tískunni ásamt því að fá vel valda herra í tískuspjall til sín. „Ég var búin að ganga með þessa hugmynd í mag- anum lengi en fann aldrei tíma til að hrinda henni í framkvæmd enda vil ég gera hlutina vel þegar ég tek þá að mér,“ segir Sindri, sem loksins fann tíma er hann flutti til Malmö í Svíþjóð með kærustunni sinni síðasta haust. Sindri er markmaður og spilaði síðasta sumar með úrvalsdeildar- liðinu Val. Upphaflega ætlaði hann að finna sér lið í Svíþjóð en það hefur ekki gengið sem skyldi. „Ég hef verið að æfa með liðum hérna úti og fengið nokkur samningstilboð en engin nógu góð. Þess vegna get ég kallað mig heimavinnandi húsföður og tísku- bloggara núna. Ég fæ margar spurn- ingar í viku frá lesendum um tísku sem er mjög skemmtilegt,“ segir Sindri, sem eyðir um 2-3 klukku tímum á dag í bloggsíðuna. Sindri starfaði lengi vel sem verslunarstjóri í Galleríi 17 og líkir tískuáhuganum við bakt- eríu sem honum tekst ekki að losna við. „Það sem heillar mig við tískuna er hvernig maður getur tjáð sig í gegnum klæðaburðinn. Mín skoðun er sú að það er engin afsökun til fyrir að vera ekki snyrtilegur til fara.“ alfrun@frettabladid.is Knattspyrnumaður bloggar um tískuna Sindri Snær Jensson hefur vakið athygli fyrir tískubloggið sitt Sindrijensson.com þar sem hann fj allar af metnaði um hinar mörgu hliðar herratískunnar. Sindri Snær segir enga afsökun vera til fyrir að vilja ekki líta vel út og vera snyrtilegur til fara. ➜ 1.000-4.000 manns heimsækja síðuna daglega. ■ Uppáhaldsbloggsíða: The Sartorialist.com ■ Uppáhaldstímarit: GQ Magazine ■ Hönnuður: Tom Ford ■ Tískufyrirmynd: Allir karlmenn sem bera virðingu fyrir sjálfum sér og bera klæðnað sinn með sjálfstrausti. ■ Uppáhaldsflíkin: Libertine-Libertine skyrta með pappírsbátamunstri. ■ Ómissandi í herrafata- skápinn fyrir sumarið: Munstruð stutterma- skyrta. Tom Ford í uppáhaldi MARK- MAÐUR OG TÍSKUBLOGGARI Tískubloggsíða Sindra Snæs Jenssonar, Sindrijensson. com, hefur vakið mikla at hygli en þar fjallar hann af metnaði um herratískuna. Fáðu þér áskrift 512 5100 stod2.is KRAFTAVERK Í KATALÓNÍU? Það þarf allt að ganga upp hjá Börsungum gegn Bæjurum í kvöld enda voru þeir rassskelltir í fyrri leiknum 4:0. Fylgstu með í leiftrandi háskerpu! BARCELONA BAYERN MUNCHEN Í KVÖLD KL. 18:30 F ÍT O N / S ÍA F I0 14 8 8 1 ÞORSTEINN J. OG GESTIR KL. 18:00

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.