Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.05.2013, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 30.05.2013, Qupperneq 2
30. maí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 SJÁVARÚTVEGSMÁL Íslendingar lýsa yfir áhyggjum vegna aukinna veiða Færeyinga úr norsk-íslenska síldarstofninum. Tvíhliða fundur Íslands og Fær- eyja var haldinn á mánudag vegna veiða á síld á árinu 2013. Á fundinum, sem haldinn var að ósk Færeyinga, áréttuðu fulltrúar Íslands afstöðu sem komið hafði verið á framfæri í bréfi til færeyskra stjórnvalda: að þreföldun hlutdeildar Færeyinga sé óviðunandi fyrir íslenska hagsmuni. Færeyingar gerðust ekki aðilar að samkomulagi strandríkja í janúar og settu sér einhliða kvóta upp á 105.000 lestir. Það svarar til 17% af heildarveiði ársins sem er 619.000 lestir, samkvæmt ráðgjöf Alþjóða hafrannsóknaráðsins. Þetta er þreföldun hlutdeildar Færeyinga. Til samanburðar er hlutur Íslands 14,51% og nema heimildir íslenskra skipa tæplega 90.000 lestum. Norsk-íslenski síldarstofninn hefur minnkað um meira en helming á síðustu fjórum árum, en nýliðun hefur verið afar slök. Samkvæmt gildandi aflareglu nálgast stærð hrygningarstofnsins þau gátmörk þar sem draga þarf verulega úr veiðiálagi til að forða hruni í stofninum. - shá Íslensk stjórnvöld telja einhliða síldarkvóta Færeyinga óviðunandi: Þungar áhyggjur af síldarstofni Í HÖFN Síld- og makrílveiðar eru næstu verkefni uppsjávar- veiðiflotans. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKAR MENNING Jón Þór Birgisson, betur þekktur sem Jónsi í hljómsveitinni Sigur Rós, hefur fest kaup á húsi Sögufélagsins í Fischersundi í Reykjavík. Hyggst hann gera húsið upp og sinna þar tónsmíðum og annarri menningar- framleiðslu, eins og segir í skrifum Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Sögufélagsins. á heimasíðu félagsins. Guðni segir frá því að stjórn Sögu félagsins hugnist vel að Jónsi hafi keypt húsið, enda verði því vel sinnt og þar verði áfram líflegt starf þó að félagið hverfi á braut. Sögufélagið flutti aðsetur sitt fyrir rúmu ári, úr húsi félagsins í Skeifuna, þar sem það deilir húsnæði með Hinu íslenska bók- menntafélagi. Ekki hafði tekist að leigja húsið eftir að bókaforlagið Sögur sagði upp leigunni. Guðni segir að með sölu hússins ljúki um tveggja áratuga kafla í sögu félags- ins, en um alllangt skeið var húsið orðið Sögufélaginu þungt í skauti. Nú, með sölu hússins, gefst hins vegar færi á að laga skuldastöðu félagsins, sem í framhaldinu mun leggja áherslu á útgáfu rita um sögu og sagnfræði, sem er megin hlutverk félagsins. - shá Áfram verður líflegt listastarf í sögufrægu húsi í Fischersundi í Grjótaþorpinu: Jónsi í Sigur Rós kaupir hús Sögufélagsins JÓNSHÚS Framtíðarvettvangur listamanns- ins er hið fallegasta hús. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON UTANRÍKISMÁL Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra fundaði í gær með Sauli Niinistö, forseta Finnlands. Þeir ræddu um stöðu efnahagsmála á Íslandi og í Finnlandi, svo og á alþjóða- vettvangi, en forseti Finnlands var fjármálaráðherra landsins eftir efnahagslægð þar í lok níunda áratugar síðustu aldar. Einnig ræddu þeir um sam- starf landanna á ýmsum sviðum og kynnti forsætisráðherra þá auknu áherslu sem ríkisstjórnin hyggst leggja á samstarf á nor- rænum vettvangi. - hmp, shá Forseti Finnlands á landinu: Ræddu stöðu efnahagsmála SPURNING DAGSINS Íslandsvinur forðast ferðamannastaðina Hollenskur verkfræðingur hefur komið til Íslands til að njóta náttúrunnar í 22 ár. Hann segir verra að vera ferðamaður á Íslandi nú en árið 1991 vegna túristafjölda. TILBÚINN Í ALLT Fred segist ekki hafa verið kalt á ferðum sínum um landið núna í maí. „Það er samt búið að vera hvasst og það hefur verið pirrandi.“ FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓLK Fred van Pie, verkfræðingur frá Hollandi, segist forðast fjöl- sóttustu ferðamannastaði lands- ins á mörgum ferðum sínum um landið. Hann hefur komið hingað árlega síðan 1991, búið í tjaldi og gengið á fjöll. „Ég sæki í kyrrðina og get verið einsamall dögum saman á fjöllum,“ segir Fred, sem var að borða morgunmat á tjaldstæðinu í Laugardal þegar blaðamaður hafði upp á honum. Hann gisti þar í fyrrinótt eftir að hafa gengið á fjöll frá Borgarfirði eystra. „Ég kem einu sinni á ári, tvisvar ef yfirmaður minn leyfir.“ Fred segist vera fyrr á ferðinni í ár en vanalega vegna þess að hann langaði að ganga Laugaveginn inn í Landmannalaugar áður en vegir þangað opna. Á þann vinsæla stað er hann hættur að fara á háanna- tíma. „Það er of mikið af fólki. Ég kem hingað til að njóta kyrrðar- innar.“ Á ferðum sínum hefur Fred lent í ýmsu. Í fyrra tók hann sér þrjá mánuði í að ganga frá Hornbjargi að Gerpi, þvert yfir Ísland, í júlí og fram í september. „Það er hægt að gera þetta á mun skemmri tíma en ég vil geta stoppað nokkrar nætur á fallegum stöðum og notið.“ Skemmst er að minnast þess óveðurs sem gekk yfir norðaustur- hluta landsins í september í fyrra. Fred fór ekki varhluta af veðrinu enda staddur norðan Vatnajökuls þegar það gekk yfir. „Ég vaknaði í skálanum og sá að það snjóaði en lagði af stað þó að ég hefði verið varaður við. Það var skemmtileg upplifun,“ segir hann og glottir. Spurður hvort það sé betra að vera ferðamaður núna eða fyrir tuttugu árum segir hann afdráttar laust þá. „Það er bara of mikið af fólki.“ birgirh@frettabladid.is Fred ekur breyttum Suzuki-smájeppa á Íslandi. Bílinn flytur hann til landsins á hverju ári og ferðast. Þess á milli stendur bíllinn í heimreiðinni í Hollandi. „Ég keypti hann árið 2002 og hef látið breyta honum talsvert. Þegar maður sér stóru bílana hérna fær maður minnimáttarkennd,“ segir hann og bætir við að hann kunni ekki við að aka, því skilji hann bílinn frekar eftir og gangi á fjöll. Flytur bílinn með sér frá Hollandi Heilsuborg ehf Faxaf Reykjavík www.heilsuborg.is Góð leikfimi fyrir allar konur sem vilja styrkja sig og líða betur. Skráðu þig núna í síma 560 1010 eða á mottaka@heilsuborg.is var í viku (4 vikur) Mán., mið. og fös. kl. 16:30 Hefst 5. júní Þjálfari: Inga María Verð kr. 14.900.- Tvisvar í viku (4 vikur) Hefst 6. júní Þjálfari: Árndís Hulda Verð kr. 12.900.- Vertu með í Verður ekki að finna góða lendingu í þessu máli? „Jú, það er algjört möst. Annars fer allt í háaloft.“ Felix Bergsson er afar ósáttur við fyrirhugaða uppsetningu á átta háum flugmöstrum í Vesturbænum þar sem hann er búsettur. Möstrin eiga að koma í veg fyrir slys í lendingu flugvéla við Reykjavíkurflugvöll. HEIMSMET Hin 48 ára gamli Valery Rozov stökk í gær 7.220 metra niður af norðurhlíð Everest-fjalls í fallhlíf. Með þessu setti hann heimsmet í fallhlífastökki af hæsta tindi. Þetta kemur fram á news.co.au. Skipulagning stökksins tók rúmlega tvö ár og fór mestur tími í að hanna sérstakan vængjastökkgalla. Það tók hann svo svo fjóra daga að komast á stökkstaðinn á Everest. Rozov sveif í rúma mínútu áður en hann opnaði fallhlífina og lenti í heilu lagi rúmum kílómetra neðar. - þþ Rússneskur ofurhugi sveif ofan af hæsta tindi heims: Stökk af Everest og setti met STOKKINN Rozov stökk í tilefni þess að í gær voru liðin 60 ár síðan mönnum tókst að klífa Everest-fjall, hæsta fjall heims, í fyrsta sinn. NORDICPHOTOS/AFP FJÁRMÁL Matsfyrirtækið Moody‘s lækkaði skuldatryggingarálag bandaríska álrisans Alcoa niður í ruslflokk í gær. Ástæðan er linnulaus verðlækkun áls á alþjóðlegum mörkuðum í kjölfar offramboðs. Frekari lækkun er þó talin ólíkleg á næstunni, að sögn matsfyrirtækisins, eins og segir í frétt Bloomberg. Í fréttinni er vitnað í tilkynn- ingu frá fyrirtækinu þar sem segir að ákvörðun Moody‘s hafi ekki áhrif á stefnumörkun fyrir- tækisins fyrir árið 2013. - shá Skuldatryggingarálag í ruslið: Álverðið tekur toll hjá Alcoa
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.