Fréttablaðið - 12.07.2013, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 12.07.2013, Blaðsíða 4
12. júlí 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 4 262 bækur voru þýddar úr ensku á íslensku árið 2010. Eflaust kemur það engum á óvart að flestar erlendar bækur eru þýddar úr ensku. En færri vita hvaða tungumál kemur í öðru sæti. Fyrir áratug deildu danska og sænska öðru sætinu en Svíar höfðu tekið fram úr árið 2010. Þá voru 47 bækur þýddar úr sænsku en einungis tíu úr dönsku. AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS– AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson hlynur@365.is, Laila Awad laila@365.is, Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/LÍFIÐ/SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Bryndís Hauksdóttir bryndis@365.is, Ívar Örn Hansen ivarorn@365.is, Kolbeinn Kolbeinsson kolli@365.is, Sigurður Helgi Grímsson sigurdurhg@365.is, Sverrir Birgir Sverrisson sverrirbs@365.is FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is SVONA ERUM VIÐ Soff ía Sveinsdóttir veðurfréttamaður Veðurspá Sunnudagur 3-8 m/s. TÍÐINDALÍTIÐ Veðrið næstu daga einkennist af hægum vindi og lítilsháttar vætu. Í dag má búast við rigningu eða skúrum í flestum landshlutum en það verður úrkomulítið suðaustanlands. Það kólnar heldur í veðri en áfram verður hlýjast A-til. 8° 4 m/s 9° 8 m/s 11° 9 m/s 10° 9 m/s Á morgun Yfi rleitt hægur vindur eða hafgola. Gildistími korta er um hádegi 11° 7° 12° 11° 8° Alicante Aþena Basel 29° 33° 29° Berlín Billund Frankfurt 24° 23° 24° Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn 24° 21° 21° Las Palmas London Mallorca 26° 24° 31° New York Orlando Ósló 24° 32° 25° París San Francisco Stokkhólmur 25° 19° 23° 12° 7 m/s 10° 14 m/s 13° 2 m/s 9° 4 m/s 11° 5 m/s 12° 7 m/s 6° 7 m/s 12° 8° 8° 13° 11° DÓMSMÁL Karl og Steingrímur Wer- nerssynir, í félagi við Guðmund Ólason, forstjóra Milestone, létu tryggingafélagið Sjóvá borga Ing- unni Werners- dóttur, systur þeirra, 600 millj- ónir árið 2006 af því að Milestone, móðurfélag Sjóvár, réð ekki við að inna greiðslunar af hendi. Í staðinn eignaðist Sjóvá kröfu á Milestone. Þetta er meðal þess sem fram kemur í ákæru sérstaks á hendur þremenningunum fyrir umboðs- svik og brot á lögum um bókhald og ársreikninga. Þrír endurskoðendur hjá KPMG eru jafnframt ákærðir í málinu. Ákæran var birt sexmenning- unum á mánudaginn og greint var frá henni í Fréttablaðinu á þriðju- dag. Þar kom fram að hún snerist um það þegar Karl, Steingrímur og Guðmundur ákváðu að kaupa Ing- unni út úr Milestone fyrir rúma 4,8 milljarða árin 2006 og 2007, með peningum frá Milestone sem voru lagðir inn á hana mánaðarlega árin tvö. Ákæran er 29 blaðsíður og var gerð opinber í gær. Í henni kemur meðal annars fram að þegar leið á árið 2006 hafi Milestone átt „í nokkrum erfiðleikum með að fjár- magna greiðslur til Ingunnar sam- kvæmt greiðsluáætluninni“. Þá hafi verið brugðið á það ráð að semja við Ingunni um að fresta fjór- um 150 milljóna greiðslum, frá sept- ember til desember 2006, en að hún fengi í staðinn 600 milljóna kröfu á Sjóvá. „Látið var líta svo út að Sjóvá hefði tekið víkjandi lán hjá Ingunni, sem Sjóvá skyldi endurgreiða Ing- unni með vöxtum. Ingunn greiddi Sjóvá hins vegar aldrei lánsfjárhæð- ina en þess í stað var færð í bókhaldi Sjóvár krafa á hendur Milestone án þess að skriflegir samningar lægju fyrir um þá kröfu.“ Í ákærunni er jafnframt sérstak- lega fjallað um það að allar arð- greiðslur út úr Milestone vegna áranna 2005 og 2006, og 98,4 pró- sent af arðgreiðslum ársins 2007, hafi runnið til Karls og Steingríms þótt þeir hafi ekki lagt neitt fé til kaupa á hlutum Ingunnar. Alls námu arðgreiðslurnar milljarði króna. Ákæran verður þingfest í sept- ember. stigur@frettabladid.is Rússland, AP Áttu gamla ritvél einhvers staðar í fórum þínum? Hringdu þá til Kreml. Þar er eftir- spurn. Rússneska leyniþjónustustofn- unin FSO, ein af arftökum hinnar alræmdu KGB, hefur auglýst eftir tuttugu ritvélum og vill borga rúmlega 90 þúsund krónur fyrir stykkið. Rússneska dagblaðið Izvestia skýrir frá þessu og segir að FSO telji nauðsynlegt að taka ritvélar í notkun á ný, nú þegar ljóstrað hefur verið upp um stórfelldar fjarskiptanjósnir Bandaríkjanna. - gb Kreml bregst við njósnum: Hafa pantað sér gamlar ritvélar GAMALDAGS Svona tæki vilja rúss- neskir leyniþjónustumenn nýta sér á ný. NORDICPHOTOS/AFP Tóku lán hjá Sjóvá til að borga Ingunni Wernersbræður og Guðmundur Ólason létu Sjóvá borga Ingunni Wernersdóttur 600 milljónir þegar Milestone lenti í erfiðleikum. Allar arðgreiðslur úr Milestone runnu til bræðranna þótt þeir hafi ekkert fé lagt til kaupanna á hlut Ingunnar. KARL WERNERSSON GUÐMUNDUR ÓLASON STEINGRÍMUR WERNERSSON Endurskoðendurnir þrír sem eru ákærðir verða áfram við störf á meðan málið er fyrir dómstólum, að sögn Jóns S. Helgasonar, framkvæmdastjóra KPMG. „Ákæran kemur okkur á óvart,“ segir hann. „Annars er bara að bíða og sjá hverjar lyktir málsins verða fyrir dómi.“ Sérstakur saksóknari fer í ákærunni fram á að endurskoðendurnir þrír, Hrafnhildur Fanngeirsdóttir, Margrét Guðjónsdóttir og Sigurþór Charles Guð- mundsson, verði sviptir réttindum sínum sem löggiltir endurskoðendur. Í ákærunni segir að endurskoðendunum hafi mátt vera ljósir margir alvarlegir áhættuþættir við endurskoðun Milestone, „svo sem að stærsti hluthafi félagsins, þ.e. ákærði Karl, væri starfandi stjórnarformaður félagsins. Hann væri mjög „dominerandi“ og allar stærri ákvarðanir færu í gegnum hann“. Því hafi þeir átt að einbeita sér að mögulegri sviksemi sem tengdist ársreikningum félagsins. „Þrátt fyrir þessa áhættuþætti kusu ákærðu að byggja endurskoðunina að þessu leyti eingöngu á munnlegum upplýsingum eigenda og stjórnenda Mile- stone,“ segir í ákærunni. Endurskoðendurnir áfram við störf DÓMSMÁL Ríkissaksóknari hefur fellt niður mál þriggja ungra kvenna sem Egill Einarsson kærði fyrir rangar sakargiftir. Ein kvennanna sakaði Egil um að hafa nauðgað sér og tvær vin- konur hennar báru vitni gegn honum. Ríkissaksóknari felldi nauðg- unarmálið niður og í kjölfar- ið kærði Egill stúlkurnar þrjár fyrir rangar sakargiftir. Lögregla felldi það mál niður, en fékk í kjölfarið skipun frá ríkis saksóknara um að rann- saka málið betur. Það var gert og málið síðan sent ríkissaksóknara til ákæru- meðferðar. Á þriðjudag felldi ríkis- saksóknari málið svo form- lega niður. Bréf þess efnis b a r s t ve r j e nd u m kvennanna þriggja í gær. Þar kemur fram að saksókn- ari telji að það sem fram er komið sé ekki líklegt til sak- fellingar. „Þetta er bara eins og við var að búast,“ segir Guðjón Ólafur Jónsson, lögmaður konunnar sem kærði Egil fyrir nauðgun. - sh Þrjár konur sem Egill Einarsson kærði fyrir rangar sakargiftir ekki ákærðar: Mál gegn konunum fellt niður EGILL EINARSSON Taldi gróflega að sér vegið þegar hann var kærður fyrir nauðgun. DÓMSMÁL Fundnir sekir um þjófnað Tveir ungir menn voru í gær dæmdir sekir fyrir þjófnað í Héraðsdómi Suður- lands. Höfðu þeir brotist inn í sumar- hús í Grímsnes- og Grafningshreppi með því að brjóta rúðu í þvottahúshurð og stálu þar þremur fartölvum. Var annar þeirra dæmdur til níu mánaða fangelsisvistar en hinum var ekki gerð sérstök refsing þar sem hann sætti þegar refsingu fyrir óskylt brot. Látið var líta svo út að Sjóvá hefði tekið víkjandi lán hjá Ingunni, sem Sjóvá skyldi endurgreiða Ing- unni með vöxtum. Úr ákæru sérstaks saksóknara FERÐAMÁL Um 90 þúsund erlendir ferðamenn komu til landsins í júní samkvæmt talningu Ferða- málastofu í Leifsstöð. Þetta er tæplega 21 prósents aukning frá júní í fyrra þegar þeir voru tæp- lega 75 þúsund talsins. Bandaríkjamenn voru stærsti hópurinn, en fimmti hver erlendi ferðamaður sem kom til Íslands í júní var frá Bandaríkjunum. Tæp 14 prósent komu frá Þýskalandi og tæp átta prósent frá Bret- landi samkvæmt upplýsingum frá Ferðamálastofu. Á fyrri helmingi ársins komu því rúmlega 311 þúsund ferða- menn til landsins, litlu færri en landsmenn allir. - bj 90 þúsund ferðamenn í júní: Um 21% fleiri en í júní í fyrra FERÐAST Þeir ferðamenn sem héldu sig við höfuðborgarsvæðið og nágrenni hafa eflaust þurft á regnfötunum að halda í júní. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI LANDHELGISGÆSLAN Mikill viðbún- aður fór í gang þegar Landhelgis- gæslunni barst tilkynning um að tveimur neyðarblysum hefði verið skotið upp í grennd við Sandgerði. Þyrla Landhelgisgæslunnar kann- aði svæðið en fljótlega kom í ljós að ekki var um alvarlegt ástand að ræða. Sáu gæslumenn til manna skjóta síðara blysinu upp á jörðu niðri. - gb Mikill viðbúnaður að óþörfu: Flugeldar taldir vera neyðarblys BÚRMA, AP 25 búddistar voru í gær dæmdir til fimmtán ára fanga- vistar fyrir fjöldamorð og fleiri brot sem framin voru í óeirðum í bænum Meikhtila dagana 20. og 21. mars á þessu ári. Til þessa höfðu aðeins múslimar hlotið dóma fyrir sinn hlut í óeirð- unum. Dómskerfið í Búrma sætir áfram gagnrýni fyrir að mismuna hinum brotlegu, því daginn áður hlaut múslimi ævilangt fangelsi fyrir að myrða einn hinna 43 sem létu lífið í átökunum. - gb Dómar fyrir fjöldamorð: Tugir búddista fá dóm í Búrma

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.