Fréttablaðið - 12.07.2013, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 12.07.2013, Blaðsíða 25
FRÉTTABLAÐIÐ LÍFIÐ 12. JÚLÍ 2013 • 5 Myndaalbúmið Kanada, Japan, Hollandi og Bret- landi núna í haust. Hún verður til sölu í mun fleiri verslunum næsta vor ef marka má hvernig gengur að selja í París.“ Nú varstu að koma af tísku- vikunni í París, hvernig gekk það? Er þetta í fyrsta sinn sem þú sýnir þína hönnun á tískuvik- unni? „Það gekk mjög vel. Við völdum þá leið að vera með einka „showroom“ í tískuvikunni. Það er það sem metnaðarfull fyrir- tæki gera. Þetta var í annað skipti sem ég sýni línuna KAR- BON by Boas Kristjanson en ég sýndi prjónalínu fyrir nokkrum árum sem var ekki ætluð í sölu eða framleiðslu.“ Hefur þú alltaf verið meðvit- aður um tísku og hönnun? „Nei, það var aldrei sérstaklega mikill partur af mínu lífi framan af svo það var ekki beint eitthvað sem ég hafði áhuga á. Ég lagði meira fyrir mig tónlist og íþróttir þegar ég var yngri. Ég var meðal ann- ars í kór og söngnámi.“ Mikill vöxtur í herrafatnaði Hvaða íslensku og erlendu hönnuðir þykir þér gera f lotta hluti? „Það er gríðarlega mikið af góðum hönnuðum á Íslandi. Það er frábært að nýlega hafa þeir fengið aukna athygli í gegn- um Reykjavík Fashion Festival og HönnunarMars. Ég veit ekki betur en að þrjú til fjögur fyrir- tæki hafi verið að sýna í París á tískuvikum að undanförnu. Það hefur verið mikill vöxtur undan- farin ár í hátískukarlmanna- fötum erlendis og sá markaður er hvað mest í sókn. Eitt áhugavert dæmi er til dæmis Boris Bidjan Saberi.“ Hefur þú fengið góða fjárfesta til að styðja við bakið á þér? „Fyrirtækið hefur fengið góðan stuðning frá vinafólki en enga umtalsverða fjárfestingu að svo stöddu. Fyrir okkur skiptir máli að komast eins langt á eigin úr- ræðum áður en við tökum inn fjárfesta. Þessi síðasta tískuvika í París sýndi okkur að áætlan- ir okkar voru byggðar á góðum grunni og varan stóðst ákveðið gæðapróf frá kaupendum búð- anna sem fer fram í „showro- om-i“ eins og því sem við settum upp. Mamma er fjármálastjóri fyrirtækisins svo hún heldur vel utan um hlutina og kemur með á allar sýningar.“ Hverjir eru framtíðardraum- arnir? „Ég er að vinna mikið með íslenskt hráefni og tengi mína hönnun mikið við Ísland. Ég sé fyrir mér að hafa alltaf ákveðið aðsetur á Íslandi og vinna bæði með fatahönnun og hönnun al- mennt og bæta við mig verkefn- um sem hafa með íslenska nátt- úru að gera. Ég hef áhuga á að teikna hús og gera húsgögn og vinna með íslenska orku. Ég hef mikið verið að rannsaka það und- anfarin ár og það er því svona framtíðarverkefni. Annars lang- ar mig að gera KARBON by Boas Kristjanson að þekktu vörumerki í tísku, taka þátt í opinberri dag- skrá tískuvikunnar í París og selja í virtustu verslunum um allan heim.“ Það koma margir sterkir hönnuðir úr þessum skóla sem ég var í en bæði yfirhönnuður herralínu Dior og fyrrum yfirhönn- uður Hugo Boss lærðu þar. Bóas á ferðalagi um Evrópu ● Kærustuparið í París á fallegri stundu ● Margrét Bóasdóttir er fjármálastjóri fyrirtækisins ● Jónatan Grétarsson ásamt Bóasi í sýningarsalnum í París Total Effects 7in1 hlaut nýverið vottun & gæðastimpil SKIN HEATH ALLIANCE 1. Verndar húðina og er andoxunarríkt 2. Dregur úr hrukkum og fínum línum 3. Gefur heilbrigðan og jafnan húðlit 4. Fjarlægir dauðar húðfrumur 5. Dregur saman svitaholur 6. Næringaríkur rakagjafi 7. SPF 15-20 sólarvörn Fríhöfnin Keflavíkurflugvelli. Kringlunni, Skeifunni & Smáralind. Austurveri, Eiðistorgi, Hringbraut, Kringlunni. Apótek Garðabæjar, Apótek Hafnarfjarðar, Lyfjaborg, Nana Hólagarði & Urðarapótek. Glerártorgi, Hveragerði og Vestmannaeyjum. KS Sauðarkróki. Olay er á meðal stærstu húðkremaframleiðenda í heimi og eru fremstir á sviði þróunar á virkum andlitskremum í samanburði við önnur dýrari krem. medico.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.