Fréttablaðið - 03.05.2013, Side 34

Fréttablaðið - 03.05.2013, Side 34
FRÉTTABLAÐIÐ Góð ráð fyrir heimilið. Heilsa og hollusta. Spjörunum úr og Helgarmaturinn. 8 • LÍFIÐ 3. MAÍ 2013 1 Einföld ljósasería gefur stemningu þegar rökkva tekur. 2 Mottur, pullur, blóm, luktir og gömul húsgögn setja sjarma sinn á þessar svalir. 3 Eins og sjá má hér þarf ekki alltaf stór rými til að skapa stemmningu. 4 Gaman er að slá upp veislu á pall-inum með öllu tilheyrandi þegar vel viðrar. Partýborðar, litríkt skraut og falleg glös og þá er allt klárt. 5 Tilvalið er að setja viðarflísar á sval-irnar til að losna við steypt gólfið og gefa því um leið hlýlegri stemningu. 6 Falleg en einföld blómaskreyting fyrir veislu í garðinum. 1 3 5 2 4 6 Dagurinn er farinn að lengjast, veðrið fer hlýnandi og samhliða því ver fjölskyldan meiri tíma í garðinum. Það er ekki skilyrði að hafa stóran garð til þess að búa til skemmtilegt og notalegt útisvæði. Hægt er að breyta til að mynda litlum svölum í huggulegan garð með fallegum garð- húsgögnum og smá gróðri. Einnig gefa luktir fallegan svip þó svo að birtan af þeim nýtist ekki svo mikið á björtustu sumarnóttunum. Með hlýju og góðu teppi ertu í frábærum málum í fallegum garðinum fram á nótt. Hér má sjá nokkur dæmi um flottar útfærslur á smærri úti- svæðum. HEIMILI SKAPAÐU ÞINN EIGIN GARÐ Maímánuður er hafi nn og er því ekki úr vegi að fara að dusta rykið af garðhúsgögnunum. Sandra Dís Sigurðardóttir innanhúsarkitekt Uppáhalds MATUR Sushi (djúsí – fushion) og eldbökuð pitsa. DRYKKUR Chilli Mojito – svo var ég að uppgötva Súkkulaðimjólkina, mmm… VEITINGAHÚS Sushi Samba. TÍMARIT Ekkert sérstakt í uppáhaldi, les mikið slúður og viðurkenni að það er ekki bara vegna vinnunnar en annars elska ég góð og djúsí matartímarit og -blogg. VEFSÍÐA Forever21.com og yr.no þar sem ég er eins og fleiri Íslendingar, alltaf að spá í veðrinu og vonast eftir betra veðri. VERSLUN Ég er matvöruverslanasökker og veit ekkert betra en að eyða góðum tíma í t.d. Ralphs í Bandaríkjunum þar sem ALLT er til og nóg af ruslfæði en Kostur og amerískir dagar í Hagkaupum gera það fyrir mig hér heima. HÖNNUÐUR Ég er skósjúk svo ætli ég segi ekki Jimmy Choo og læt mig dreyma um að einn daginn… HREYFING Dans, dans og enn meiri DANS DEKUR Gott en örlítið harkalegt nudd sem tekur vel á, potturinn eftir á, hvítvín, súkkulaðirúsínur og hnetur, góð tónlist og slökun. Stundum er bara nauðsynlegt að læra að elska sjálfan sig áður en maður fer að deila lífinu með ein- hverjum öðrum.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.