Fréttablaðið - 30.05.2013, Qupperneq 6
30. maí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 6
1. Hvaða viðbót við Reykjavíkurfl ugvöll
telur Felix Bergsson skemma fyrir útivist?
2. Hvaðan voru 27 útlendingar sem
fengu ekki landvist hér og fl ogið var með
utan í fyrradag?
3. Hvaða orkugjafa er nú verið að skoða
með þarfi r Grímseyinga í huga?
SVÖRIN
1. Lendingarljós við Ægisíðu. 2. Króatíu.
3. Við.
FÓLK Fréttir af brottvísun 27 Króata
sem fluttir voru úr landi í fyrradag
vekja sterk viðbrögð meðal almenn-
ings. Viðhorf Íslendinga í málinu
má meðal annars lesa af Facebook-
athugasemdum á Vísi við frétt af
forsíðu Fréttablaðsins.
„Í gær tók ég viðtal við mann
sem kom hér til Svíþjóðar sem
ungur flóttamaður frá Króa-
tíu. Hann hafði menntað sig upp
að fullu og cv-ið hans var ekkert
nema sigrar. Svo sé ég myndir af
drengnum sem var sendur heim
aftur til Króatíu frá Íslandi í gær.
Á Íslandi hefði hann getað allt. Í
heimalandinu eru tækifærin fá.
Ég skammast mín fyrir að vera
Íslendingur í dag,“ skrifaði Brynj-
ólfur Erlingsson.
Kona sem kallar sig Hröbbu
Litlu Jóhannesdóttur kvaðst finna
til með fólkinu. „Þau eru að leita að
betri lífi annars staðar, reyna að
fá gott líf fyrir börnin sín. Myndi
gera það sama ef ég myndi lenda í
þeirri stöðu. Vona það besta fyrir
þessar fjölskyldur,“ sagði Hrabba.
Að sögn Guðna Harðar er málið
þjóðarskömm og „loðið af útlend-
ingahatri“. Hann spurði hvort ekki
hefði mátt nota þær átta milljónir
króna sem þotan út kostaði ríkið
til að koma Króötunum fyrir hér.
„Þetta eru ofsóknir af verstu sort.
Mér verður óglatt,“ skrifaði Guðni.
Ósk Magnúsdóttir í Noregi sagði
málið sorglegt. „Hvað gengur
stjórnvöldum til?“ spurði Ósk.
Gunnar Róbert Guðjónsson gerði
athugasemdir við það sem hann
nefndi „rétthugsanakomment“: „Já,
já. Fyllum bara landið af alls kyns
liði og endum svo sem minnihluta-
hópur í eigin landi eftir 50 eða 100
ár. Það er svona svipað dæmi eins
og með Kosovo og Serbíu,“ skrifaði
Gunnar og lét brosmerki fylgja.
„Í sumar gengur Króatía í
Evrópu sambandið og þá hefur
fólkið fulla heimild til að starfa hér
og búa. Eitthvað eru þetta undar-
legar aðgerðir verð ég að segja,“
sagði Sigmar Þormar og óskaði
eftir fleira fólki til Íslands og meiri
fjölbreytni í mannlífið.
J. Inga Kjartansdóttir sagði á
sama tíma og hún gerði sér grein
fyrir að við gætum ekki tekið við
öllum flóttamönnum sem koma til
landsins fyndi hún mikið til með
þessum fjölskyldum. „Vona svo
sannarlega að úr rætist hjá þeim.
Ætla mér ekki að dæma hvort
ákvörðunin sé rétt eða röng þar
sem ég bara þekki ekki nógu vel til
en ég fæ í hjartað þegar ég hugsa
til þeirra og fólks í þeirra stöðu,“
skrifaði hún.
Sólveig Sigurðardóttir tók undir
með J. Ingu. „Ég er nú með svo lítið
hjarta að ég grét við þessa mynd í
Fréttablaðinu,“ skrifaði Sólveig.
„Vá, það láku tár hjá mér,“ sagði
Guðrún Fanney Einarsdóttir og Vil-
mundur Aðalsteinn Árnason reyndi
að hugga hana. „Við getum ekki
bjargað öllum heiminum Gugga
mín,“ sagði Vilmundur. „Ég veit,“
svaraði Guðrún. „Ég vildi það samt.“
Katrín Mörk Melsen kvaðst vilja
sækja litla drenginn sem var á for-
síðumynd Fréttablaðsins. „Rétt er
það að við getum ekki bjargað öllum
heiminum en gott að við reynum að
heyja þessar baráttur engu að síður.
Ég segi það fyrir mitt leyti, annars
væri ég ekki hér á landi og að öllum
líkindum dauð!“ upplýsti Katrín.
„Þessar fjölskyldur eru víst fjarri
því að vera allur heimurinn. Okkur
gafst tækifæri til að hjálpa þeim
en...,“ benti Anna María Sverris-
dóttir á. gar@frettabladid.is
Gráta brottreknu Króatana
Margir taka nærri sér örlög króatísku fjölskyldnanna sem fengu ekki hæli hérlendis og voru sendar úr landi í
fyrradag. Ekki er rétt að Króatar öðlist sjálfkrafa rétt til að flytja hingað er land þeirra gengur í ESB 1. júlí.
FRÉTTABLAÐIÐ Í GÆR Útlendingastofnun telur fjölskyldur sem segjast ofsóttar
í Króatíu vegna serbnesks uppruna njóta fullra réttinda í heimalandinu og
neitaði þeim um hæli hér.
Króatarnir sem synjað var um landvistarleyfi hérlendis og sendir utan í
fyrradag geta ekki komið til Íslandsdvalar og starfa hér um leið og land
þeirra verður formlegur aðili að Evrópusambandinu.
„Króatía verður ekki sjálfkrafa aðili að EES-samningnum við aðild
að ESB hinn 1. júlí næstkomandi heldur þarf að semja um skilmála og
skilyrði fyrir aðild að EES,“ segir í svari utanríkisráðuneytisins við fyrir-
spurn Fréttablaðsins, og upplýsir að gera megi ráð fyrir að þessu ferli
ljúki fyrir lok þessa árs.
„Þess skal og getið að gera má ráð fyrir að samningurinn muni, í
líkingu við fyrri samninga af sama tagi, innihalda ákvæði um heimild
íslenskra stjórnvalda til að fresta tímabundið gildistöku regluverks EES
um frjálsa för fólks. Slíkt ákvæði er einnig að finna í samningi Króatíu
um aðild að ESB,“ segir utanríkisráðuneytið.
Þarna er vísað í undanþáguákvæði sem Ísland nýtti til að fresta því
að Búlgarar og Rúmenar fengju atvinnuréttindi hér við inngöngu þess-
ara landa í Evrópusambandið í ársbyrjun 2007. Slík undanþága getur
gilt í allt að sjö ár.
Ekki sjálfkrafa til Íslands með ESB-aðild
Vá, það láku tár
hjá mér.
Guðrún Fanney Einarsdóttir
lesandi Fréttablaðsins
ÍRAN, AP Khamení æðstiklerkur
í Íran segist ekki styðja neinn
forsetaframbjóðanda fram yfir
annan í komandi kosningum. Ljóst
er að valdaskipti verða í landinu
eftir kosningarnar því Mahmoud
Ahmadinejad sækist ekki eftir
endurkjöri.
Khamení sagðist í sérstakri
sjónvarpsútsendingu í Íran ekki
hygla neinum sérstökum fram-
bjóðanda í kosningunum 14. júní.
Allir þeir sem fá að bjóða fram
eru hliðhollir æðstaklerknum
því hinir, miðjumenn og umbóta-
sinnar, voru dæmdir óhæfir. - bþh
Khamení æðstiklerkur í Íran:
Heldur ekki
með neinum
RÁÐGJAFI ÆÐSTAKLERKSINS Ali
Akbar Velayati er í framboði. Hann
hefur verið ráðgjafi Khamenís.
NORDICPHOTOS/AFP
SVÍÞJÓÐ Rólegra er nú í fangels-
inu Tidaholmsanstalten í Svíþjóð
eftir að 15 til 20 fanganna hafa
fengið meðferð við ADHD, það er
ofvirkni og einbeitingarskorti.
Á fréttavef sænska ríkis-
útvarpsins er haft eftir geð-
lækninum Harald Nilsson að tak-
markið sé að bjóða slíka meðferð í
öðrum fangelsum.
Það er mat hans að mikil þörf sé
á rannsóknum á því hvort fangar
séu með ADHD. Nilsson tekur
það fram að til þess að meðferðin
gagnist þurfi jafnframt að huga að
úrræðum eftir að fangavist lýkur.
- ibs
Góður árangur af meðferð:
Fangar með
ADHD rólegri
IÐNAÐUR Íslenski sjávarklasinn og danski
klasinn Offshore Energy hafa ákveðið að
auka samstarf fyrirtækja í klösunum tveimur
um eflingu þekkingar og samstarfs í sam-
bandi við uppbyggingu olíu- og gasiðnaðarins
á Grænlandi. Með samstarfinu verður stefnt
að því að nýta þekkingu danskra fyrirtækja
á sviði olíuiðnaðarins og reynslu íslenskra
fyrirtækja á margháttaðri starfsemi á Græn-
landi.
Lögð er rík áhersla á það af beggja hálfu að
vinna í nánu samstarfi við grænlensk fyrir-
tæki og stofnanir og reyna með samstarfinu
að efla þríhliða samskipti í uppbyggingu og
þróun grænlenska olíu- og gasiðnaðarins.
Danski klasinn, sem hefur innan sinna
vébanda yfir 270 fyrirtæki og stofnanir, og
þar á meðal nær öll stærstu fyrirtæki Dan-
merkur á þessu sviði, hefur starfrækt syst-
urklasa á Grænlandi sem nefnist Offshore
Greenland og ætlunin er að verði jafnframt
samstarfsaðili.
„Það eru mögulega mikil tækifæri í upp-
byggingu olíu- og gasiðnaðarins á Grænlandi
og við Íslendingar getum nýtt okkar reynslu
af verkefnum á norðlægum slóðum,” segir
Þór Sigfússon, framkvæmdastjóri Íslenska
sjávarklasans. - shá
Íslenski sjávarklasinn í samstarf við Dani vegna verkefna á Grænlandi:
Efla samstarf vegna olíuiðnaðar
GRÆNLAND Ýmsir sjá mikil tækifæri í iðnaði á Græn-
landi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ókna á Landspítalanuýmsa þvagfærasjúkdóma, m.a. þeirra
FÓLK „Þetta er fólk sem horfir upp á að börnin þeirra glata öllum tæki-færum,“ segir Katrín Oddsdóttir lögmaður, talsmaður tveggja fimm manna fjölskyldna frá Króatíu sem fluttar voru úr landi í gær.Alls var 27 manns frá Króatíu vísað úr landi en 23 úr þremur fjöl-skyldum urðu eftir þar sem kon-urnar hafa ekki króatískt ríkisfang.Katrín segir fólkið flest af serb-neskum uppruna og hafa flúið mis-
munun og áreiti í Króatíu. „Þeim fannst alltaf eins og að ef þau gætu sýnt einhvern veginn fram á að þau væru engar afætur þá gætu þau kannski fengið að vera,“ segir Katrín. Fólkið sé vonsvikið og hafi selt aleiguna fyrir Íslandsferðina. „Önnur fjölskyldan átti fjórar kýr og seldi þær að lokum allar frá sér í örvæntingu til að komast hingað. Ég held að enginn leiki sér að því að gerast flóttamaður.“ - gar sjá síðu 8
Brostnar vonir þegar 27 flóttamenn voru fluttir í lögreglufylgd til Króatíu:Kýrnar seldar fyrir von á Íslandi
hana aftur til Króa-
FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
Önnur fjölskyldan átti fjórar kýr og seldi þær að lokum allar frá sér í örvæntingu til að komast hingað. Ég held enginn leiki sér að því að gerast flóttamaður.
Katrín Oddsdóttir
lögmaður
VEISTU SVARIÐ?