Fréttablaðið - 03.05.2013, Síða 36

Fréttablaðið - 03.05.2013, Síða 36
FRÉTTABLAÐIÐ Heilsa og hollusta. Spjörunum úr og Helgarmaturinn 10 • LÍFIÐ 3. MAÍ 2013 Maski Hvernig kom þessi síða til hjá þér? Ég hef verið að þjálfa í tíu ár og þessi snjóbolti hefur bara þróast samhliða því og stækkað. Á síð- una set ég inn hugmyndir og fróðleik sem hvetur fólk til að taka fyrsta skrefið í átt að betri heilsu. „BYRJA STRAX“. Við þurfum öll á hrósi að halda og nærumst á því. Enda- laus hvatning er það sem kemur okkur á leiðar enda með bros á vör! Hefurðu alltaf haft áhuga á heilsu og mat? Ofvirkur íþrótta- og matarfíkill er góð lýs- ing á mér. Ég var í öllum íþróttum sem hugs- ast gat á Ólafsfirði þar sem ég ólst upp, en þó allra helst skíðagöngu og fótbolta. Ég er þekkt fyrir að geta borðað mikið og elska mat, gef víst frá mér stunur þegar ég borða sem ég heyri ekki sjálf. Á tímabili liðu fimm ár þar sem ég hætti nánast allri hreyfingu en hélt áfram að borða og þyngdist því um 25 kíló, takk fyrir mig. Eftir að hafa tekið mig í gegn eftir þennan tíma og upplifað andlegu vellíðanina sem fylgdi þeim lífsstílsbreytingum ákvað ég að byrja að hjálpa öðrum. Er fólk duglegt að leita til þín eftir ráðum? Þetta er 150% starf hjá mér að sinna þeim sem til mín leita, já. Best í heimi er að hjálpa öðrum og á sama tíma mikil hvatning fyrir mig. Á síðustu árum hefur orðið mikil vakn- ing. Heilsa, hreyfing og hollt mataræði er okkur mikilvægt. Það getur ekki verið annað en jákvætt fyrir allt og alla að fylgjast með mér, eða hvað? Áttu þér sjálf einhvern uppáhaldsmat? Allur fiskur er í uppáhaldi. Ég er alin upp við það þar sem fjölskyldan var með útgerð. Mér líður alltaf vel eftir að ég borða fisk og hann er hægt að matreiða á allan hátt! Lax, sætar kartöflur og gott salat verður oft fyrir valinu þegar ég dekra við mig. Hvernig heldurðu þér í formi í dag? Ég hugsa vel um næringuna sem ég fæ úr matnum, tek lýsi og vítamín. Ég hreyfi mig nánast alla daga. Ég neyði mig ekki í ákveðna hreyfingu heldur geri ég það sem mig langar að gera. Einmitt núna er það að lyfta, hlaupa, synda, ganga á fjöll, hjóla og stunda jóga. Ég elska náttúruna, súrefnið og sólina og reyni að vera sem mest úti. Hvernig dekrar þú við þig? Ég geri alltof lítið af því en kósýstund heima, kertaljós, freyðibað, tón- list og eitt rauðvínsglas klikk- ar aldrei. Svo set ég á mig „home made“ maska og ég fer í nudd einu sinni í mán- uði. Einnig fer ég í göngu- túra meðfram sjónum á Álftanesinu þar sem ég bý, dásamlegt í hvaða veðri sem er! Hvað er það mikilvæg- asta til ná árangri að þínu mati? Við höfum öll þörf fyrir að vera elskuð, að elska og hafa tilgang í lífinu. Við þurfum stuðn- ing, traust, kærleika og fé- lagsskap frá vinum og fjöl- skyldu. Ef við missum þessa þætti þá gæti heilsunni hrakað. Munum svo að hinn gullni meðalvegur hefur reynst flestum best. HEILSA ENDALAUS HVATNING KEMUR OKKUR Á LEIÐARENDA Telma Matthíasdóttir þjálfari heldur úti heimasíðunni www.fi tubrennsla.is. Þar leiðbeinir hún fólki við að ná betri heilsu með hreyfi ngu og næringu. Lífi ð spjallaði við þessa lífsglöðu konu um mataræði, æfi ngar, leiðina að árangri og margt fl eira fróðlegt og skemmtilegt. Telma leggur mikið upp úr því að hreyfa sig utan dyra. Heimagerður maski úr ís- skápnum að kvöldi og morgun- matur daginn eftir! Maskinn ½ lítið avókadó ½ lítill banani 1 eggjarauða Maukað vel saman Borið á andlitið Þvo af eftir 10 mínútur Morgunmaturinn ½ lítið avókadó ½ lítill banani 1 egg og 1 hvíta 1 dl haframjöl 1 tsk. kanill 6 dropar stevía Blanda öllu saman Steikja á pönnu Gott að nýta strax hinn helminginn af banan- anum, avókadóinu og eggjahvítunni. Nokkur góð ráð frá Thelmu: ■ Njóttu þess að borða uppáhalds- matinn þinn. Það er hægt að klæða hvaða mál- tíð sem er í hollustubún- ing, og borða rétta magnið. Við þurfum ekki að borða 9“ pitsu ein þegar hálf er alveg nóg. ■ Njóttu þess að borða heima. Þegar við matreiðum sjálf vitum við hvað við erum að setja ofan í okkur og stjórnum á sama tíma betur magni og gæðum. Einnig spörum við tíma og peninga. Látum ekki aðra stela af okkur heilsunni og peningunum. ■ Borðaðu oft og lítið í einu. Maginn okkar er eins og krepptur hnefi á stærð, og þess vegna þarf ekki stóra máltíð til að seðja hungrið. Rannsóknir hafa margsinnis sýnt fram á það að fólk sem borðar 4-5 sinnum á dag grennist eða er grannt. Ein- faldara getur það ekki verið, borða minna! ■ Prótein í hverri mál- tíð. Prótein gefur góða fyllingu og vöðvunum okkar næringu. Hvað þýðir það á okkar tungumáli? Jú, við verð- um södd lengur og vöðvarnir verða virkari og brenna meiri orku. Úr nógu er að velja; kjúk lingur, fiskur, egg, kjöt, skyr, hnetur, ostur, mjólk, kjötálegg, prótein- drykkir og svo margt fleira. MÁNUDAGSKVÖLD KL. 21:40 VALDATAFLIÐ ER HAFIÐ Þriðja serían um hið magnaða valdatafl í Westeros. Þátturinn er sýndur á Íslandi og í Bandaríkjunum með nokkurra klukkustunda millibili. F ÍT O N / S ÍA Fáðu þér áskrift | 512 5100 | stod2.is „Á tímabili liðu fimm ár þar sem ég hætti nán- ast allri hreyf- ingu en hélt áfram að borða og þyngdist því um 25 kíló,“ segir Telma.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.