Fréttablaðið - 30.05.2013, Síða 56

Fréttablaðið - 30.05.2013, Síða 56
30. maí 2013 FIMMTUDAGUR| MENNING | 44 ? Ég lenti í svolitlu vandræða-legu með vinkonum mínum um daginn og mig langaði að fá að vita aðeins meira um það og hvort ég sé eitthvað skrýtin. Við vorum að tala saman um kynlíf og ég fer að tala um sjálfsfróun og hvað ég myndi vel eftir fyrstu fullnæging- unni minni og bara segja þeim alls konar svona. Þær horfðu á mig eins og ég væri skrýtin að vera að tala svona um sjálfsfróun og það var eins og ég væri eitt- hvað sorgleg að hafa gert það en ekki bara verið með einhverjum öðrum eins og hinar stelpurnar. Nú er ég viss um að fleiri en ég í hópnum stunda sjálfsfróun en það vildi samt engin viðurkenna það eða tala um það. Því vil ég spyrja þig, rúnka stelpur sér ekki? ● ● ● SVAR Sjálfsfróun er einn af leyndardómum kynlífs kvenna. Samkvæmt rannsóknum þá virð- ast konur byrja seinna að stunda sjálfsfróun og stunda hana sjaldn- ar en karlmenn. Þá ber að taka fram að sjálfsfróun hefur ekki verið ítarlega rannsökuð og væri því kærkomin nema rannsókn ef einhvern háskólanemann vantaði hugmynd að lokaverkefni. Ég er þeirrar skoðunar að kynlíf eigi að byrja hjá manni sjálfum, einum uppi í rúmi, en ekki með poti ókunnugrar handar. Þegar neyðin er stærst er höndin nefni- lega næst. Þetta er eitt af því sem virðist aðgreina kynlífsreynslu kynjanna og það þykir mér undar- legt. Ef þú ert ekki tilbúin að stunda kynlíf (sjálfsfróun) með þér sjálfri ertu varla tilbúin til þess með einhverjum öðrum. Þetta er besta leiðin til að læra inn á eigin líkama og kynfærin og finna út hvað manni þykir gott. Það þarf líka ákveðið sjálfstraust í kynlífi og líkamsþekkingu því einstaklingur verður að geta sagt sínum bólfélaga hvað honum eða henni þykir gott. Ég spjalla alltaf um sjálfs- fróun í kynfræðslunni minni og set það sem skilyrði fyrir stúlkur áður en þær fara og stunda kyn- líf með einhverjum öðrum. Þegar við ræðum þetta skilyrði fyrir kelerí þá er alltaf ákveðið hlut- fall stúlknanna sem starir á mig eins og ég sé að tala klingonsku, aðrar gretta sig og sumar eru eitt spurningarmerki. Eftir einn fyrirlestur þá trítlaði upp að mér ung stúlka sem spurði hvort ekki væri í lagi að nota sturtuhausinn við sjálfsfróun. Ég benti henni á að hún þyrfti bara að passa að smúla ekki inn í leggöng og passa hitastigið á vatninu en annars væri það bara í góðu lagi. Svo bætti hún við sömu hugleiðingu og þú, af hverju tala stelpur ekki um sjálfsfróun, stunda þær hana ekki? Það mun taka einhvern tíma að breyta þessu en tíminn er núna og með því að ein opni sam ræðurnar, þá hljóta fleiri að fylgja. Svo ég klappa þér á bakið, þetta er gott hjá þér og lengi lifi sjálfsfróun! KYNLÍF TAKTU ÞÁTT! Sendu Siggu Dögg póst og segðu henni frá vandamáli úr bólinu. Lausnin gæti birst í Fréttablaðinu. kynlif@frettabladid.is Tískuhúsið Kenzo hefur gengið í gegnum end- urnýjun lífdaga eftir að Carol Lim og Hum- berto Leon, eigendur Opening Ceremony, tóku við sem yfirhönnuðir þess. Parið endur- vakti meðal annars Kenzo-tígurinn, peysur er skörtuðu kattardýrinu og urðu ein vinsæl- asta tískuflík ársins 2012. Kenzo var stofnað af japanska hönnuðin- um Kenzo Takada á áttunda áratug síðustu aldar. Hönnun Takada þótti djörf og litrík og vakti strax mikla athygli. Árið 1976 opnaði hann glæsilega verslun við Place des Victoires í París. Árið 1983 frumsýndi Takada fyrstu her- ralínu sína og áratug síðar tók stórveldið LVMH við rekstri hússins. Takada hætti störfum árið 1999 og nokkru síðar tóku vinsældir tískuhúss- ins að dvína. Lim og Leon eru hvorug menntuð sem fatahönn- uðir en deila áhuga á ferðalögum og innkaupum. Þau tóku snemma þá ákvörðun að finna sér starf sem sameinaði þessi tvö áhugamál og ákváðu að stofna tískuverslunina Opening Ceremony. Skömmu eftir opnun verslunarinnar hófu þau að hanna sam- nefnt fatamerki sem sló fljótlega í gegn. Og ævin- týri tvíeykisins heldur áfram með Kenzo. - sm Tígurinn snýr aft ur Tískuhúsið Kenzo endurheimti vinsældir sínar með komu nýrra yfi rhönnuða. HERRALEGT Herralínur Kenzo hafa einnig fallið í kramið hjá tískuáhugamönnum. Þessi fatnaður er úr vorlínu þessa árs. GOTT SAM- STARF Carol Lim og Humberto Leon hafa endurvakið vinsældir Kenzo með litríkri og fallegri hönnun sinni. TÍGURINN SNÝR AFTUR Lim og Leon endurvöktu Kenzo-tígurinn með góðum árangri. Græna peysan er frá haustlínu Kenzo fyrir árið 2012, sú sinneps gula úr vorlínu þessa árs. STOFNANDINN AÐ STÖRFUM Kenzo Takanada að störfum árið 1975. NORDICPHOTOS/GETTY Lengi lifi sjálfsfróun SJÁLFSFRÓUN AF HINU GÓÐA Konur virðast feimnari við að stunda, og ræða, sjálfsfróun. NORDICPHOTOS/GETTY Ástralar eru hamingjusamasta þjóð í heimi þetta árið, samkvæmt könnun OECD. Af 34 þjóðum voru íbúar Ástralíu ánægðastir með lífið og komu þættir á borð við tekjur, húsnæði, umhverfi og heilsu þar við sögu. Nágrann- ar okkar í Svíþjóð vermdu annað sætið og Kanadabúar voru í því þriðja. Þá voru Norðmenn fjórða hamingjusamasta þjóð heims og Íslendingar í níunda sæti, mitt á milli Hollands og Bretlands. Af 34 þjóðum voru Tyrkir óánægðastir. Niðurstöður og útreikningar OECD eru þó aðrar en niðurstöður Happy Planet-stuðulsins sem tekur mið af umhverfissjónarmiðum, en þar trónir Kosta Ríka í efsta sæti. Samkvæmt könnunum Sameinuðu þjóðanna eru Danir aftur á móti hamingjusamasta fólk í heimi. Ástralar ánægðastir Ástralar eru hamingjusamasta þjóð heims í dag. HAMINGJUSÖM Ástralar eru hamingju- samasta þjóð heims samkvæmt könnun OECD. NORDICPHOTOS/GETTY Moskítóflugur eru mikil plága fyrir þá sem verða fyrir biti þeirra. Janet McAllister, doktor í skordýrafræðum við bandarísku sóttvarnastofnunina, segir flug- urnar haga sér á ólíkan máta eftir búsetu. „Hver tegund er ólík þeirri næstu og mætti segja að tegund- irnar séu jafn ólíkar og ljón er heimilisketti. Þær haga sér á ólík- an hátt og eru með ólíkan matar- smekk,“ sagði McAllister og tekur fram að moskítóflugur laðist ekki sérstaklega að fólki með sætt blóð. Teviðarolía og lofnarblóma- olía eru sagðar virka best við biti flugnanna enda eru báðar olíurn- ar græðandi og bakteríudrepandi. Einnig er mælt með að bera venju- legt borðedik á bit moskítóflugna. Eins ólíkar og ljón eru heimilisköttum Moskítófl ugur haga sér á ólíka vegu eft ir tegundum. PLÁGA Moskítóflugur eru ólíkar eftir tegundum. NORDICPHOTOS/GETTY B irt m eð fy rir va ra u m p re nt vi llu r. H ei m sf er ð ir ás ki lja s ér r ét t til le ið ré tt in g a á sl ík u. A th . a ð v er ð g et ur b re ys t án fy rir va ra . Skógarhlí› 18 • Sími 595 1000 Akureyri • Sími 461 1099 www.heimsferdir.is 25. júní í viku Benidorm E N N E M M / S IA • N M 58 0 68 Frá 89.900 kr. með fullu fæði Hotel Lido *** Kr. 89.900 – með fullu fæði Netverð á mann m.v. 2 fullorðna og 2 börn í fjölskylduherbergi. Netverð á mann mv. 2 fullorðna í herbergi. Sértilboð 25. júní í viku. Alicante frá kr. 17.900 Heimsferðir bjóða nú ótrúlegt verð á síðustu flugsætunum frá Alicante til Keflavíkur 4. júní og 12. júní. Flugsæti aðra leið með sköttum. Heimsferðir bjóða frábært tilboð í 7 nátta ferð til Benidorm þann 25. júní. Í boði er m.a. Lido hótelið með fullu fæði. 7 nátta ferð – einstakt tækifæri Nú er tækifæri til að bregðast skjótt við og næla sér sæti á frábærum kjörum!

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.