Fréttablaðið


Fréttablaðið - 01.05.2013, Qupperneq 48

Fréttablaðið - 01.05.2013, Qupperneq 48
FRÉTTIR AF FÓLKI Mest lesið 1 Ekkjan grunuð um græsku 2 Ótrúleg heppni íþróttafréttakonu 3 Háhyrningarnir skotnir 4 Michael Jackson var forfallinn eitur- lyfj aneytandi 5 Nauðgað kvöldið fyrir heimferð VIÐ SEGJUM FRÉTTIR · SMÁAUGLÝSINGASÍMINN OG SKIPTIBORÐ: 512 5000 DREIFING: dreifing@postdreifing.is EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 512 5060 VÍSIR RITSTJÓRN 512 5313, Fax: 512 5301, ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja FRÉTTIR VIÐSKIPTI ÍÞRÓTTIR LÍFIÐ UMRÆÐAN Meiri Vísir. Kemur saman eftir hlé Hljómsveitin Moses Hightower kemur saman eftir hlé en tveir meðlima sveitarinnar eru búsettir erlendis og sá þriðji hefur verið á ferð um heiminn með stórsveitinni Of monsters and men. „Nú eru týndu synirnir hins vegar endurheimtir tímabundið og þá er ekki úr vegi að spila svolítið,“ segir Magnús Trygvason Eliassen, einn meðlima. Sveitin spilaði á Græna hattinum á Akureyri í gærkvöldi. Hún stoppaði ekki lengi fyrir norðan þar sem áætlaðir eru tónleikar á tónleika- staðnum Volta við Tryggvagötu í kvöld, miðvikudagskvöld. Upp- hitun verður í höndum Árna Vilhjálmssonar úr FM-Belfast sem ku frum- flytja nokkur lög undir lista- mannsnafninu Nini Wilson. - mlþ KAUPMÁTTUR ATVINNA VELFERÐ 1. MAÍ 2013 Í 90 ár hefur íslenskt launafólk fylkt liði í kröfu göngum í baráttunni fyrir réttlátu samfélagi. Enda þótt mikið hafi áunnist og þjóðfélagið tekið stakka skiptum er grundvallarstefið í verka lýðsbaráttu enn það sama. Við verðum að hafa atvinnu, launin okkar þurfa að skila okkur kaup- mætti, við þurfum að geta skapað fjölskyldum okkar öruggt húsnæði og velferðar þjónustan verður að vera á viðráðanlegu verði. Verðbólgan er versti óvinur launafólks. Hún skerðir kaupmátt launanna okkar og orsakar háa vexti á lánunum okkar. Óstöðugt gengi íslensku krónunnar er einn af orsakavöldum mikillar verðbólgu. Því skiptir sköpum fyrir hagsmuni launafólks að meiri festa verði í þróun á gengi krónunnar. Við höfum ekkert val, við verðum að segja verðbólgunni stríð á hendur. ASÍ óskar launafólki til hamingju með daginn og hvetur til samstöðu í aðgerðum stéttarfélaganna 1. maí. Gestur Einar Þráinn Karlsson Alli Bergdal einu sinni ÞJÓÐLEIKHÚSKJALLARINN Fös. 3. maí & Lau. 4. maí Miði.is & s: 551 1200 var Frumsýna nýtt myndband Stuðsveitin Retro Stefson frum- sýndi nýtt myndband í Bíói Paradís í gærkvöldi. Myndbandið er við eitt af vinsælum smellum sveitarinnar, Qween, sem má finna á nýjustu plötu þeirra. Það var reynsluboltinn Reynir Lyngdal sem sá um að leik- stýra myndbandinu sem var tekið upp við Esjurætur fyrr á árinu. Þorbjörg Roach og félagar hennar í hljómsveitinni gerðu hlé á tónleikaferðalagi sínu um Evrópu til að vera viðstödd frumsýningu myndbandsins. Þau hafa verið á miklu flakki undanfarnar vikur og því smá frí á Íslandi væntan- lega kær- komið. - áp

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.