Fréttablaðið - 03.05.2013, Side 20

Fréttablaðið - 03.05.2013, Side 20
3. maí 2013 FÖSTUDAGUR| SKOÐUN | 20 Fæst án lyfseðils Verkjastillandi bólgueyðandi Veldur síður lyfjaáhrifum um allan líkamann eins og þegar töflur eru teknar inn Sjúkratryggingar Íslands taka upp nýtt greiðsluþátttökukerfi vegna kaupa á lyfjum 4. maí nk. Nýja greiðsluþátttökukerfið bygg- ir á lögum frá Alþingi sem samþykkt voru 1. júní 2012. Markmiðið með nýja kerfinu er að auka jafnræði milli einstaklinga óháð sjúkdóm- um og að lækka lyfjakostnað hjá þeim sem þurfa að nota mikið af lyfjum. Aukið jafnræði og þak á kostnaði Það sem einkennir núgildandi greiðsluþátt- tökukerfi er að kostnaður þeirra sem nota lyf að staðaldri og þurfa á mörgum lyfjum að halda, getur orðið mjög hár vegna þess að ekki er hámark á lyfjakostnaði einstaklinga. Þá er greiðsluþátttaka Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) mismikil eftir lyfjaflokkum sem getur skapað ójafn- ræði milli einstaklinga með mismunandi sjúkdóma. Ávinningur nýja kerfisins er meðal annars: ■ Jafnræði einstaklinga eykst. ■ Komið er til móts við þá sem hafa mikil útgjöld vegna lyfja. ■ Kerfið er einfaldara en eldra kerfi. Nýja kerfið byggir á þrepaskiptri greiðsluþátt- töku þar sem hver einstaklingur greiðir hlutfalls- lega minna eftir því sem lyfjakostnaður hans eykst innan tólf mánaða tímabils. Aldraðir 67 ára og eldri, örorkulífeyrisþegar og börn og ungmenni yngri en 22 ára greiða lægri upphæðir en aðrir. Öll börn yngri en 18 ára í sömu fjölskyldu greiða sem eitt. Í fyrsta þrepi greiðir einstaklingurinn lyf að fullu upp að 24.075 kr. en ofangreindir greiða lægra gjald, 16.050 kr. Í öðru þrepi eru greidd 15% af verði lyfja og í þriðja þrepi eru greidd 7,5%. Þegar lyfjakostn- aður hefur náð ákveðnu hámarki, 69.416 kr. fyrir hærri flokkinn og 48.150 kr. fyrir lægri flokkinn, getur læknir sótt um að SÍ greiði lyf að fullu það sem eftir er af tímabilinu að uppfylltum skilyrðum vinnu- reglna SÍ. Öll lyf sem SÍ taka þátt í að greiða verða felld inn í greiðsluþrepin. Þau lyf sem SÍ taka ekki þátt í að greiða falla utan greiðsluþrepanna nema samþykkt hafi verið lyfjaskírteini fyrir viðkomandi lyfi. Lyfjaverðskrá og lyfjareiknivél eru aðgengileg á www.sjukra.is þar sem hægt er að reikna lyfjakostn- aðinn sinn og sjá hvaða lyf hafa greiðsluþátttöku SÍ. Þeir sem hafa haft mikinn lyfjakostnað greiða því almennt minna fyrir lyf í nýju kerfi. Þeir sem þurfa sjaldan að kaupa lyf munu almennt greiða meira en áður. Tólf mánaða greiðslutímabilið hefst við fyrstu lyfjakaup einstaklingsins. Ef hann kaupir t.d. lyf í fyrsta sinn 15. maí 2013 þá lýkur tímabilinu 15. maí 2014. Nýtt tímabil hefst þegar viðkomandi kaupir lyf í fyrsta sinn eftir að framangreindu tímabili lýkur. Niðurgreidd lyf munu falla inn í kerfið Ákveðin lyf hafa verið niðurgreidd að fullu af SÍ í núverandi kerfi. Þetta eru t.d. glákulyf, sykur- sýkilyf, krabbameinslyf, flogaveikilyf og lyf við Sjögren. Þessi lyf verða felld inn í kerfið með sama hætti og önnur lyf og einstaklingar taka þátt í kostnaði þeirra skv. ofangreindum forsend- um. Lyfjareiknivél reiknar út lyfjakostnað Á www.sjukra.is hefur verið opnað fyrir „lyfja- reiknivél“ þar sem hægt er að reikna út lyfjakostn- að út frá gefnum forsendum. Þeir sem vilja skoða hvernig lyfjakostnaður þróast í nýju kerfi eru hvatt- ir til að kynna sér reiknivélina. Hægt verður að skoða stöðu sína í Réttindagátt Í Réttindagátt – þjónustusíðu einstaklinga á www. sjukra.is verður hægt að sjá í hvaða greiðsluþrepi einstaklingur er staddur hverju sinni og yfirlit yfir lyfjakaup eftir að nýtt kerfi tekur gildi. Innskrán- ing fer fram með rafrænum skilríkjum, Íslykli isl- and.is eða veflykli skattayfirvalda. Úrræði vegna lyfjaútgjalda Í ákveðnum tilfellum er hægt að óska eftir því við apótek að fá lyf afgreidd í minni skömmtum. Til dæmis geta apótek afgreitt eins mánaðar skammt í einu þrátt fyrir að lyfseðill sé gefinn út fyrir þriggja mánaða skammti. Læknir getur sótt um lyfjaskírteini, að uppfyllt- um ákveðnum skilyrðum, vegna lyfja sem hafa almennt ekki greiðsluþátttöku SÍ. Sjá upplýsingar um lyfjaskírteini á www.sjukra.is. Einstaklingar sem hafa orðið fyrir miklum útgjöldum vegna læknishjálpar, lyfja eða þjálfunar geta átt rétt á endurgreiðslu á hluta kostnaðar hjá Tryggingastofnun ríkisins (TR). Þessum málaflokki var breytt nýlega og munu endurgreiðslur hækka eftir 4. maí. Upplýsingar veitir TR. Nánari upplýsingar um kerfið má fá á www. sjukra.is eða í apótekum. Hvernig virkar nýtt greiðsluþátt- tökukerfi vegna kaupa á lyfjum? Við búum á einstakri plán- etu sem okkur er kleift að lifa á vegna ýmissa þátta. Má þar til dæmis nefna að súrefnismagn er hæfilegt og hitastig innan þægi- legra marka (þó að við kvörtum nú oft yfir því). Þessir þættir eru við- kvæmir fyrir breytingum og breytingar gætu leitt til þess að aðstæður verði okkur ekki jafn ákjósan- legar. Loftslagsbreytingar af völdum gróðurhúsalofttegunda eru stað- reynd og nær daglega má sjá í fréttum umfjöllun um afleiðing- ar þeirra. Þrátt fyrir að aðstæð- ur breytist hugsanlega til batn- aðar á mörgum stöðum (margir kvarta til dæmis ekki yfir fleiri hlýjum sumardögum á Íslandi) þá eru loftslagsbreytingar hætta sem ógnar allri heimsbyggðinni. Þegar litið er á plánetuna okkar úr fjarlægð má hvorki sjá mörk né veggi sem halda breytingun- um innan afmarkaðra svæða. Við verðum því að opna augun fyrir því að loftslagsbreytingar eiga sér nú stað og finna í sameiningu lausn. Manneskjan hefur áður komið af stað ferli sem skapað hefur hættu fyrir hana og umhverfi hennar. Nægir þar að minnast á gatið í ósonlaginu og á súrt regn, sem var mikið vandamál í nágrannalöndum okkar fyrir um 40 árum. Í sameiningu náðu þjóðir að koma í veg fyrir hörmungar sem mögulega hefðu getað fylgt. Flestar þjóðir (því miður ekki allar) vinna nú að einhverju leyti að því að breyta samfélagshátt- um sínum til að draga úr áhrifum og afleiðingum loftslagsbreytinga, aðal- lega með því að draga úr losun gróðurhúsaloftteg- unda (t.d. koltvísýrings og metans) en betur má ef duga skal. Efasemdafólk Mikið er skrifað um ástæður og afleiðingar loftslagsbreytinga, en miklum tíma og orku er því miður eytt í að reyna að sannfæra efa- semdafólk um að loftslagsbreyt- ingar séu staðreynd. Þann tíma og orku mætti betur nýta í að ræða hvað við sem einstaklingar og þjóðir getum gert til að draga úr og jafnvel leysa vandamálið. Með því gætum við sett lofts- lagsbreytingar í umræðuflokk með gatinu í ósonlaginu og súrri rigningu. Íslendingar hitta oft naglann á höfuðið og má þar nefna orðtak- ið safnast þegar saman kemur. Að sjálfsögðu losa stór fyrirtæki meira af gróðurhúsalofttegund- um en einstaklingar og þurfa þar af leiðandi mörg að draga mikið úr sinni losun. Fyrirtæki eru þó mynduð af einstaklingum og því þarf hugarfarsbreytingin að hefjast þar; ef allir leggja sitt af mörkum þá mun það hafa áhrif. Þú gætir t.d. notað bílinn minna og gengið meira (með því græðir þú hreyfingu og um leið lengir þú endingartíma bílsins). Að endur- vinna er góður ávani og lítið mál að safna blöðum og plasti og skila í grenndargámana (má finna í öllum hverfum). Ef þú venur þig á þetta dregur þú úr orkunotkun (framleiðsla krefst yfirleitt meiri orku en endurvinnsla), efnisnotk- un og flutningi; sem allt losar gróðurhúsalofttegundir. Jörðin aðlagar sig tiltölulega fljótt að nýjum aðstæðum og mun hugsanlega bjóða upp á svipað loftslag aftur eftir nokkrar aldir, en það er ekki víst að við getum búið á henni á meðan hún jafn- ar sig. Hjálpumst að við að leysa loftslagsvandamálið og viðhalda þeim loftslagsaðstæðum sem okkur er kleift að lifa við. Endurvinnsla: Safnast þegar saman kemur HEILBRIGÐIS- MÁL Heiðar Örn Arnarson Kynningarfulltrúi hjá Sjúkratryggin- gum Íslands ➜ Nýja kerfi ð byggir á þrepaskiptri greiðsluþátttöku þar sem hver ein- staklingur greiðir hlutfallslega minna eftir því sem lyfjakostnaður hans eykst innan tólf mánaða tímabils. Aldraðir 67 ára og eldri, örorkulífeyr- isþegar og börn og ungmenni yngri en 22 ára greiða lægri upphæðir en aðrir. Öll börn yngri en 18 ára í sömu fjölskyldu greiða sem eitt. LOFTSLAG Helga María Heiðarsdóttir doktorsnemi í jökla- fræði ➜ Manneskjan hefur áður komið af stað ferli sem skapað hefur hættu fyrir hana og umhverfi hennar. Nægir þar að minnast á gatið í ósonlaginu og á súrt regn, sem var mikið vanda- mál í nágrannalöndum okkar fyrir um 40 árum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.