Fréttablaðið - 30.05.2013, Page 36

Fréttablaðið - 30.05.2013, Page 36
KYNNING − AUGLÝSINGÖryggisfatnaður FIMMTUDAGUR 30. MAÍ 20132 Útgefandi: 365 miðlar ehf., Skaftahlíð 24, s. 512 5000 Umsjónarmaður auglýsinga: Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is s. 512-5432 Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal. Menn vilja vera töff og vel klæddir í vinnunni í dag, jafnvel þótt þeir séu skítugir upp fyrir haus, já og konur líka,“ segir Kristín Linda Sigmundsdóttir, sölu- maður hjá Hebron-Vinnufatnaði sem selt hefur Íslendingum vinnu- og öryggisfatnað frá árinu 1980. „Vinnufatnaður nútímans samanstendur ekki lengur bara af látlausum samfestingi eða buxum og flónelskyrtu, þótt það standi svo sannarlega enn þá fyrir sínu. Nú spyrja menn hvort til sé að- sniðin skyrta við töff vinnubuxur og eru farnir að spá í liti, snið, efni, endingu sauma og þæg- indi fatnaðarins,“ upplýsir Kristín. Hebron tók við sænska vörumerkinu Blå- kläder fyrir fjórum árum og hefur eftirspurnin eftir því vaxið hratt jafnt og þétt. „Blåkläder hefur frá árinu 1959 hannað skó og vinnufatnað og stendur fyrir miklum gæðum og stællegum vinnufatnaði. Merkið er eitt það vin- sælasta og virtasta á Norðurlöndunum og fatn- aðurinn alltaf f lottur um leið og hann mætir öllum öryggiskröfum,“ útskýrir Kristín. Hebron var í liðinni viku valið fyrirtæki ársins af VR, annað árið í röð, en frá árinu 2007 hefur Hebron verið hluti af Johan Rönning, Rönning heimilistækjum og Sindra. „Við erum afar hamingjusöm með þessa út- nefningu og gleðjumst yfir því hvað viðskipta- vinir eru ánægðir með þjónustu okkar og gæði. Við erum líka stolt af því að vera hluti af Rönning og andinn í fyrirtækinu er góður,“ segir Kristín. „Aðalsmerki Hebron hefur svo alltaf verið traust, persónuleg og alúðleg þjónusta og við leggjum okkur í líma við að mæta eftirspurn með hraði og leysa úr málum hvers og eins.“ Meðal freistandi nýjunga hjá Hebron er nýtt smíðavesti með neti í baki og brjósti og með aukabrjóstvösum. Þá hafa hnjápúðavasar í nýrri tegund buxna styrkst verulega með gúmmíefni sem hitað er með súlfati og úrval sýnileika- fatnaðar í verslun er ríkulegt. „Við þrykkjum merkingar á staðnum og oftast samdægurs. Þá erum við í samstarfi við sauma- stofu sem saumar í merki ef það hentar betur og sjáum einnig um að stytta og breyta fatnaði eftir þörfum hvers og eins,“ segir Kristín. Auk Blåkläder fást fjölmörg önnur traust og góð vörumerki í vinnu- og öryggisfatnaði hjá Hebron. Þar má nefna Tranemo og Havep og yfir fjörutíu tegundir af öryggisskóm. Nýir öryggis- skór frá Terra rjúka nú út enda 25 prósentum léttari, með Comfort-sóla og táfýluvörn, til allr- ar hamingju. „Við erum alltaf skrefi á undan í Hebron og reynum að vera á tánum með það nýjasta í vinnufatnaði ásamt úrvali af föðurlandi, úlpum, skyrtum, softshell-jökkum, peysum, húfum, hönskum, beltum, hjálmum, vinnugöllum fyrir börn og fleiri aukahlutum,“ segir Kristín spennt fyrir komandi sumri og ári. „Í sumar tökum við í gagnið nýja heima- síðu, nýjan vörulista og opnum Hebron-síðu á Facebook. Þá er hér alltaf ilmandi kaffi á könnunni og bakkelsi á föstudögum. Í sumar ætlum við að bjóða til grillveislu í portinu og sýna vinnufatnað úr Hebron. Þetta er lifandi verslun og sniðugt að grilla í Blåkläder-buxum því þær hafa fullt af aukavösum fyrir sósuna, kryddið og alls konar græjur, jafnvel pylsurnar. Býður einhver sig fram?“ segir Kristín og skellir upp úr. Hebron-Vinnufatnaður er á Smiðjuvegi 1 í Kópavogi. Sjá nánar á www.hebron.is. Vel klæddir í vinnunni Hebron-Vinnufatnaður tekur hlýlega á móti vinnandi fólki og veitir framúrskarandi þjónustu. Þar fæst hágæða vinnu- og öryggisfatnaður sem prýðir manninn. Hebron er meðal annars með föt frá Blåkläder sem stendur fyrir gæði og stællegan fatnað. Kristín Linda Sigmunds- dóttir segir gaman að taka á móti vinnandi mönnum í Hebron enda viti þeir upp á hár hvað þeir vilja þegar kemur að vönduðum vinnufatnaði og skóm. MYND/ANTON Meira í leiðinni MIKIÐ ÚRVAL AF VINNU- OG ÖRYGGISVÖRUM OLÍUR | RAFGEYMAR | VINNUFATNAÐUR | ÖRYGGISVÖRUR | PAPPÍR | SÁPUR  N1 VERSLUN KLETTAGARÐAR 13 OG VERSLANIR UM LAND ALLT 440 1100 |  WWW.N1.IS

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.