Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.07.2013, Qupperneq 24

Fréttablaðið - 13.07.2013, Qupperneq 24
FÓLK|HELGIN FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug- lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýs- ingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Á PÚKAMÓTI Veðrið hefur ætíð leikið við leikmenn og gesti Stóra púkamótsins á Ísafirði sem haldið hefur verið hvert sumar frá 2005. Stóra púkamótið er haldið í níunda sinn í ár. Haraldur Leifsson, einn upphafsmanna þess, ætlar að mæta að venju enda er mótið einn af hápunktum sumarsins hjá honum líkt og öllum hinum körlunum sem koma nær árlega til Ísafjarðar að spila fótbolta á stillum sumardögum. „Upphaflega var hugmyndin sú að búa til viðburð sem fengi aðflutta Ísfirðinga til að snúa heim,“ útskýrir Haraldur, en um tveir þriðju hluti leikmanna eru brottfluttir en restin býr í bænum. „Reyndar er mótið nú orðið fyrir alla þá sem stunda knattspyrnu á Íslandi og eru orðnir eldri en þrítugir,“ tekur hann fram. Í ár hafa þrjátíu leikmenn skráð sig til leiks. „Við lokum hins vegar ekki fyrir skráningu fyrr en flautað er til fyrsta leiks,“ segir Haraldur glettinn. Leikmenn eru á öllum aldri en aldursforsetinn er Pétur Sigurðsson 81 árs að aldri. „Hann stendur í marki og er á samningi hjá okkur til tveggja ára,“ segir Haraldur glettinn. STYRKJA ÍSFIRSKA KNATTSPYRNU Fyrir nokkrum árum ákváðu aðstand- endur Stóra púkamótsins að byggja upp sjóð til að styrkja ýmis málefni sem varða ísfirska knattspyrnu. „Við höfum nú þegar veitt um fjórar milljónir króna til ýmissa verkefna sem tengjast knatt- spyrnuiðkun fyrir vestan,“ upplýsir Haraldur. Sjóðurinn hefur meðal annars lagt til peninga til byggingar á sparkvelli fyrir ísfirska krakka, eða púka eins og þeir eru kallaðir fyrir vestan. „Aðalmark- miðið sjóðsins er þó að mennta þjálfara á staðnum.“ SEGJA PÚKASÖGUR Gleðin er ávallt við völd þegar knatt- spyrnupúkarnir koma saman. „Manni líður strax eins og maður hafi aldrei flutt og þó eru þrjátíu ár síðan,“ segir Haraldur glaðlega. Að loknu móti er haldið galakvöld þar sem veitt eru ýmis verðlaun sem flest eru tileinkuð minningu góðra vina sem fallnir eru frá. Á mótinu sjálfu eru mynduð fjögur til sex lið eftir því hve margir mæta til leiks. Liðin eru skýrð eftir hinum ólíku púka tegundum sem þekktust á Ísafirði á árum áður. „Til dæmis voru til Króks- púkar, Fjarðarpúkar og Dokkupúkar,“ segir Haraldur sem sjálfur segist vera Vestrapúki. Inntur eftir því hvort hann hafi tilheyrt hinum alræmdu efribæjar- eða neðri- bæjarpúkum sem elduðu grátt silfur saman segir hann svo ekki vera. „Ég bjó akkúrat í miðjunni á nokkuð hlutlausu svæði, ég var því aldrei barinn,“ segir hann hlæjandi og bætir við að menn byrji strax og þeir hittist að rifja upp gamlar sögur af árum sínum sem púkar á Ísafirði. RIFJA UPP GAMLAR PÚKASÖGUR ÍSAFJÖRÐUR Stóra púkamótið er haldið á Ísafirði í dag. Á mótinu spila fullorðnir karlar fótbolta og rifja upp þrjátíu ára gömul prakkarastrik. Hátíðin hefst með kvöldtónleikum föstudaginn 19. júlí kl. 20 með kórsöng. Sýning verður í Skálholtsskóla á laugar- deginum en á henni eru munir sem tengjast byggingu og vígslu í Skálholts- dómkirkju. Gestum verður boðið upp á útidagskrá á laugardag, meðal annars göngur sem hefjast kl. 13.30. Göngurnar sem boðið er upp á eru söguganga, fuglaganga, skólaganga, urtaganga og fornleifafræðsla. Gamlir barnaleikir verða endurvaktir og börnunum gefinn kostur á að prófa fornleifarannsóknir. Við Gestastofu verður útimarkaður með grænmeti beint frá býli og aðrar góðar afurðir úr sveitinni ásamt sölu á kaffi og matarveitingum í Skálholtsskóla. Tón- listarflutningur verður í samvinnu við Sumartónleika Skálholtsdómkirkju. Á sunnudag verður hátíðarsamkoma kl. 16.15 þar sem biskup Íslands, Agnes Sigurðardóttir, flytur ávarp, bæn og blessun. Lagður var hornsteinn að nýrri kirkju á Skálholtshátíð árið 1956 en hún var síðan vígð árið 1963 af biskupi Íslands, herra Sigurbirni Einarssyni. SKÁLHOLTSKIRKJA 50 ÁRA Vegleg viðburðahelgi verður um næstu helgi, 19.–21. júlí, í Skálholti í tilefni þess að fimmtíu ár eru liðin frá vígslu Skálholtsdómkirkju. HÁTÍÐ Frú Agnes Sigurðardóttir, biskup Íslands, flytur ávarp á hátíðarsamkomu sunnudaginn 21. júlí. SKÁLHOLTSHÁTÍÐ VERÐUR NÆSTU HELGI. P R EN TU N .IS / w w w .g e n g u rve l.is Save the Children á Íslandi Frábært úrval afþreyingar, ferskar fréttir, fjölbreytt efnisval, myndrænt viðmót og færri flettingar. Þess vegna var visir.is kosinn besti frétta- og afþreyingarvefur ársins á Íslensku vefverðlaunu- num 2012. Minna að fletta meira að frétta F ÍT O N / S ÍA Úr umsögn dómnefndar: „Vefurinn býður upp á margskonar afþreyingu auk gífurlegs úrvals frétta. Vefurinn er léttur og skemmtilegur auk þess sem einfalt og fljótlegt er að finna það efni sem leitað er að.“ BESTI FRÉTTA- OG AFÞREYINGARVEFURINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.