Fréttablaðið - 30.05.2013, Page 48
30. maí 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 36
Verk Katrínar er staðsett við Zenobio-höll-
ina í byggingu sem ber heitið Lavanderia og
stendur á reit þvottahúss frá fyrri tímum. Þar
hefur hún hannað og sett upp 90 fermetra upp-
hækkaðan flöt með skreyttu yfirborði í anda
barrokktímabilsins. Flöturinn flæðir út fyrir
veggi byggingarinnar. Gestir geta gengið um
flötinn innandyra sem utan, eða virt hann
fyrir sér af þaki byggingarinnar þar sem þeir
hafa yfirsýn yfir umfang verksins og marg-
brotin mynstur þess.
Það var allt klappað og klárt þegar Frétta-
blaðið náði í Katrínu og ekki til í henni stress.
„Verkið hefur verið eitt og hálft ár í undir-
búningi og undanfarnir þrír mánuðir fóru í
að setja það upp. Ég er búin að taka stressið
út í smáum skömmtum allan þann tíma en nú
líður mér vel.“
Verkið er utan sýningarsvæðisins þar sem
flestir þjóðarskálarnir eru en Katrín skoðaði
um 40 hugsanlega sýningarstaði áður en hún
valdi þennan.
„Þetta er mjög magnaður og fallegur stað-
ur,“ segir hún. „Garðurinn og höllin fanga
kjarna Feneyja mjög vel en um leið er hann
mjög ólíkur þeim Feneyjum sem ferðamenn
upplifa yfirleitt.“
Verkið sver sig í ætt við fyrri verk Katrínar
þar sem unnið er með stærðarhlutföll og rými.
„Mig langaði að búa til verk sem hægt væri
að koma að úr mörgum áttum og upplifa innan
frá, þannig að áhorfandinn er bæði í verkinu
en um leið getur hann horft á sjálfan sig í
verkinu,“ segir hún en verkið er líka nýstár-
legt því þetta er í fyrsta sinn sem Katrín vinn-
ur með arktitektúr í fullri stærð.
Katrín segir verkið hafa sprottið út frá
þeim möguleikum sem hún sá í rýminu en nú
þegar verkið er tilbúið sjái hún á því ýmsa
fleti sem voru ekki hluti af hinni upphaflegu
frásögn.
„Þegar ég horfi á verkið núna finnst mér
eins og þessar tvær byggingar séu eins
konar skel. Skel er híbýli lífs sem á endanum
hverfur og þá stendur hún tóm eftir með sínu
fallega yfirborði sem verður til í tímans rás í
kringum lífið. Mér finnst eins og þetta sé að
setja saman skeljar af tveimur dýrum, sem
passa ekki alveg saman en gera það þó samt.“
Þótt innsetning Katrínar sé staðsett utan
hins eiginlega sýningarsvæðis þar sem
þjóðar skálarnir eru segir Katrín það ekki
koma að sök.
„Í Feneyjum eru fjarlægðir svo afstæð-
ar. Fyrir þá sem rata er borgin lítil og stutt
á milli staða en ef maður er ekki viss hvert
maður er að fara er hægt að ganga í þrjá
klukkutíma sama hringinn. En það er mjög
auðvelt að komast í Zenobio-höllina frá garð-
inum þar sem þjóðarskálarnir eru, tekur ekki
nema um tuttugu mínútur með bát.“
Feneyjatvíæringurinn stendur yfir til 24.
nóvember. Í framhaldinu fer verkið á flakk,
verður fyrst sýnt í Listasafni Reykjavíkur
eftir áramót og síðar í SculptureCenter í New
York. bergsteinn@frettabladid.is
Ísland og Tvíæringurinn
Undirstaða í feneysku þvottahúsi
Katrín Sigurðardóttir er fulltrúi Íslands á Feneyjatvíæringnum. Hún er þekkt fyrir að snúa á stærðarhlutföll í verkum sínum en vinnur
nú í fyrsta sinn með arkitektúr í raunstærð. Afraksturinn er Undirstaða, 90 fermetra innsetning í gömlu hallarþvottahúsi.
KATRÍN SIGURÐARDÓTTIR Er orðin pollróleg eftir eins og hálfs árs undirbúning. „Ég er búin að taka stressið út í smáum
skömmtum.“ MYNDIR/OCHR
UNDIRSTAÐA Innsetningin er um 90 fermetrar. Gestir geta gengið um hana innan-
og utandyra eða virt hana fyrir sér af þaki þvottahússins.
Áslaug Jónsdóttir og Birgitta Sif
eru tilnefndar fyrir hönd Íslands
til Barnabókaverðlauna Norður-
landaráðs, sem afhent verða í
fyrsta sinn á þessu ári.
Áslaug Jóns-
dóttir er tilnefnd
fyr i r bók i na
Skrímslaerjur,
ásamt meðhöf-
undum sínum
Kalle Güettler
og Rakel Helms-
dal, en Birgitta
Sif fyrir bókina
Ólíver. Báðar
bækurnar komu
út hjá Máli og
m e n n i n g u í
fyrra.
Auk Áslaug-
ar og Birgittu
voru höfundar
frá Danmörku,
Finnlandi, Nor-
egi, Svíþjóð, Fær-
eyjum, Grænlandi, Álandseyjum
og samíska málsvæðinu einnig til-
nefndir.
Ákveðið var að koma verðlaun-
unum á laggirnar á þingi Norður-
landaráðs í Helsinki í nóvember og
verða þau sjálfstæð frá Bókmennta-
verðlaunum Norðurlandaráðs. Til-
kynnt verður um sigurvegara í Ósló
í október. Verðlaunaféð er 350 þús-
und danskar krónur eða tæplega 7,5
milljónir íslenskra króna.
Skrímsli og
Ólíver tilnefnd
fyrir Ísland
Feneyjatvíæringurinn er alþjóðleg
myndlistar hátíð sem er helguð samtímalist.
Hátíðin var fyrst haldin árið 1895. Árið
1907 voru reistir sérstakir þjóðarskálar.
Fyrri og seinni heimsstyrjöldin settu strik
í reikninginn en Feneyjatvíæringurinn
hefur verið haldinn á tveggja ára fresti
óslitið síðan 1948. Ísland tók fyrst þátt árið
1960 með verkum Ásmundar Sveinssonar
og Jóhannesar Kjarval. Fulltrúar Íslands á
Feneyjatvíæringnum frá aldamótum eru:
2001 Finnbogi Pétursson
2003 Rúrí
2005 Gabríela Friðriksdóttir
2007 Steingrímur Eyfjörð
2009 Ragnar Kjartansson
2011 Libia Castro og Ólafur Ólafsson
ÁSLAUG
JÓNSDÓTTIR
BIRGITTA SIF
Náttúruvá
á Íslandi
Eldgos og jarðskjálftar
H Á S K Ó L A Ú T G Á F A N
h a s k o l a u t g a f a n . h i . i s
Náttúruvá á Íslandi er fræðirit fyrir almenning þar sem helstu sérfræðingar landsins fjalla um eldgos
og jarðskjálfta. Bæði er greint frá eðli þessara náttúru fyrirbæra og þeirri vá sem af þeim stafar. Sagt
er frá nýjustu rannsóknum í jarðvísindum og jarðskjálftafræði sem tengjast Íslandi. Er bókin þannig
einstakt yfirlit yfir þekkingu okkar á þessum þáttum íslenskrar náttúru.
Bókin er um 800 bls. í stóru broti og í henni eru nærri 1000 ljósmyndir, teikn ingar og skýringamyndir.
Náttúruvá á Íslandi er án efa eitt ítar legasta og efnismesta rit um eldvirkni og jarðskjálfta á Íslandi
sem gefið hefur verið út.
NÁTTÚRUVÁ Á ÍSLANDI
ELDGOS OG JARÐSKJÁLFTAR
TILVALIN ÚTSKRIFTARGJÖF
MENNING