Fréttablaðið - 12.07.2013, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 12.07.2013, Blaðsíða 42
12. júlí 2013 FÖSTUDAGUR| SPORT | 30 Ég grínast ekki þegar ég segi að ég hafi fengið martraðir um það nokkrum sinnum. Margrét Lára Viðarsdóttir EVRÓPUDEILDIN FORKEPPNI, 1. UMFERÐ GLENTORAN - KR 0-3 0-1 Gary Martin (24.), 0-2 Jónas Guðni Sævarsson (65.), 0-3 Jónas Guðni Sævarsson (92.). KR vann samanlagt, 3-0, og mætir Standard Liège frá Belgíu í 2. umferð. FC SANTA COLOMA - BREIÐABLIK 0-0 Breiðablik vann samanlagt, 4-0, og mætir Sturm Graz frá Austurríki í 2. umferð. HB - ÍBV 0-1 0-1 Arnar Bragi Bergsson, víti (90.). ÍBV vann samanlagt, 2-1, og mætir Rauðu stjörnunni frá Serbíu í 2. umferð. Óskar Ófeigur Jónsson ooj@frettabladid.is Skrifar frá Svíþjóð EM KVENNA 2013 EM KVENNA 2013 B-RIÐILL ÞÝSKALAND - HOLLAND 0-0 STAÐAN Ísland 1 0 1 0 1-1 1 Noregur 1 0 1 0 1-1 1 Holland 1 0 1 0 0-0 1 Þýskaland 1 0 1 0 0-0 1 LEIKIR DAGSINS C-RIÐILL: FRAKKLAND - RÚSSLAND KL. 16.00 ENGLAND - SPÁNN KL. 18.30 Mörkin: 1-0 Kristine Hegland (26.), 1-1 Margrét Lára Viðarsdóttir, víti (87.). ÍSLAND (4-3-3): Guðbjörg Gunnarsdóttir 7 Dóra María Lárusdóttir 6 Sif Atladóttir 6 (62. Glódís Perla Viggósdóttir 5) Katrín Jónsdóttir 7 Hallbera Guðný Gísladóttir 7 Fanndís Friðriksdóttir 4 (62. Harpa Þorsteinsdóttir 6) *Sara Björk Gunnarsdóttir 8 Dagný Brynjarsdóttir 6 (82. Katrín Ómarsdóttir -) Hólmfríður Magnúsdóttir 7 Rakel Hönnudóttir 5 Margrét Lára Viðarsdóttir 6 Skot (á mark): 13-15 (4-9) Horn: 4-1 Aukaspyrnur fengnar: 11-5 Rangstöður: 4-2 Varin skot: Hjelmeseth 8 - Guðbjörg 3 1-1 Katalin Kulcsár, Ungverjalandi Mörkin: 1-0 Halldór Orri Björnsson (25.), 1-1 Atli Guðnason (89.), 2-1 Gunnar Örn Jónsson (94.). STJARNAN (4-4-2): Arnar Darri Pétursson 6 - Jóhann Laxdal 6, Martin Rauschenberg 6, Daníel Laxdal 6, Robert Sandnes 6 - Kennie Chopart 6, Michael Præst 6, Atli Jóhannsson 7, Halldór Orri Björnsson 8 - Veigar Páll Gunnarsson 6 (82. Gunnar Örn Jónsson -), Garðar Jóhannsson 5 (60. Tryggvi Sveinn Bjarnason 5). FH (4-3-3): Róbert Örn Óskarsson 6 - Jón Ragnar Jónsson 6, Pétur Viðarsson 4, Freyr Bjarnason 5, Sam Tillen 6 - Dominic Furness 5 (43. Albert Brynjar Ingason 6), Björn Daníel Sverrisson 5, Emil Pálsson 5 - Ólafur Páll Snorrason 4 (60. Ingimundur Níels Óskarsson 5 ), Atli Guðnason 7, Kristján Gauti Emilsson 5 (75. Atli Viðar Björnsson -). Skot (á mark): 14-11 (7-5) Horn: 5-4 Aukaspyrnur fengnar: 12-4 Rangstöður: 2-2 Varin skot: Arnar Darri 4 - Róbert Örn 5 2-1 Stjörnuvöllur Áhorf: 1.383 Kristinn Jakobsson (6) FÓTBOLTI Sara Björk Gunnars- dóttir, miðjumaður íslenska liðs- ins, átti flottan leik í gær þegar íslensku stelpurnar náðu í sitt fyrsta stig á Evrópumóti í sögunni. „Við erum rosalega ánægð- ar með þetta stig en við vildum að sjálfsögðu frá öll þrjú stigin í leiknum. Við erum samt sáttar með eitt stig,“ sagði Sara Björk Gunnarsdóttir, besti maður vall- arins í gær. Eftir brösóttan fyrri hálfleik óx íslenska liðinu ásmeg- in. „Við töluðum um það í hálf- leiknum að við vorum með liðið of aftar lega og gerðum okkur þetta svolítið erfitt fyrir. Ég veit ekki hvort við vorum eitthvað stress- aðar eða eitthvað. Við ákváðum að breyta þessu í seinni hálfleik og við gerðum það,“ sagði Sara Björk. „Við komum fullar af sjálfs- trausti inn í seinni hálfleikinn, vorum nær hvorri annarri, unnum fleiri bolta og sköpuðum fleiri færi,“ sagði Sara Björk. „Mér fannst þær vera orðnar svolítið þreyttar í seinni hálfleik og þá keyrðum við einmitt á þær. Við hefðum getað skorað fleiri mörk. Ég er ekki að segja að ég sé óánægð með eitt stig en það hefði ekki verið ósanngjarnt að fá öll þrjú stigin,“ sagði Sara. „Ég er mjög ánægð með mína frammistöðu. Fyrir leikinn ákváðu allir leikmennirnir að gefa allt sitt og við gerðum það. Við sýndum það inni á vellinum og það var allt skilið eftir á vellinum í dag,“ sagði Sara. En hvað með verðlaun sem hún fékk í leikslok? „Það er heiður að fá þessi verð- laun en það sem skipti mig mestu máli var stigið sem við fengum,“ sagði Sara Björk. Hún fiskaði vítið sem skilaði jöfnunarmarkinu en var hún eitthvað að skipta sér af því hver tæki vítið? „Við vitum alveg að Margrét er vítaskytt- an,“ sagði Sara, en var þetta víti? „Það held ég, enda sáum við þetta nokkrum sinnum í endursýningu,“ sagði Sara. „Ég var búin að vera meira í varnarhlutverki en mér líður vel þegar ég fæ að fara eitthvað fram- ar á völlinn til að reyna að búa eitt- hvað fyrir liðið,“ sagði Sara um hlaupið sem skilaði vítinu en tvö önnur hlaup höfðu komið henni í skotfæri í teignum. „Þetta stig skiptir miklu máli það yrði frábært að ná í stig eða þrjú stig út úr næsta leik. Við erum komnar inn í mótið og það fylgir því mjög góð tilfinning að vera búnar að ná í fyrsta stigið á Evrópumóti,“ sagði Sara. - óój Hefði ekki verið ósanngjarnt að fá öll stigin Sara Björk Gunnarsdóttir var valin besti maður vallarins af mótshöldurum á EM í Svíþjóð. MAÐUR LEIKSINS Sara Björk með viðurkenningu sína eftir leikinn í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/ÓSKARÓ FÓTBOLTI Stelpurnar okkar stigu sögulegt skref í gær í fyrsta leik sínum á EM í Svíþjóð. Íslenska liðið gerði þá 1-1 jafntefli við Noreg og liðið er því strax búið að gera betur á sínu öðru Evrópumóti en fyrir fjórum árum í Finnlandi þegar allir þrír leikirnir töpuðust. Úrslitastund leiksins var víta- spyrna sem Sara Björk Gunnars- dóttir fékk fjórum mínútum fyrir leikslok. Á punktinn steig Margrét Lára Viðarsdóttir og skoraði af öryggi og hreinsaði hugann endan- lega af fortíðardraugum. Fékk martraðir eftir vítaklikkið „Þetta víti er búið að sitja mikið í mér og mér fannst ég skulda stelpunum þetta. Ég var mjög miður mín eftir vítið á EM 2009 og ég grínast ekki þegar ég segi að ég hafi fengið martraðir um það nokkrum sinnum. Ég lét það ekki á mig fá og var bara mjög einbeitt,“ sagði Margét Lára Viðarsdóttir um vítaspyrnuna sem hún lét verja frá sér í 1-3 tapi á móti Frakklandi í fyrsta leik á EM 2009. „Margrét Lára tók víti á móti Frakklandi í fyrsta leik fyrir fjór- um árum og klikkaði. Hún hefur örugglega hugsað um það í ein- hverja mánuði á eftir. Það var virkilega ljúft að sjá hana setja boltann örugglega í netið. Hún sagði í viðtölum að hún þyrfti að kenna Svíunum hvernig ætti að taka vítin því þeir klúðruðu tveim- ur vítum á móti Dönum,“ sagði Sig- urður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari íslenska liðsins. Margrét Lára lærði vissulega af mistökum Sví- anna. „Ég sá hvernig Svíarnir brugð- ust við vítaspyrnunum sem þær fengu í gær. Þær voru taugaveikl- aðar þegar þær fóru á punktinn. Ég vissi að myndavélarnar væru á mér og ákvað að brosa og vera létt. Ég hef tekið víti á þessa stelpu áður. Það er bara að hugsa ekki neitt og einbeita sér að því að njóta mómentsins. Þegar maður er kominn með svona mikla reynslu þá eru þetta mómentin sem maður vill fá. Ég hafði mjög gaman af þessu,“ sagði Margrét Lára. Sig- urður Ragnar var ekki eins róleg- ur. „Ég var örugglega miklu stressaðari en hún. Hún leysti þetta ótrúlega vel,“ sagði Sigurð- ur Ragnar. Gott að koma til baka Íslenska liðið var í vandræðum í fyrri hálfleik en kom öflugt til baka og tók öll völd í seinni hálf- leiknum. „Þetta var slysalegt mark sem við fengum á okkur en við sýndum virkilega góðan karakter að koma til baka. Við erum á stórmóti og það er svolítið pressa á okkur. Mér fannst við sýna reynsluna í þessu liði. Fyrir fjórum árum hefðum við örugglega dottið í stress og ég er ekki viss um að við hefðum unnið okkur út þessum aðstæðum þá,“ sagði Margrét Lára og bætti við: „Mér fannst við keyra yfir þær í seinni hálfleik, erum í miklu betra formi en þær og vorum að búa til flottar sóknir. Það vantaði svolít- ið að reka smiðshöggið á þetta en við vinnum í þeim þáttum núna. Vonandi getum við komið svolítið á óvart á móti Þjóðverjum,“ sagði markaskorarinn. Liðið tók mörg stór skref í gær að mati landsliðsþjálfarans. „Þetta var frábær seinni hálfleikur. Við fengum reyndar á okkur þetta mark í fyrri sem ég var ósáttur með en við unnum okkur inn í leik- inn á móti góðu liði í lokakeppni. Þetta voru allt stór skref fyrir okkur,“ sagði Sigurður Ragnar. Ég skuldaði stelpunum þetta Margrét Lára Viðarsdóttir tryggði Íslandi sögulegt stig í Kalmar í gær þegar hún skoraði jöfnunarmarkið gegn Noregi í gær. Hún bætti þar með fyrir vítið sem hún klúðraði í fyrsta leiknum á EM fyrir fj órum árum. STÓÐ Í STRÖNGU Hólmfríður Magnúsdóttir er hér í baráttu við hina norsku Maren Mjelde í leiknum í gær. Hólmfríður var lífleg í sóknarleik íslenska liðsins. NORDICPHOTOS/AFP FÓTBOLTI Öll íslensku liðin komust áfram í aðra umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA en síðari leikirnir fóru fram í gær. KR, ÍBV og Breiðablik höfðu öll betur gegn andstæðingum sínum en þetta er í fyrsta sinn síðan Ísland fékk þátttökurétt fyrir þrjú lið í keppninni að öll komist áfram. Breiðablik kláraði skylduverkið gegn FC Santa Coloma í Andorra og vann samanlagt, 4-0, eftir markalaust jafntefli í gær. Þá vann KR afar sann- færandi sigur gegn Glentoran, 3-0, á útivelli en fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli. Sigur ÍBV á HB í Færeyjum var öllu dramatískari en eftir 1-1 jafntefli í fyrri leiknum þurfti ÍBV mark á útivelli. Það kom úr vítaspyrnu á lokamínútum leiksins. Arnar Bragi Bergsson skoraði úr vítinu en hann lék í gær sinn fyrsta leik fyrir ÍBV. „Þetta gerist varla sætara,“ sagði þjálfarinn Hermann Hreiðarsson. „Menn höfðu fulla trú á þessu og gáfu allt sem þeir áttu. Þá fá þeir verðlaunin sín á endanum.“ KR mætir belgíska liðinu Standard Liège í næstu umferð, Breiðablik leikur gegn Sturm Graz frá Austurríki og ÍBV við gamla stórveldið Rauðu stjörnuna frá Serbíu. - esá Sögulegur árangur íslensku liðanna SIGUR Í BELFAST Kjartan Henry Finnbogason í baráttu við leikmann Glentoran. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL FRJÁLSAR Aníta Hinriksdóttir byrjaði vel í undanrásum í 800 m hlaupi kvenna á HM U-17 sem fer nú fram í Donetsk í Úkraínu. Hún náði besta tíma dagsins er hún hljóp á 2:04,79 mínútum sem er þó rúmum fjórum sekúndum frá Íslands- meti hennar. Aníta keppir í undanúrslitum í dag en hún þykir meðal allra sigurstranglegustu keppenda greinar- innar, ekki síst þar sem hin bandaríska Mary Cain ákvað að taka ekki þátt í mótinu. Hún er sú eina sem hefur náð betri tíma í greininni á þessu ári í þessum aldursflokki. Hilmar Örn Jónsson kastaði í sleggjukasti í gær og hafnaði í 17. sæti með kasti upp á 71,5 m. Þá var einnig keppt á EM U-22 í Finnlandi í gær en Blake Thomas Jakobsson keppti í kringlukasti og kastaði 48,63 m. Hann hafnaði í 26. sæti. - esá Aníta fl jótust allra í undanrásunum PEPSIDEILDIN 2013 NÆSTU LEIKIR KEFLAVÍK - BREIÐABLIK SUN. KL. 16.00 ÞÓR - ÍBV SUN. KL. 16.00 FRAM - KR SUN. KL. 21.00 FYLKIR - ÍA MÁN. KL. 19.15 VALUR - VÍKINGUR Ó. MÁN. KL. 19.15 SPORT

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.