Fréttablaðið - 30.05.2013, Síða 12

Fréttablaðið - 30.05.2013, Síða 12
30. maí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 12 Porsche Cayenne (GU996) 3,2i 250 hö bensín sjálfsk. 4x4 Skráður 12.2005. Ek. 115.000 km. Verð: 3.090.000 kr. Afsláttur: 400.000 kr. Sumartilboð: 2.690.000 kr. Mitsubishi Montero (ZL503) 3,8i 214 hö bensín sjálfsk. 4x4 Skráður 4.2004. Ek. 154.000 km. Verð: 1.690.000 kr. Afsláttur: 400.000 kr. Sumartilboð: 1.290.000 kr. Söludeildir Brimborgar eru opnar virka daga frá kl. 9-17 og frá kl. 12-16 á laugardögum Toyota Land Cruiser VX (NG804) 4,0i 250 hö bensín sjálfsk. 4x4 Skráður 9.2005. Ek. 197.000 km. Verð: 3.690.000 kr. Afsláttur: 700.000 kr. Sumartilboð: 2.990.000 kr. Ford Escape Ltd. AWD (JLJ27) 3,0i 200 hö bensín sjálfsk. Skráður 3.2008. Ek. 90.000 km. Verð: 2.790.000 kr. Afsláttur: 500.000 kr. Sumartilboð: 2.290.000 kr. Ssangyong Rexton (YNG80) 2,7 DI 186 hö dísil sjálfsk. 4x4 Skráður 7.2009 Ek. 83.000 km. Verð: 4.290.000 kr. Afsláttur: 500.000 kr. Sumartilboð: 3.790.000 kr. Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 8, sími 515 7040 Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6 , sími 515 7000 Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími 515 7050 Ford Expl. XLT Sport (ZGK29) 4,0i 214 hö bensín sjálfsk. 4x4 Skráður 11.2007. Ek. 76.000 km. Verð: 3.280.000 kr. Afsláttur: 590.000 kr. Sumartilboð: 2.690.000 kr. SAMFÉLAGSMÁL „Verkefnum björgunar sveita hefur fjölgað gríðar lega undanfarin ár,“ segir Hörður Már Harðarson, for- maður Slysavarna félagsins Lands bjargar, landssamtaka björgunar sveita og slysavarna- deilda á Íslandi. Hann segir fjölg- un ferðamanna, strandveiðar og vont veður skýra fjölgunina. Útköll vegna norðurljósaferða „Við höfum verið að eltast við ótal ferðamenn í norðurljósaferðum í vetur svo dæmi séu tekin. Veðrið kemur ferðamönnum stöðugt á óvart,“ segir Hörður. Björgunar- sveitir hafa líka staðið í ströngu undanfarin sumur. Hálendis- vaktin var sett á laggirnar árið 2006 og hefur aðgerðum á hálend- inu fjölgað mikið síðan, þær fóru úr 622 sumarið 2010 í 1917 árið 2012. „Okkur óraði ekki fyrir því þegar við byrjuðum á hálendis- vaktinni að verkefnin yrðu svona mörg,“ segir Hörður, sem segir fjölgun ferðalanga á hálendinu skýra annríki björgunar sveitanna. „Það hefur alltaf verið hlut- verk björgunarsveita að sinna slysavörnum og menn sameinuð- ust í því að gera landið öruggt til heimsóknar en hefur kannski þró- ast út í það að við séum að bjarga fólki upp úr brunnum í stað þess að byrgja þá,“ segir Hörður. Hann segir fræðslu til ferðamanna lyk- ilatriði. „Stór hluti af sjarman- um við Ísland er hve náttúran er ósnortin en það þýðir auðvitað að enginn er til aðstoðar ef ferða- langur í óbyggðum lendir í vanda. Og vandamálið er að einföld atriði eins og lokaður vegur eða ófærð skila sér oft ekki til ferðamanna.“ Hörður segir ljóst að niður- skurður til löggæslu skýri að hluta til aukið álag á björgunar- sveitir. „Það verður að horfast í augu við þá staðreynd og líka að vera ljóst að við getum ekki sinnt löggæslu, það er ekki okkar hlut- verk.“ Tekjuskerðing vandamál Á sama tíma og útköllum hefur fjölgað hafa tekjur björgunar- sveitanna dregist saman. „Það er ekkert launungarmál að við höfum orðið fyrir verulegri tekjuskerð- ingu síðan 2008,“ segir Hörður. Megintekjulind félagsins rennur úr félaginu Íslandsbili sem rekur spilakassa og fjármagnar einn- ig SÁÁ og hafa þær tekjur dreg- ist saman. „Við verðum að leita nýrra leiða, það er ljóst,“ bætir hann við en félagið stendur fyrir lands söfnun í sjónvarpinu annað kvöld og vonast til þess að fá góðar undir tektir. Björgunarsveitir stóðu í ströngu við björgun sauðfjár í haust þegar óveður skall á fyrir norðan og lögðu þá bændum lið. Strandveiðar hafa líka kallað á margvísleg verk- efni og Íslendingar á faraldsfæti hafa líka þurft á aðstoð að halda. 4.000 manns eru á útkallsskrá björgunarsveitanna og segir Hörð- ur að mikill áhugi sé á að starfa með sveitunum. „Nýliðun er ekki vandamál hjá okkur, sem betur fer. Það er mikil endurnýjun og undanfarin ár hefur konum fjölgað mikið, sem er mjög jákvætt.“ sigridur@frettabladid.is Fleiri útköll vegna fjölgunar ferðamanna Útköllum björgunarsveitanna hefur fjölgað gríðarlega undanfarið. Hörður Már Harðarson, formaður Landsbjargar, segir fjölgun ferðamanna og veðurfar meðal skýringa á þessari fjölgun. Tekjur sveitanna hafa dregist saman. HÖRÐUR MÁR HARÐARSON Formaður Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir björgunarsveitir standa í ströngu við að sinna ferðamönnum á þjóðvegum landsins yfir vetrarmánuðina. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Slysavarnafélagið Landsbjörg stendur fyrir söfnunarþætti annað kvöld í beinni útsendingu á RÚV. Fólki verður boðið að gerast meðlimir í sveit bakvarða sem styrkir og styður við bakið á fórnfúsu starfi sjálfboða- liðanna. „Við höfum þurft að draga saman seglin en núna ætlum við að reyna að fá fólk í lið með okkur og safna fé, vonandi gengur það vel,“ segir Hörður og hvetur fólk til þess að taka upp símann og styrkja sveitirnar. Meðal þeirra sem leggja sveitunum lið er Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykja- vík, sem leikur í grínskets sem sýndur verður í þættinum. Bjóða fólki í bakvarðasveit HEILBRIGÐISMÁL Heilbrigðisstofn- un Vesturlands á Akranesi stefn- ir á að fjölga liðskiptaaðgerðum á þessu ári um allt að tuttugu. Guð- jón S. Brjánsson, forstjóri Heil- brigðisstofnunar Vesturlands, segir að lögð sé sérstök áhersla á eflingu á þessu sviði í ljósi langra biðlista en ríflega 250 einstaklingar bíða nú þessara aðgerða á suðvesturhorni landsins samkvæmt tölulegum upp- lýsingum Landlæknis embættisins. Um er að ræða bæði aðgerðir á hné og mjöðm. Guðjón segir að bið eftir aðgerð af þessu tagi geti því verið ríflega árslöng við núver- andi og óbreyttar aðstæður. Guð- jón segir enn fremur að undan- farin þrjú ár hafi verið gerðar um 110 aðgerðir á ári á sjúkrahúsinu á Akranesi og standi nú vonir til þess að þær verði ekki færri en 120 tals- ins í ár. Samkvæmt Guðjóni eru liðskiptaaðgerðir talsvert kostnað- arsamar en hann segir mögulegt að fjölga þeim nú vegna skipulags- breytinga og hagræðingar í starf- seminni. - hó Heilbrigðisstofnun Vesturlands hyggst fjölga liðskiptaaðgerðum um tuttugu: Koma til móts við langa biðlista LANGIR BIÐLISTAR Bið eftir liða- skiptaaðgerð getur verið allt að árs löng. Heilbrigðisstofnum Vesturlands hyggst fjölga aðgerðum um tuttugu á þessu ári. ÞREFALT FLEIRI AÐGERÐIR Á HÁLENDINU SUMARIÐ 2012 EN 2010 2500 2000 1500 1000 500 0 2010 2011 2012 622 1204 1917 29% göngufólk 11% jepplingur 5% annað 7% fólksbíll bílaleiga 1% jeppi bílaleiga 18% jepplingur bílaleiga 4% rútur 1% hestafólk 1% fólksbíll 17% jeppi 3% hjólafólk 3% vélhjól Aðgerðir Hálendisvaktar björgunarsveitanna hafa ríflega þrefaldast að fjölda þegar síðustu þrjú sumur eru borin saman. Fjölgunin var 59 prósent á milli áranna 2011 og 2012. Skífuritið hægra megin sýnir skiptingu á milli þeirra hópa sem leituðu til Hálendisvaktarinnar sem sett var á laggirnar árið 2006.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.