Fréttablaðið - 03.05.2013, Síða 10
3. maí 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 10
Verðtryggð skuldabréf
Lánasjóðs sveitarfélaga ohf.
LSS150434
Lánasjóður sveitarfélaga ohf. kt. 580407-1100, hefur birt útgefandalýs-
ingu og grunnlýsingu dagsett 24. apríl 2013 vegna töku skuldabréfa til
viðskipta á NASDAQ OMX Iceland hf. Útgefandalýsinguna og grunn-
lýsinguna ásamt gögnum sem vitnað er til í þeim er hægt að nálgast hjá
Lánasjóði sveitarfélaga ohf., Borgartúni 30, 105 Reykjavík og á vefsíðu
Lánasjóðs sveitarfélaga ohf. www.lanasjodur.is fram til lokagjalddaga
skuldabréfanna.
Nafnverð útgáfu:
Heildarnafnverð skuldabréfanna sem óskað hefur verið að tekin verði
til viðskipta 3. maí 2013 er 949.000.000 kr. heildarnafnverð flokksins er þá
3.374.000.000 kr. Nafnverð hverrar einingar er 1 kr.
Skilmálar bréfanna:
Skuldabréfin eru verðtryggð jafngreiðslubréf. Bréfin bera fasta 3,75%
ársvexti sem greiddir eru hálfsárslega, 15. apríl og 15. október ár hvert,
í fyrsta sinn 15. apríl 2012 og í síðasta sinn 15. apríl 2034. Auðkenni
flokksins á NASDAQ OMX Iceland hf. er LSS150434 og ISIN númer
IS0000020691.
Reykjavík, 2. maí 2013.
Lánasjóður sveitarfélaga ohf.
LÖGREGLUMÁL Kópavogsbær hefur
boðað Gunnar Torfason, yfirmann
hjá Smartbílum, á fund vegna kyn-
ferðisbrota sem tvær þroskaskertar
konur hafa tilkynnt af hendi bíl-
stjóra fyrirtækisins. Smartbílar sjá
um ferðaþjónustu fyrir fatlaða
í Kópavogi,
Mosfellsbæ
og Garða-
bæ. Mað-
urinn hafði
unnið í hálft
ár hjá fyrir-
tækinu.
Arna
Schram,
upplýsinga-
fulltrúi
Kópavogs-
bæjar, segir verkferla verða
endur skoðaða vegna málanna.
„Þegar velferðarsvið fær
fyrra málið inn á sitt borð er
því strax vísað til lögreglu og
manninum er vikið til hliðar,“
segir hún. „Síðan lesum við um
hitt málið í Fréttablaðinu sem
átti sér stað í Mosfellsbæ og
því töldum við ástæðu til
að boða Gunnar á fund.“
Smartbílum barst
bréf þann 8. mars þar
sem greint var frá því
að þroskaskert kona í
Mosfellsbæ hefði orðið
fyrir kynferðisofbeldi
af hálfu bílstjóra fyr-
irtækisins. Mannin-
um var þó ekki vikið
úr starfi eða málið
tilkynnt til lögreglu,
því nokkrum
dögum síðar
var hann kærð-
ur fyrir að nauðga þroskaskertri
konu í Kópavogi. Bæði atvikin áttu
sér stað í bíl á vegum Smartbíla.
Arna segir grafalvarlegt að
ofbeldið í Mosfellsbæ hafi ekki
verið tilkynnt yfirvöldum eða
Kópavogsbæ.
Hvorki Mosfellsbær né Garða-
bær höfðu fengið vitneskju um
nein brot er varða Smartbíla þegar
Fréttablaðið hafði sam-
band.
Ásgeir Sigurgests-
son, hjá fjölskyldu-
sviði Mosfells-
bæjar, segir enga
tilkynningu um
brotið sem átti sér
stað í bænum hafa
borist honum. Hann
segir allt ferðaþjón-
ustukerfi fyrir fatlaða
vera í endurskoðun.
Bergljót Sigurbjörnsdóttir,
félagsmálastjóri Garðabæjar, sagði
að málið yrði skoðað í ljósi upplýs-
inganna, en engin mál hafi enn
komið inn á hennar borð.
Hvorki náðist í Gunnar Torfa-
son né Einar Valsson, yfirmenn hjá
Smartbílum, í gær. sunna@frettabladid.is
Yfirmaður Smartbíla
á teppið vegna brota
Smartbílar brugðust ekki við þegar tilkynnt var um kynferðisbrot starfsmanns
þeirra. Maðurinn var kærður fyrir að nauðga fatlaðri konu rúmri viku eftir að til-
kynning barst um fyrra brot. Kópavogsbær mun endurskoða ferla vegna málsins.
Þroskaskert kona í Mosfellsbæ tilkynnti yfirmanni sínum um kynferðis-
legt ofbeldi af hálfu bílstjóra síns í lok febrúar síðastliðnum. Hún sagði
manninn hafa kysst sig ítrekað, játað henni ást sína og mútað henni
með gosdrykkjum til að segja ekki frá. Samkvæmt heimildum blaðsins á
maðurinn börn og konu.
Yfirmaður konunnar sendi yfirmanni Smartbíla, Einari
Valssyni, bréf og tilkynnti um málið og hann sagðist
ætla að bregðast við. Nokkrum dögum seinna var sami
bílstjórinn kærður fyrir nauðgun á annarri þroskaskertri
konu og var honum þá sagt upp störfum hjá fyrirtækinu.
Rannsókn lögreglu á því máli miðar vel, en manninum
var sleppt að lokinni skýrslutöku.
Vitað um tvær konur í tveimur bæjum
BRAUT Á KONUM Í BÍLNUM Bílstjóri
Smartbíla braut á tveimur þroska-
skertum konum þegar hann var að
keyra þær á milli staða. Önnur kærði
hann fyrir nauðgun.
VIÐSKIPTI Hannes Frímann Hrólfs-
son er nýr forstjóri Auðar Capital.
Hann tók við starfinu af Kristínu
Pétursdóttur, sem gegnt hefur stöð-
unni frá upphafi, og er jafnframt
fyrsti karlforstjóri fyrirtækisins.
Auður Capital var stofnað af
þeim Höllu Tómasdóttur og Krist-
ínu Pétursdóttur árið 2007. Fyrir-
tækið boðaði frá upphafi nýja
nálgun í viðskiptaháttum og kenndi
sig opinberlega við kvenlæg gildi,
minni áhættusækni og öruggari
viðskiptahætti.
Spurður hvort ekki sé óheppi-
legt að fyrirtæki sem byggir á
kvenlægum gildum sé stjórnað af
karli segir Hannes svo ekki vera.
„Við vinnum vissulega eftir sömu
áherslum og hugmyndafræði og
í upphafi. En ég hafna því að það
sé endilega kvenlægt. Ég trúi því
að slík vinna geti átt jafnt við um
karla sem konur.“
Síðasta rekstrarár fyrirtækisins
var það besta í sex ára sögu þess.
Að sögn Hannesar einkenndist
það af auknum umsvifum og góðri
ávöxtun. Alls námu tekjur um 808
milljónum króna, en það er um 300
milljóna króna hækkun á milli ára.
Félagið er nú skuldlaust og nemur
eigið fé þess um 1,2 milljörðum.
Einnig hefur verið lokið við fjár-
mögnun á nýjum framtakssjóði,
Eddu.
Alls munu 30 fjárfestar leggja
sjóðnum til fé, þar með taldir
stærstu lífeyrissjóðirnir. Að sögn
Hannesar kemur Edda til með að
fjárfesta í traustum, óskráðum
fyrir tækjum á Íslandi. - mlþ
Hannes Frímann Hrólfsson er tekinn við af Kristínu Pétursdóttur sem forstjóri Auðar Capital:
Karlforstjóri byggir á kvenlægum gildum
FORSTJÓRINN Hannes Frímann Hrólfs-
son er nýr forstjóri Auðar Capital. Hann
tók við starfinu af Kristínu Pétursdóttur.
FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
ÞJÓÐGARÐAR Gjaldhlið sem í fyrra
var komið fyrir við salernin á Hak-
inu á Þingvöllum hafa verið tekin
niður. Ástæðan er ekki sú að hætta
eigi að innheimta aðgangseyri að
salernunum heldur eru þau fjar-
lægð tímabundið á meðan reist
verður tengibygging milli salernis-
húsanna tveggja.
Með tengibyggingunni á ekki síst
að mynda skjól fyrir ferðalanga
sem stundum bíða í misjöfnum
veðrum eftir að komast á salernin.
Bakveggurinn verður gegnsær
þannig að útsýni verður áfram að
Botnssúlum milli húsanna.
Áætlað er að framkvæmdum
verði lokið eftir sex vikur. Fram að
þeim tíma verður ekki rukkað þjón-
ustugjald inn á klósettin. - gar
Betrumbætur að fara í gang á salernisaðstöðunni á Hakinu á Þingvöllum:
Ekkert klósettgjald næstu vikur
OPIÐ HÚS Næstu sex vikur verður frítt
að létta á sér á salernunum á Hakinu.
FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR
VATÍKANIÐ, AP Benedikt sextándi,
fyrrverandi páfi, kom til Vatík-
ansins í gær. Þetta var í fyrsta
skipti sem hann kemur í Vatík-
anið frá því að
hann sagði af
sér embætti
páfa í febrúar.
Frans páfi
tók á móti
Benedikt í
gærmorgun.
Þeir hittust
við nýtt heim-
ili Benedikts,
sem var áður klaustur, og báðust
fyrir saman. Benedikt mun búa
þar ásamt einkaritara sínum og
fjórum konum sem aðstoða hann í
daglegu lífi.
Benedikt er sagður vera
ánægður með að vera kominn
aftur í Vatíkanið og ætlar sér að
helga líf sitt störfum við kirkjuna
áfram. - þeb
Páfinn fyrrverandi snýr aftur:
Benedikt kom-
inn í Vatíkanið
FERÐAÞJÓNUSTA
Ásbjörn kjörinn formaður
Ásbjörn Björgvinsson var kjörinn
formaður Ferðamálasamtaka Íslands
á aðalfundi samtakanna. Hann hefur
starfað innan greinarinnar um árabil.
Hann byggði upp Hvalasafnið á Húsa-
vík, var forstöðumaður Markaðsstofu
Norðurlands og er rekstrarstjóri hjá
Special tours/Sérferðum í Reykjavík.
BENEDIKT PÁFI
SPRENGIEFNI Efnin sem tollgæslan
lagði hald á og sjá má á myndinni, eru
svokölluð forefni. Með blöndun þeirra
hefði verið hægt að búa til kíló af
sprengiefni. MYND/TOLLURINN
LÖGREGLUMÁL Rannsókn á máli
þar sem tollurinn stöðvaði send-
ingu sem kom með bögglapósti
og reyndist innihalda eitt kíló af
efnum sem hægt er að nota sem
sprengiefni er lokið.
Sendingin barst til Póstmið-
stöðvarinnar á Stórhöfða frá
Bretlandi þann 18. desember
2012 og var stíluð á einstakling.
Í henni voru tveir plastpokar
með dufti í, en ekki var getið
um efnisinnihald þeirra á um-
búðum.
Tollgæslan haldlagði efnið.
Rannsókn málsins var síðan
unnin í samvinnu rannsóknar-
deildar Tollstjóra, lögreglustjór-
ans á höfuðborgarsvæðinu og
Ríkislögreglustjóra. - hó
Tollurinn stöðvaði sendingu:
Sprengiefni
fannst í pósti
MAMMA PASSAR SÍNA Svartbjarnar-
bræðurnir Kóda og Kenaí fæddust í
dýragarðinum í Berlín í janúar síðast-
liðnum. Hér sést annar þeirra rísa upp á
afturlappirnar, en bangsamamma fylgist
vel með. NORDICPHOTOS/AFP