Fréttablaðið - 12.07.2013, Blaðsíða 6
12. júlí 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 6
1. Við hvað ætlar fráfarandi skóla-
stjóri Melaskóla, Björn Pétursson, að
starfa í haust?
2. Hversu margar af 56 verslunum
merkja allar efnavörur rétt?
3. Hvar á að fella skóg fyrir snjófl óða-
varnargarð?
SVÖR:
1. Hann ætlar að verða skólaliði. 2. Fimm.
3. Við Skutulsfjörð.
H Ú S G AG N A H Ö L L I N O P I Ð
O G O P I Ð E I T T S Í M A N Ú M E R
SUMARÚTSALA
| |
| |
| |
|
| | |
UREYRI | REYKJAVÍK | AKU
REYRI | REYKJAVÍK | AKUR
EYRI |
– fyrir lifandi heimili –
LOKAHELGIN
AFSLÁTTUR
%50
ALLT AÐ
SVÍÞJÓÐ Fjöldi vefsíðna með
barnaklámi sem lokað hefur
verið í Svíþjóð fyrir tilstilli lög-
reglunnar hefur tvöfaldast frá
áramótum, úr rúmlega 400 í
rúmlega 1.000 síður.
Fyrst og fremst er um að
ræða síður þar sem börn á aldr-
inum þriggja til tólf ára eru í
kynferðislegum stellingum og
ögrandi fatnaði, að því er segir
á vef sænska ríkisútvarpsins.
Í Svíþjóð er slíkt skilgreint
sem barnaklám samkvæmt
lögum.
Samtök fjármálafyrirtækja
í Svíþjóð hafa um árabil unnið
að því að stöðva greiðslur til
vefsíðna sem dreifa myndum af
kynferðisofbeldi gegn börnum.
- ibs
Barnaklám í Svíþjóð:
Eitt þúsund
vefsíðum lokað
DÓMSMÁL Tveir kröfuhafar sem
ekki hafa fengið fé sem þeir lögðu
í íbúðarrétt hjá hjúkrunarheimilinu
Eir hafa kært niðurstöðu Sýslu-
mannsins í Reykjavík til að freista
þess að fá aflétt veðskuldabréfum
Íbúðalánasjóðs (ÍLS) af fasteignum
Eirar. Sýslumaður hafnaði því að
aflétta veðskuldabréfunum.
Málið verður þingfest fyrir Hér-
aðsdómi Reykjavíkur í dag.
„Það gæti verið ef þessar íbúð-
ir reynast ekki meira virði en veð-
skuld Íbúðalánasjóðs að það verði
ekkert eftir í búi Eirar til að greiða
íbúðarréttarhöfunum,“ segir Sig-
ríður Kristinsdóttir, lögmaður
íbúðarréttarhafanna.
Rétthafarnir, sem nú hafa höfð-
að mál, telja að Eir hafi ekki stað-
ið rétt að því að veðsetja eignirnar.
Samkvæmt lögum hafi stjórnend-
um Eirar borið að fá leyfi fyrir
veðsetningunni hjá sýslumanni.
Það hafi ekki verið gert, og því
beri sýslumanni að aflétta veðsetn-
ingunni, enda ólöglega til hennar
stofnað.
Íbúðalánasjóður lánaði Eir um
1,9 milljarða króna á árunum 2007
til 2010 til byggingar á 120 íbúð-
um í fjórum húsum og tók á móti
veð í húsunum. Miklu skiptir fyrir
íbúðarrétthafa hvort Íbúðalána-
sjóður teljist veðhafi eða almenn-
ur kröfuhafi Eirar vegna þessara
skulda. Raunar á eftir að takast á
um það hvort íbúðarrétthafar telj-
ist almennir kröfuhafar eða hvort
þeir eigi veðkröfu.
Veðkröfur eru tryggðar með veði
í eignum og eru þær fyrst greidd-
ar af andvirði eignanna, þann-
ig að hugsanlegt er að veðið dugi
ekki nema fyrir veðkröfum og þá
kemur ekkert til greiðslu almennra
krafna. Staðfesti dómstólar þá nið-
urstöðu Sýslumannsins í Reykja-
vík að Íbúðalánasjóður eigi veðrétt
fær hann hugsanlega greitt á undan
íbúum sem lögðu margir hverjir
ævisparnaðinn í íbúðirnar á Eir.
Sigríður á von á því að málið
verði afgreitt hratt fyrir dómstól-
um. Dómstóllinn hefur þrjár vikur
til að komast að niðurstöðu frá því
málið er þingfest í dag. Líklegt er
að niðurstaðan, hver sem hún verð-
ur, fari fyrir Hæstarétt, og segir
Sigríður mikilvægt að fá lokaniður-
stöðu í málið áður en greiðslustöðv-
un þrotabús Eirar rennur út þann 9.
september næstkomandi.
Íbúðalánasjóður mun taka til
varna í málinu. Í yfirlýsingu sem
sjóðurinn sendi Fréttablaðinu í
gær segir að sjóðnum sé óheimilt
að lána án þess að veð komi á móti.
Hefði legið fyrir að lánunum yrði
ekki þinglýst hefði ekkert orðið úr
lánveitingunum, og íbúðirnar því
tæpast risið.
Íbúðalánasjóður telur að ákvæði
um að ekki megi veðsetja eignir án
heimildar frá sýslumanni eigi ekki
við þar sem hér sé lánveitingin for-
senda fyrir eignamynduninni. Þá
sé ljóst að umfangsmikill rekstur
leiguíbúða teljist atvinnurekstur,
og ákvæðin eigi ekki við í málinu
af þeim sökum.
brjann@frettabladid.is
Vilja aflétta veðum
ÍLS af íbúðum Eirar
Tveir íbúðarrétthafar hafa stefnt þrotabúi Eirar og Íbúðalánasjóði og vilja aflétta
veðum sjóðsins af eignum þrotabúsins. Getur skipt gríðarmiklu máli fyrir alla
rétthafa, segir lögmaður. Tekist er á um 1,9 milljarða veðkröfu Íbúðalánasjóðs.
HAGSMUNIR Þó aðeins tveir íbúðarrétthafar höfði málið á hendur þrotabúinu og
Íbúðalánasjóði eiga allir íbúar sem eiga eitthvað inni hjá Eir hagsmuna að gæta.
FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
DANMÖRK Kirkjur innflytjenda
í Danmörku, sem á tuttugu
árum hefur fjölgað úr þrjátíu í
240, hafa það markmið að snúa
Dönum til kristinnar trúar.
Þetta er haft eftir Erik Nielsen,
sem er prestur í kirkjunni First
International Baptist Church í
Kaupmannahöfn.
Í frétt á vef Kristilega Dag-
blaðsins segir að kirkjan hafi
haldið ráðstefnu um hvernig
boða eigi fagnaðarerindið
meðal Dana.
Innflytjendapresturinn Tony
Acheampong er efins um að
árangur náist. Danir nenni ekki
að verja tíma í að hlusta á eitt-
hvað sem þeir trúa ekki á. Til
þess þurfi kraftaverk. Þess
vegna biðji hann fyrir Dönum
svo þeir fari að trúa á Guð.
- ibs
Kirkjum innflytjenda fjölgar:
Vilja snúa
Dönum aftur
til kristni
NOREGUR, AP Norska símafyrir-
tækið Telenor Satellite Broadcast-
ing hefur tekið höndum saman við
Norsku geimrannsóknastöðina um
að kanna hagkvæmni þess að koma
á netsambandi á norðurskautinu.
Bo Andersen, yfirmaður Norsku
geimrannsóknarstöðvarinnar,
segir í viðtali við AP-fréttastofuna
að netsamband gæti komist þar á
snemma á næsta áratug, fáist til
þess fjármagn bæði frá einkaaðil-
um og opinberum stofnunum.
Talið er að kostnaðurinn við að
koma á loft nýjum gervihnöttum
sem geta annað svæðinu verði
milli fjörutíu og áttatíu milljarðar
íslenskra króna. - gb
Norðmenn bregðast við:
Vilja netvæða
norðurskautið
FINNLAND Upplýsingar finnsku
öryggislögreglunnar benda til að
njósnir erlendra aðila hafi aukist í
Finnlandi undanfarin ár.
Á vef Hufvudstadsbladet er
vitnað í skýrslu rannsóknar-
stofnunar þar sem kemur fram
að það séu aðallega diplómatar
sem stundi njósnirnar. Þeim hafi
verið vísað úr landi vegna gruns
um njósnir.
Finnska varnarmálaráðuneytið
telur líklegra að Kínverjar stundi
nú njósnir í Finnlandi heldur en
Rússar. - ibs
Upplýsingar öryggislögreglu:
Stunda njósnir
í Finnlandi
NORÐURSKAUTIÐ Eitt fárra svæða
jarðarinnar sem enn er án netsambands.
FRÉTTABLAÐIÐ/AP
ATVINNUMÁL „Við lögðum til að sett yrði á laggirn-
ar starfsnefnd sem hefði það verkefni að reyna að
leysa þann hnút sem nokkrar fiskeldisstöðvar eru
í,“ segir Guðbergur Rúnarsson, formaður Lands-
sambands fiskeldisstöðva, eftir fund með Sigurði
Inga Jóhannssyni, sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðherra, í gær.
Þar á Guðbergur við vanda þeirra fyrirtækja sem
hafa sótt um leyfi fyrir stækkunum, en leyfisum-
sóknirnar eru fastar í kerfinu. Sama kerfi og Sig-
urður Ingi sagðist ætla að bylta, í Fréttablaðinu
í gær.
„Það er svo mikið að gera hjá þessum úrskurðar-
nefndum þannig að ef málum er vísað þangað
kostar það bara tveggja ára bið,“ segir Guðbergur.
Ekki voru allir sáttir við áform ráðherrans um
að liðka til í þessu kerfi. Honum bárust bréf frá
Orra Vigfússyni, formanni Verndarsjóðs villtra
laxastofna, þar sem mælst var til þess að ekki
yrðu veitt fleiri leyfi fyrir fiskeldi í sjó þar til
Íslendingar byggju yfir nægilegri þekkingu í
þessum efnum.
„Fiskeldið getur eyðilagt orðstír okkar Íslend-
inga. Við erum þekktir fyrir hreina og óspillta
náttúru og getum þar af leiðandi selt fisk á tutt-
ugu prósent hærra verði en aðrir. Viljum við fórna
því?“ spyr Orri.
Eins barst ráðherra bréf frá Landssambandi
veiðifélaga sem óskaði eftir fundi til að fara yfir
málin. - jse
Stangveiðimenn ósammála fiskeldismönnum og þrýsta á sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra:
Telja fleiri fiskeldisstöðvar skaða orðstírinn
FISKELDI Á VESTFJÖRÐUM Landssamband veiði-
félaga og formaður Verndarsjóðs villtra laxastofna
biðja ráðherra að gjalda varhug við stækkunum í fisk-
eldi. MYND/FJARÐARLAX
VEISTU SVARIÐ?