Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.05.2013, Qupperneq 22

Fréttablaðið - 30.05.2013, Qupperneq 22
30. maí 2013 FIMMTUDAGURSKOÐUN HALLDÓR FRÁ DEGI TIL DAGS FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Arndís Þorgeirsdóttir arndis@frettabladid.is, Kristján Hjálmarsson, kristjan@frettabladid.is og Trausti Hafliðason trausti@frettabladid.is HELGAREFNI: Sigríður Björg Tómasdóttir, ritstjórnarfulltrúi, sigridur@frettabladid.is MENNING: Bergsteinn Sigurðsson bergsteinn@frettabladid.is DÆGURMÁL: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Kolbrún Ingibergsdóttir kolbrun@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Það eru margir sem fá hamingju- óskir þessa dagana enda tími skóla- slita og útskrifta. Við getum verið stolt af þeim sem klára áfanga og halda til starfa í samfélaginu eða til áframhald- andi náms. Við gleðjumst yfir þessu en það hefur líka komið fram að margir heltast úr lestinni í framhaldsskóla. „Þurfum þjóðarátak gegn brottfalli,“ sagði Skúli Helgason alþingismaður í grein í Fréttatímanum 26. október 2012 og bætti við: „Það er engan veginn ásættanlegt að upp undir þriðjungur nemenda í framhaldsskóla hrökklist frá námi án þess að fá viðunandi þjónustu.“ Lóa Pind Aldísardóttir fjallar af sinni alkunnu snilld um þetta málefni á Stöð 2 þessa dagana í þáttunum Tossarnir. 129 ungmenni fengið stuðning Hjálparstarf kirkjunnar vill leggja lóð á vogarskálarnar til að fækka þeim sem hætta námi. Staðreyndin er sú að erfið fjárhagsstaða fjölskyldna getur bitnað á framhaldsskólanámi ungmenna. Náms- gögn, skólagjöld, kaup á tölvu, sem í sumu námi er nauðsynleg, og annar kostnaður vegna námsins getur orðið hindrun í að ljúka námi. Þegar fjárhags- staðan er erfið eru öll útgjöld há. Hjálpar starfið hefur stofnað Framtíðar- sjóð sem styður ungmenni 16-20 ára til stúdentsprófs, sveinsprófs eða annars sem leiðir til starfsréttinda eða opnar leið til háskólanáms. Þannig léttum við undir, ekki bara á einni önn heldur eins lengi og þarf til að ljúka námi. 129 ungmenni úr 18 sveitar- félögum fengu stuðning á síðasta skóla- ári. Margir hafa lokið námi með starfs- réttindi og hafa hafið störf, aðrir hafa hafið háskólanám. Útskriftargjöf sem gefur Hvernig getum við um leið og við gleðjumst með þeim sem útskrifast úr námi gert öðrum kleift að ljúka námi? Jú, með því að gefa í útskriftar- gjöf gjafabréfið Framtíðarsjóður sem hægt er að kaupa á skrifstofu Hjálpar- starfsins eða á vefsíðunni gjöfsemgefur. is. Þá fær útskriftarneminn persónu- legar hamingjuóskir um leið og hann getur lesið á gjafabréfinu upplýsingar um Framtíðarsjóðinn, hvernig hann gerir gæfumuninn fyrir aðra sem ann- ars hefðu á hættu að geta ekki lokið námi. Það skiptir nefnilega máli að fleiri fái að heyra: „Til hamingju með áfangann!“ Til hamingju Ísland eða hvað? HJÁLPARSTARF Bjarni Gíslason upplýsingafulltrúi Hjálparstarfs kirkjunnar Á Íslandi bólusetjum við ekki við hlaupabólu, en í fréttum okkar á Stöð 2 í gær og Fréttablaðinu í dag kemur fram að árlega lenda nítján ein- staklingar á spítala vegna alvarlegra einkenna af völdum hlaupabólu. Mikill fjöldi barna fær hlaupabólu árlega, með tilheyrandi kláða og óþægindum. Það tekur flesta krakka um tíu daga að jafna sig og mamma og pabbi þurfa að sjálfsögðu að taka sér frí frá vinnu til að sinna börnunum. Hlaupabóla getur verið alvarlegur sjúkdómur hjá börnum. Sjúkdómurinn getur nefnilega farið illa í börn líkt og full- orðna. Langflest þessara nítján sem þurfa að leggjast inn árlega eru börn. Oftast eru það bakteríusýkingar í sárum sem valda vandræðum. Í fyrra völdu um 220 for- eldrar að bólusetja börnin sín við hlaupabólu, en það er mikil aukning frá árunum á undan. Þá báðu einungis um 50 foreldrar um þessa aukabólusetningu. Þetta er mikil aukning í prósentum talið, en bólusetningin kostar aukalega sextán þúsund krónur. Bóluefnið heitir varilrix, hver skammtur kostar átta þúsund og það þarf að bólusetja hvern einstakling tvisvar. Það eru sterk rök fyrir því að við sem samfélag ættum að leggja út fyrir bólusetningu handa öllum börnum á Íslandi. Hagfræðideild Háskóla Íslands komst að því fyrir fjórum árum að hlaupabóla kostaði samfélagið um 290 milljónir á ári. Þar vóg þyngst vinnutap foreldra barna með hlaupabólu. Kostnaður við bólusetningu á öllum okkar börnum kostaði þá, samkvæmt Hagfræðideildinni, ekki nema 156 milljónir. Önnur rök eru þau að við á Íslandi viljum ákveðið jafn- ræði þegar kemur að heilbrigðisþjónustu. Við stærum okkur af því að enginn sé tekinn fram fyrir röðina, sama hversu ríkur viðkomandi er. Lyf viljum við til dæmis að séu niður- greidd svo allir hafi sama aðgang að þeim óháð efnahag. Við erum að þessu leyti viðkvæm fyrir stéttskiptu samfélagi. En um leið og við viljum ekki reka hér tvöfalt heilbrigðis- kerfi krefjumst við þess að fá sem bestar upplýsingar um framþróun sem snertir heilsu okkar og líf. Þannig er sjálf- sagt mál að foreldrar séu upplýstir um að þessi bóluefni séu til og gott að læknar auðveldi aðgengi að þeim. Engu að síður skulum við staldra við þegar svona tíðindi berast. Að sífellt fleiri foreldrar velji að bólusetja börn sín við sjúkdómi á borð við hlaupabólu. Það gefur tilefni fyrir nýjan heilbrigðisráðherra, Kristján Þór Júlíusson, að skoða málið og athuga hvort ekki ætti að bjóða þetta bóluefni öllum börnum. Nú þegar bólusetjum við börn við ýmsum sjúkdómum í ungbarnaeftirliti og ekkert er sjálfsagðara en að bæta hlaupabólu við. Á Íslandi er þjóðarsátt um þessi mál og auðvelt að kippa þessu í liðinn. Ný kilja „Þetta er vel skrifuð saga og persónulýsingarnar gera frásögnina sérlega lifandi.“ Hví er þjóðin ekki spurð strax? Gunnar Bragi Sveinsson, nýr utan- ríkisráðherra, tilkynnti í gær að ekki yrði lögð meiri vinna í aðildar- umsókn að Evrópusambandinu fyrr en hann hefði hitt fulltrúa þess. Það verður reyndar strax í júní, þannig að kannski er þetta bara skynsamleg ákvörðun. Eftir stendur hins vegar að ríkisstjórnin ætlar ekki að halda viðræðum áfram fyrr en þjóðin hefur fengið að kjósa um hvort það verður gert. Það er hins vegar allt á huldu um hvenær það verður. Það er skrýtið. Er ekki einfaldast að þjóðin fái strax að segja hug sinn? Fari svo að hún vilji halda áfram við- ræðum er ekki gott að of langt hlé komi á þær. Varla er ríkisstjórnin hrædd við útkomuna? ESB-aðild breytir engu Á þessum stað var því haldið fram í gær að staða Króatanna sem vísað var úr landi myndi gjörbreytast 1. júlí, þegar Króatía gengur í Evrópu- sambandið. Það er hins vegar ekki rétt. Staða þeirra gagnvart því að koma hingað til lands breytist ekki við ESB- aðild Króatíu. Til þess þarf Króatía að ganga í Schengen, nú eða þá að verða hluti af EES, sem landið verður trauðla sem hluti af Evrópu- sambandinu. Lappadráttur í jafnréttismálum Eitt af því sem fráfarandi ríkisstjórn gumaði nokkuð af var árangur í jafn- réttismálum. Vissulega hafa sigrar unnist í þeim málaflokki en annað stendur verr. Enginn brigslar Jóhönnu Sigurðardóttur um áhugaleysi á mála- flokknum en þó fékk hún á sig dóm fyrir brot á jafnréttislögum. Nú hefur ESA, eftirlitsstofnun EFTA, ákveð- ið að höfða mál gegn Íslandi þar sem hér hefur ekki verið innleidd tilskipun frá ESB um jafna stöðu kynjanna. Þetta er brot á EES-samningnum og undrunarefni af hverju er ekki löngu búið að innleiða tilskipunina. kolbeinn@frettabladid.is Bólusetning við hlaupabólu borgar sig: Tvöfalt heilbrigðiskerfi
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.