Fréttablaðið - 12.07.2013, Blaðsíða 1
M atreiðslumaðurinn Úlfar Finn-björnsson sér um sjónvarpsþáttinn EldÍ Gaman væri að prófa ði
ELDAÐ MEÐ HOLTAHOLTA KYNNIR Úlfar Finnbjörnsson er einn færasti kokkur landsins. Hann
sér um sjónvarpsþáttinn Eldað með Holta á ÍNN. Þar fáum við að fylgjast með
honum elda ljúffenga kjúklingarétti úr Holta-kjúklingi.
EIVÖR Á AKUREYRIFæreyska söngkonan Eivör Pálsdóttir verður með snilldartón-
leika á Græna hattinum á Akureyri á laugardagskvöld kl. 22
og sunnudagskvöld kl. 21. Eivör nær jafnan að heilla áhorf-
endur með söng sínum og sviðsframkomu. Tónleikagestir
á Akureyri ættu því ekki að vera sviknir um helgina.
Fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum
og heilsuhillum stórmarkaðanna
www.gengurvel.is
UPPLIFÐUMUNINN!
Þessi vara er laus við:
Mjólk • Glúten • SykurSoja • Rotvarnarefni
10
0%
N
ÁTT
ÚRULEGT • 100%
NÁTTÚRUL
EG
T
•
P
R
E
N
T
U
N
.IS
Áhrifaríkur ASÍDÓFÍLUS ásamt öðrum öflugum góðgerlumOft spurt?
Af hverju virka PRÓGASTRÓ DDS PLÚS 3 góðgerlarnir svona vel og fljótt á marga meltingaerfiðleika eins og hægðatregðu, niðurgang, uppþembu, kandíta, sveppasýkingu ofl.
Svar?
Lykillinn er að allir góðgerlarnir í PRÓGASTRÓ
DDS PÚS 3 eru gall- og sýruþolnir og ná að lifa ferðina af í gegnum magann niður í smá-þarmana. Auk þess er ASÍDÓFÍLUSINNDDS 1, sem hefur þann hæfileika að fjölga sér og dvelja í þörmunum, vinnusamur og stöðugur.
Notkun
2 hylki á morgnana á fastandi maga geta gert kraftaverk fyrir meltinguna! Margir fullyrða að
þeir sem hafa góða meltingu séu hamingju-
samari.
- Prófaðu og upplifðu muninn
Lífi
12. JÚLÍ 2013
FÖSTUDAGUR
Erna Elínbjörg
Skúladóttir
REKUR KAFFIHÚS
OG LEIRGERÐ
Í BRAGGANUM 2
Helena
Reynisdóttir
VEKUR ATHYGLI
LISTAMANNA
Á INSTAGRAM 6
Gunnleifur Vignir
Gunnleifsson
ER MIKILL KNÚS-
ARI EN DANSAR
HELST ALDREI 10
MEST LESNA
DAGBLAÐ Á ÍSLANDI*
*Samkvæmt prentmiðlakönnun Capacent Gallup janúar - mars 2012
Föstudagur
16
2 SÉRBLÖÐ
Lífið | Fólk
Sími: 512 5000
12. júlí 2013
162. tölublað 13. árgangur
Eldri borgarar taka til Fjörutíu
manna lið úr félagi eldri borgara í
Grafarvogi gekk rösklega til verks við
tiltekt í hverfinu í gær 2
Sagðir hafa látið Sjóvá borga Karl
og Steingrímur Wernerssynir létu Sjóvá
borga systur þeirra 600 milljónir af því
að Milestone, móðurfélag Sjóvár, réði
ekki við greiðslurnar. 4
Stefna Eir Tveir íbúðarrétthafar hafa
stefnt þrotabúi Eirar og Íbúðalána-
sjóði og vilja aflétta veðum sjóðsins af
eignum þrotabúsins 6
SPORT Íslensku liðin þrjú komust öll
áfram í 2. umferð Evrópudeildar UEFA
í gær. 30
Úr körfubolta í hátísku
Þegar Bóas Kristjánsson var yngri ætl-
aði hann að verða körfubolta maður.
Hátísku föt voru fjarri hans huga. Í
dag rekur hann hönnunarfyrirtæki.
LÍFIÐ
FRÉTTIR
Styrkir varnir
munnsins
Félag íslenskra tannfræðinga mælir
með Zendium tannkremi.
GRINKRINGLUNNI • SÍMI 551 3200
AF ÖLLUM VÖRUM
40%
60%
ÚTSALAN
AFSLÁTTUR
TIL
HÓFST Í GÆR
Nú er opio allan
sólarhringinn
í Engihjalla
SKOÐUN Pawel Bartoszek skrifar um
djammara og ófyllanleg skörð sem
fyllast. 17
MENNING Manuela Ósk Harðardótt-
ir og Sara Lind Pálsdóttir selja frá sér
spjarirnar í Kolaportinu um helgina. 34
LÖGREGLUMÁL Lögreglan á höfuð-
borgarsvæðinu leitar nú dæmds
ofbeldismanns, Stefáns Loga Sívars-
sonar, sem er grunaður um að hafa
svipt mann frelsi sínu í höfuðborg-
inni fyrir nokkrum dögum, ekið
með hann til Stokkseyrar, haldið
honum þar föngnum í um sólarhring
og beitt hann hrottalegu ofbeldi.
Lýsingarnar á ofbeldinu eru mjög
grófar, samkvæmt upplýsingum
Fréttablaðsins. Meðal annars mun
þolandinn vera með áverka eftir
svipuhögg á bakinu. Rótin að árás-
inni er sögð vera persónulegar deil-
ur Stefáns við þolandann.
Að minnsta kosti tveir menn voru
úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna
málsins í fyrradag.
Annar þeirra er grunaður um
að hafa tekið þátt í tveimur frelsis-
sviptingum, þeirri á Stokkseyri og
annarri á höfuðborgarsvæðinu, sem
stóð skemur. Sá maður er 21 árs og
er með fjölda dóma á bakinu, meðal
annars fyrir ofbeldisfull rán.
Hinn er húsráðandinn á Stokks-
eyri, þar sem manninum var haldið
föngnum. Sá leysti þolandann á end-
anum úr prísundinni og kom honum
í strætisvagn.
Lögregla staðfestir aðeins málið
sé í rannsókn. Ekki fékkst staðfest
hvort umfangsmikil leit lögreglunn-
ar í Árnessýslu í gær tengdist mann-
ránsmálinu. Hæstiréttur tekur
ákvörðun um gæsluvarðhaldsvist
mannanna í dag. - sh
Fórnarlamb mannráns með
sár eftir svipuhögg á bakinu
Lögregla leitar Stefáns Loga Sívarssonar, sem er grunaður um að hafa svipt mann frelsi sínu, farið með hann
til Stokkseyrar og beitt hann hrottalegu ofbeldi. Að minnsta kosti tveir menn sitja í varðhaldi vegna málsins.
Stefán Logi Sívarsson á langan brotaferil að baki,
sem hófst þegar hann var 11 ára gamall þegar
hann réðst á móður á tombólu ásamt eldri
bróður sínum.
Bræðurnir fengu síðar viðurnefnið Skelja-
grandabræður í umfjöllun fjölmiðla um
ofbeldisverk þeirra, eftir að þeir voru hand-
teknir fyrir að misþyrma manni á heimili
sínu að Skeljagranda. Fyrir það fékk Stefán
tveggja ára fangelsi árið 2002. Hann fékk
svo þriggja ára fangelsisdóm fyrir annað
ofbeldisbrot fáum árum síðar.
Hann er með fleiri dóma á bakinu og
komst síðast í fréttir þegar Hæstiréttur
sýknaði hann af ákæru um nauðgun,
sem héraðsdómur hafði áður dæmt
hann í fimm ára fangelsi fyrir.
Hóf brotaferilinn ellefu ára
Bolungarvík 8° VSV 4
Akureyri 11° SV 5
Egilsstaðir 13° SV 2
Kirkjubæjarkl. 12° SV 7
Reykjavík 11° SV 9
Kólnar í veðri Í dag ríkir SV-átt, víða
2-10 m/s en hvassara SA-til. Rigning
eða skúrir í flestum landshlutum en
úrkomulítið suðaustanlands. 4
RÍKISFJÁRMÁL Hagræðingarhópur
ríkisstjórnarinnar hefur meðal
annars umboð til að leggja til
fækkun ríkisstarfsmanna, eins
og fram kom í fréttum Stöðvar 2 í
gærkvöldi. Slíkri hagræðingu má
meðal annars ná fram með kerfis-
breytingum eins og sameiningum
eða niðurlagningu stofnana.
Þessi áform koma fyrrverandi
ráðherrum úr ríkisstjórn Jóhönnu
Sigurðardóttir einkennilega fyrir
sjónir.
„Þetta er sannarlega ekki létt
verkefni, eins og allir þekkja sem
hafa staðið í þessu,“ segir Katr-
ín Jakobsdóttir, formaður Vinstri
grænna. „En mér finnst nú búið
að setja þetta allt saman í ansi
skrítið samhengi þegar menn eru
að tala um að heilbrigðiskerfið sé
að þrotum komið en um leið er
verið að gefa frá sér tekjur.“
Oddný G. Harðardóttir, fyrr-
verandi fjármálaráðherra, tekur í
sama streng. Hún segir vissulega
hægt að klípa áfram af útgjöld-
unum hér og þar, „en ég veit ekki
hvar þeir ætla að taka stóru töl-
urnar. Ég tala nú ekki um nú
þegar þeir eru búnir að afsala sér
tekjum upp á tíu milljarða. Þetta
hlýtur að enda með því að þeir
taka bara lán.“ þþ, gb / sjá síðu 8
Stjórnarandstaðan segist ekki sjá hvernig á að skera meira niður:
„Endar með að þeir taka lán“
FRAMKVÆMDIR „Það er verið að
beita okkur ranglæti,“ segir Egill
Guðmundsson hjá arkitektastof-
unni ARKÍS sem telur Reykja-
víkurborg
brjóta samn-
ing frá 2008
um að Arkís
skyldi fullhanna
grunnskóla í
Úlfarsárdal.
Efnt verður til
samkeppni um
hönnun skólans.
Borgin hefur
greitt Arkís tugi milljóna fyrir
hönnun sem ekki verður nýtt.
„Þessir arkitektar telja að þeir
eigi að fá að teikna þetta allt án
samkeppni eða útboðs. Þeir hafa
fengið töluvert mikið borgað,“
segir Dagur B. Eggertsson, for-
maður borgarráðs. Hann segir
forsendur hafa breyst. - js sjá síðu 10.
Saka borgina um svik:
Tugmilljónir í
ónýtta hönnun
EGILL
GUÐMUNDSSON
SÖGULEGT STIG Margrét Lára Viðarsdóttir var hetja íslenska kvennalandsliðsins sem gerði 1-1 jafntefl i við Noreg á EM í Sví-
þjóð í gær. Þar með var fyrsta stig íslensks A-landsliðs á stórmóti í knattspyrnu tryggt sem og gott veganesti fyrir næstu leiki Ís-
lands, sem mætir næst Evrópumeisturum Þýskalands á sunnudagskvöld. - sjá síðu 30.
NORDICPHOTOS/AFP
En mér
finnst nú búið
að setja þetta
allt saman í
ansi skrítið
samhengi
þegar menn
eru að tala um að heil-
brigðiskerfið sé að þrotum
komið en um leið er verið
að gefa frá sér tekjur
Katrín Jakobsdóttir,
formaður Vinstri grænna
ODDNÝ G.
HARÐARDÓTTIR
SIGMUNDUR D.
GUNNLAUGSSON