Fréttablaðið - 30.05.2013, Side 14
30. maí 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 14
RANGÁRÞING EYSTRA „Okkur finnst
verslunarkostirnir hér á svæðinu
svolítið dýrir og dreymir alltaf um
lágvöruverðsverslun,“ segir Elvar
Eyvindsson, fulltrúi Sjálfstæðis-
flokks, sem lagði til í sveitar stjórn
Rangárþings eystra að byggt yrði
nýtt hús til að liðka fyrir opnun
lágvöruverðs verslunar á Hvols-
velli.
Í tillögu Elv-
ars og Krist-
ínar Þórðar-
dóttur er lagt
til að sveitar-
félagið kanni
„kosti og galla
þess að byggja
nýtt verslunar-
h ú s n æ ð i á
heppilegum stað
í mið bænum“.
Rangárþing eystra keypti
Austur veg 4 þar sem Kaupfélag
Rangæinga var áður og Kjarval
er nú. Reiknað er með að sveitar-
stjórnarskrifstofurnar flytji í
bygginguna.
„Með því að byggja nútíma-
legt og einfalt verslunarhúsnæði
á besta stað má ætla að trompum
fjölgi á höndum heimamanna hvað
óskir um lágvöruverðs verslun
varðar,“ segja Elvar og Kristín og
taka fram að sveitarfélagið þurfi
ekki að eiga og reka húsnæðið. Það
gæti verið í höndum annarra.
Verslunin Kjarval er eina
matvöruverslunin á Hvolsvelli.
Rangæingar hafa lengi reynt að
fá einhverja af lágvöruverðs-
verslununum á svæðið. Elvar
segir Kjarval dýra verslun.
„Ég giska á að við séum að
borga tuttugu til þrjátíu pró-
sent umfram, þannig að þetta er
gríðar legt kjaramál,“ segir Elvar,
sem undirstrikar að aðeins sé
stungið upp á að málið verði kann-
að. Ekki verði farið af stað með
framkvæmdir nema verslun fáist
í húsnæðið.
Ísólfur Gylfi Pálmason sveitar-
stjóri segir að í langan tíma hafi
verið rætt við þá sem reki Bónus,
Nettó og Krónuna um að koma á
Hvolsvöll. Í því felist gífurlegir
hagsmunir fyrir heimamenn.
„En við sjáum það frekar fyrir
okkur í þessu verslunarhúsnæði
sem við vorum að kaupa heldur
en að byggja sérstaklega yfir lág-
verðsverslun. Það kostar varla
undir 300 milljónum króna að
byggja slíkt hús. Það er allt of
mikið,“ segir sveitarstjórinn.
Hluti tillögu Elvars og Kristínar
snýst um að Sögusetrið fái núver-
andi húsnæði Kjarvals. Sögusetrið
líði fyrir staðsetningu sína nokkur
hundruð metra frá hringveginum.
„Það kemur gríðarlegur ferða-
mannafjöldi í bæinn og það eru
feikileg tækifæri fyrir stað eins
og Sögusetrið ef það eru hundr-
að þúsund manns fyrir utan
gluggann,“ segir Elvar Eyvinds-
son. gar@frettabladid.is
Vilja að sveitarfélagið byggi
undir lágvöruverðsverslun
Sjálfstæðismenn í Rangárþingi eystra vilja að sveitarfélagið gangist fyrir byggingu húss fyrir lágvöruverðs-
verslun á Hvolsvelli. Sveitarstjórinn segir lengi hafa verið reynt að fá slíka verslun í bæinn. Það sé mikilvægt.
HVOLSVÖLLUR Rangæingar telja
stóraukinn fjölda ferðamanna sem
renna eftir hringveginum um Hvolsvöll
geta verið grundvöll fyrir lágvöruverðs-
verslun í bænum. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM
ELVAR
EYVINDSSON
Það kostar
varla undir 300
milljónum
króna að
byggja slíkt
hús. Það er allt
of mikið.
Ísólfur Gylfi Pálmason,
sveitarstjóri Rangárþings eystra.
SVÍÞJÓÐ Nemendur og börn sem
verða fyrir alvarlegu ofbeldi
ættu að fá bætur hvort sem skóla-
yfirvöld hafa brugðist við einelt-
inu eða ekki. Að barnið skuli hafa
orðið fyrir einelti í skóla sem því
ber skylda til að vera í er nógu
alvarlegt. Þetta segir fyrrverandi
umboðsmaður barna- og nemenda
í Svíþjóð, Lars Arrhenius, í við-
tali við Dagens Nyheter.
Sé farið í aðgerðir gegn einelti
í skóla er sjaldan krafist skaða-
bóta. - ibs
Krefst breytinga á lögum:
Vill að börn
fái skaðabætur
vegna eineltis
EFNAHAGSMÁL Ársverðbólgan
mælist 3,3% í maí og er óbreytt
frá fyrri mánuði. Þetta er í sam-
ræmi við allar spár sérfræðinga.
Á vefsíðu Hagstofunnar segir að
vísitala neysluverðs miðað við
verðlag í maí 2013 sé 411,3 stig og
hafi lækkað um 0,05% frá fyrri
mánuði. Vísitala neysluverðs án
húsnæðis er 391,3 stig og lækkaði
um 0,18% frá apríl.
Síðastliðna tólf mánuði hefur
vísitala neysluverðs hækkað um
3,3% og vísitalan án húsnæðis
um 3,4%. Undanfarna þrjá mán-
uði hefur vísitala neysluverðs
hækkað um 0,3% sem jafngildir
1,4% verðbólgu á ári (0,6% verð-
hjöðnun á ári fyrir vísitöluna án
húsnæðis).
Ársverðbólgan mælist 3,3%:
Engin breyting
á verðbólgu
Öll brúðhjón fá
glæsilega svuntu
með nöfnum sínum
og brúðkaupsdegi
ísaumuðum.
Íslensk kennslubók í matreiðslu fylgir!
Gildir um hrærivélar.
FOR THE WAY IT´S MADE
Nýjar
vörur
Þau brúðhjón sem koma við í verslun okkar
og skrá sig á brúðargjafalista fá nöfnin sín
sjáfkrafa skráð í pott. Í lok sumars verða heppin
brúðhjón dregin út og hljóta þau að launum
nýju KitchenAid matvinnsluvélina, nýju
KitchenAid brauðristina, nýja KitchenAid
blandarann og nýja KitchenAid
töfrasprotann, samtals að verðmæti
um 200 þúsund krónur.