Fréttablaðið - 12.07.2013, Blaðsíða 18
12. júlí 2013 FÖSTUDAGUR| TÍMAMÓT | 18TÍMAMÓT
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir,
afi og langafi,
SVEINN SAMÚELSSON
Tjarnarstíg 3, Seltjarnarnesi,
lést að kvöldi föstudagsins 28. júní.
Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey
að ósk hins látna. Þökkum auðsýnda
samúð og vináttu.
Sigríður Sveinsdóttir Jóhann Jóhannsson
Bryndís Sveinsdóttir Ásmundur Jónsson
Jóhann Sveinsson Birna Guðmundsdóttir
Björn Sveinsson Hulda Ólafsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
BRYNDÍS MAGNÚSDÓTTIR
Lækjasmára 6, Kópavogi,
lést á Landspítalanum sunnudaginn
7. júlí. Útförin fer fram frá Bústaðakirkju
föstudaginn 19. júlí kl. 13.00.
Geir Magnússon Áslaug S. Svavarsdóttir
Unnur Magnúsdóttir Daníel Helgason
Guðlaugur Hilmarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
GUÐMUNDUR ÓSKARSSON
Seljalandi 7, Reykjavík,
lést á Landakotsspítala 4. júlí. Útför hans
fer fram frá Bústaðakirkju mánudaginn
15. júlí kl. 13.00.
Þórgunnur Þorgrímsdóttir
Örn Berg Guðmundsson Ragnhildur Gröndal
Margrét Guðmundsdóttir
Steinunn Ósk Guðmundsdóttir
Guðrún Gríma Guðmundsdóttir Sigmundur Guðmundsson
Guðmundur Ingi Guðmundsson Danuta Mamczura
barnabörn og barnabarnabörn.
Kærar þakkir til allra þeirra sem sýndu
vináttu og kærleik við útför
RÓLANTS DAL CHRISTIANSEN.
Sérstakar þakkir sendum við Friðbirni
Sigurðssyni lækni, Sigurði Blöndal lækni,
starfsfólki 11E Landspítala og heimahjúkrun
Landspítala.
Finnbjörg Grímsdóttir
Margrét Rosa Dahl Christiansen Pétur Hlöðversson
Johan Sophus Dahl Christiansen Lilja Eiríksdóttir
Arna Soffía Dahl Christiansen Jón Ingi Arngrímsson
Anna María Antonsdóttir Valgarður Arnarson
Linda Petterson Sanda Bjørn Sanda
Ragnar Antonsson Guðbjörg Jensdóttir
Björn Antonsson Cecilia Antonsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegur faðir okkar,
SNORRI ÞORSTEINSSON
lést á gjörgæslu á Landspítalanum
í Fossvogi 4. júlí. Útför hans fer fram
frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn
15. júlí kl. 15.00.
Anika Sóley Snorradóttir
Kristófer Valdi Snorrason
og fjölskylda.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
ANNA FREYJA GUÐMUNDSDÓTTIR
Tungusíðu 23, Akureyri,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
sunnudaginn 7. júlí. Jarðarförin fer
fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn
15. júlí kl. 13.30.
Ólafur Svanlaugsson Margrét Loftsdóttir
Guðmundur Svanlaugsson Sigurlaug Stefánsdóttir
Aðalbjörn Svanlaugsson Margrét Vestmann
barnabörn og barnabarnabörn hinnar látnu.
VirðingReynsla & Þjónusta
Allan sólarhringinn
571 8222 · 82o 3939 svafar · 82o 3938 hermann
www.kvedja.is
Geraldine Ferraro varð fyrsta konan sem
útnefnd var sem varaforsetaefni af stórum
stjórnmálaflokki í Bandaríkjunum. Ferraro
var útnefnd sem meðframbjóðandi demó-
kratans Walters Mondale fyrir forseta-
kosningarnar árið 1984.
Ferraro fæddist árið 1935 og var dóttir
ítalskra innflytjenda en faðir hennar dó
þegar hún var átta ára. Hún útskrifaðist
með BA-gráðu í ensku árið 1956 og varð
kennari. Með kennslustarfinu lærði hún
lögfræði á kvöldin og útskrifaðist svo
með lögfræðigráðu árið 1960. Árið 1974
tók Ferraro við stöðu aðstoðarumdæmis-
saksóknara og fjórum árum síðar var hún
kosin til fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
Árið 1980 var Ferraro kosin ritari
flokksþingsfundar demókrata og
fyrir kosningarnar 1984 var hún í nefnd
demókrata sem fjallaði um stefnuskrá
flokksins. Sama ár gerðist hún svo með-
frambjóðandi forsetaframbjóðandans
Walters Mondale.
Demókratar töpuðu kosningunum þetta
árið fyrir Ronald Reagan sem varð forseti
og George Bush varð varaforseti. Árið
2002 bauð Mondale sig fram til öldunga-
deildar en tapaði naumlega fyrir Norm
Coleman, frambjóðanda demókrata.
Ferraro reyndi tvisvar að ná tilnefningu
demókrata fyrir öldungadeildina, árin
1992 og 1998, en tapaði í bæði skiptin.
Árið 1993 tilnefndi Bill Clinton hana til
þess að vera í forsvari fyrir Bandaríkin hjá
Sameinuðu þjóðunum.
Ferraro lést 26. mars 2011.
ÞETTA GERÐIST 12. JÚLÍ 1984
Geraldine Ferraro útnefnd varaforsetaefni
MERKISATBURÐIR
1636 Um 35 Íslendingar eru keyptir lausir úr Barbaríinu.
1690 Orrustan við Boyne: mótmælendaher Vilhjálms 3. sigrar
kaþólskan her Jakobs 2. á Írlandi.
1906 Dreyfusmálið: Alfred Dreyfus fær uppreisn æru rúmlega
áratug eftir að hann var dæmdur sekur fyrir landráð.
1932 Norskir hermenn leggja hluta Austur-Grænlands undir sig
og kalla Eirik Raudes Land.
1962 Hljómsveitin Rolling Stones stígur á svið í fyrsta skipti, í
Marquee-klúbbnum í London.
1975 Saó Tóme og Prinsípe fá sjálfstæði frá Portúgal.
1979 Kíribatí fær sjálfstæði frá Bretlandi.
2006 Ísraelskar hersveitir ráðast inn í Líbanon í kjölfar þess að
Hezbollah tók tvo ísraelska hermenn í gíslingu.
Við verðum bæði með opið hús og
útgáfuteiti í dag til að halda upp á
afmælið,“ segir Solveig Theodórsdóttir,
formaður Heimilisiðnaðarfélagsins,
spurð hvernig eigi að halda upp á dag-
inn. „Bókin Faldar og skart kemur út í
dag í samstarfi við bókaútgáfuna Opnu
og við ætlum að fagna því saman hér í
Nethyl 2e eftir klukkan fjögur.“
Solveig segir bókina einstæða og
að Sigrún sé ein frumkvöðla í því að
endur gera gamla íslenska búninginn
sem hafi nánast verið horfinn af sjónar-
sviðinu. „ Faldbúninganámskeiðin eru
núna ein vinsælustu námskeiðin hjá
okkur, en við erum líka með nokkur
námskeið á ári í þjóðbúningasaum og
þá er ég að tala um peysuföt og upphlut.
Auk þess erum við með alls kyns önnur
námskeið sem njóta mikilla vinsælda.“
Hundrað ár eru langur tími en
Solveig segir hlutverk félagsins þó
ekkert hafa breyst. „Það er alveg það
sama og það hefur verið frá upphafi,“
segir hún . „Það hefur alla tíð verið
markmið félagsins að vernda og efla
þjóðlegan íslenskan heimilisiðnað.
Stuðla að vöndun hans og fegurð og
vekja áhuga landsmanna á að búa til
fallega og nytsama hluti með rætur í
þjóðlegum menningararfi.“
Solveig segir tæplega 800 manns
vera skráða í félagið, en auðvitað séu
félagsmenn misvirkir. Það sé þó síst að
draga úr áhuganum, enda sé óhætt að
segja að hann hafi gengið í endurnýjun
lífdaga á síðustu árum.
HFÍ hefur unnið samkvæmt
UNESCO-samningi um menningar-
erfðir, sem mennta- og menningar-
málaráðuneytið gerði árið 2003,
og skömmu áður en Katrín Jakobs-
dóttir lét af störfum sem mennta- og
menningar málaráðherra var undir-
ritaður samningur milli HFÍ og
ráðuneytisins um fast framlag frá
ríkinu til stuðnings rekstri félagsins.
Solveig segir þó fjárhagslegt bolmagn
félagsins ekki mikið, en sem betur fer
séu félagsmenn duglegir í sjálfboða-
starfi, enda hafi starfsemin byggst á
því frá upphafi.
Hið hundrað ára gamla félag er því
enn í fullu fjöri og sýnir engin elli-
merki og fullyrðir Solveig að það sé
síungt. „Enda tileinkar það sér nýjar
hugmyndir og nýja tækni og nýtir sér
í kennslu. Það er engin stöðnun í hand-
verkinu, sem betur fer.“
fridrikab@frettablladid.is
Hundrað ára félag með
átta hundruð félagsmenn
Stofnfundur Heimilisiðnaðarfélags Íslands var haldinn 12. júlí 1913 og fagnar félagið því
100 ára afmæli í dag. Margt verður gert til að minnast afmælisins og ber þar hæst útgáfu
bókarinnar Faldar og skart eft ir Sigrúnu Helgadóttur.
FORMAÐURINN Solveig Theodórsdóttir segir engin ellimerki á starfsemi hins hundrað ára gamla Heimilisiðnaðarfélags sem fagnar afmælinu
með opnu húsi í dag. Með henni á myndinni er Guðbjörg Inga Hrafnsdóttir, starfsmaður HFÍ. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI