Fréttablaðið - 13.07.2013, Síða 32
| ATVINNA |
Félagsráðgjafi
Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir eftir félags-
ráðgjafa. Um er að ræða 100% starf félagsráðgjafa í
félagsþjónustu sveitarfélaganna á Snæfellsnesi.
Íbúafjöldi þjónustusvæðisins er um 4 þúsund.
Hjá FSS starfa forstöðumaður, 2 sálfræðingar,
þroskaþjálfi, kennslu- og starfsráðgjafi, ráðgjafi félags-
þjónustu, 2 talmeinafræðingar auk starfsmanna heima-
þjónustu, liðveislu og málaflokks fatlaðs fólks.
Viðfangsefni
• Barnavernd
• Málefni fatlaðs fólks
• Ráðgjöf
• Þverfagleg teymisvinna
• Önnur verkefni félagsþjónustu sveitarfélaga
Hæfniskröfur
• Starfsbundin réttindi félagsráðgjafa
• Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
• Samskipta- og samstarfshæfni
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands
íslenskra sveitarfélaga og Félagsráðgjafafélags Íslands.
Æskilegur upphafstími starfs er 1. september n.k.
Umsókn er tilgreini menntun, fyrri störf og umsagnar-
aðila berist Sveini Þór Elinbergssyni, forstöðumanni
Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, Klettsbúð 4, 360
Snæfellsbæ fyrir 30. júlí n.k. Frekari upplýsingar veitir
forstöðumaður í síma 430 7800, netfang: sveinn@fssf.is.
Landvernd óskar eftir að ráða starfsmann við verkefnið
Skólar á grænni grein – Grænfánaverkefnið. Verkefnið er
alþjóðlegt umhverfismenntaverkefni sem rekið er í yfir 200
skólum á öllum skólastigum á Íslandi. Ráðið verður til sex
mánaða frá byrjun september með möguleika á áfram-
haldandi ráðningu.
Starfssvið
Starfsmaður tekur m.a. þátt í úttektum á umhverfisstarfi
þátttökuskóla, veitir skólum ráðgjöf um umhverfismál,
kemur að gagnaöflun, úrvinnslu og skýrsluskrifum og tekur
þátt í þróun verkefnisins.
Menntun og hæfniskröfur
Krafist er háskólaprófs á sviði umhverfisfræða og/eða
menntavísinda, og áhuga á umhverfismálum. Þekking og
reynsla af skólastarfi, þ.m.t. af menntun til sjálfbærni, er
æskileg. Góðir samskiptahæfileikar eru nauðsynlegir, jafnt
hvað varðar börn, unglinga og fullorðna. Gerð er krafa
um frumkvæði, sjálfstæði og jákvæðni í starfi og öguð og
skipulögð vinnubrögð. Starfið felur í sér allmörg ferðalög
innanlands.
Kröfur til umsóknar og frestur
Umsókn þarf að fylgja ferilskrá og greinargerð þar sem
ástæða umsóknar er útlistuð, hæfni viðkomandi til að
gegna starfinu lýst og listi yfir 2-3 meðmælendur gefinn.
Umsóknir skulu sendar á mummi@landvernd.is, merktar
„Grænfáni umsókn“. Umsóknarfrestur er til 9. ágúst n.k.
Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Ingi Guðbrandsson,
framkvæmdastjóri Landverndar í s. 552-5242.
Starfsmaður – Grænfánaverkefni
Landverndar
Ísbíllinn leitar að sölumönnum í fullt starf
eða kvöld og helgarvinnu.
Góð laun fyrir góða starfsmenn.
Umsókn og ferilskrá sendist fyrir 19.júlí á
isbillinn@isbillinn.is.
Sölumaður óskast
www.isbillinn.is
Umsóknir ásamt ferilskrá sendist á arekstur@arekstur.is fyrir 1. ágúst nk.
arekstur.is sérhæfir sig í
þjónustu við tryggingafélög og
viðskiptavini þeirra, lendi þeir í
umferðaróhöppum. Starfsmenn
arekstur.is eru með mikla reynslu
af vinnu þar sem umferðaslys
og umferðaróhöpp hafa átt sér stað.
Reynslan hefur skilað sér í
faglegum vinnubrögðum þar sem
nauðsynlegra gagna er aflað á
vettvangi tjóns. Starfsmenn
A&Ö eru þjálfaðir í skyndihjálp
og vanir að takast á við
erfið mál á vettvangi.
Menntunar- og hæfniskröfur:
• Stúdentspróf eða sambærileg menntun er skilyrði
• Æskilegt er að viðkomandi hafa lokið skyndihjálparnámskeiði
• Gott vald á íslensku, bæði í riti og ræðu
• Þekking á íslenskum umferðarlögum
• Góð almenn tölvukunnátta
Gert er ráð fyrir að rannsóknarfulltrúi hefji störf Fljótlega.
Fyrstu vikur í starfi munu fara í ítarlega starfsþjálfun.
arekstur.is óskar eftir að ráða rannsóknarfulltrúa til starfa. Um er að ræða fjölbreytt
og áhugavert framtíðarstarf. Rannsóknarfulltrúi fer á vettvang minniháttar
umferðaróhappa. Hannrannsakar vettvang, mælir og ljósmyndar, aðstoðar við að
fylla út tjónaskýrslur og gengur í önnur verkefni sem til falla. Rannsóknarfulltrúi
tekur einnig við símtölum og svararfyrirspurnum, er í samskiptum við fjölmiðla
og uppfærir reglulega vefsíðu arekstur.is
Rannsóknarfulltrúi þarf að vera heiðarlegur, nákvæmur, áreiðanlegur, líkamlega og
andlega hraustur, með miklasjálfstjórn, hafa yfirburða samskiptahæfni, þarf að geta
unnið sjálfstætt og framvísað hreinu sakavottorði, sé þess óskað.
RAFMAGNSVERKFRÆÐINGUR/RAFMAGNSTÆKNIFRÆÐINGUR
Vegagerðin auglýsir eftir rafmagnsverkfræðingi eða rafmagnstæknifræðingi í fullt
starf. Viðkomandi mun starfa á siglingasviði stofnunarinnar,sem fyrst um sinn er
staðsett í Kópavogi, með áherslu á leiðsögukerfi á sjó og landi og m.a. rekstri, við-
haldi og þróun leiðbeiningamerkja á sjó og landi. Viðkomandi mun einnig sinna
tilteknum verkefnum í samvinnu við þjónustudeild stofnunarinnar. Í boði er spennandi,
krefjandi og fjölbreytt framtíðarstarf.
Starfsviðið er tvíþætt:
Annars vegar að sjá um rekstur á leiðsögukerfi og
upplýsingakerfi fyrir skip og ökutæki. Leiðsöguk-
erfin fyrir skip eru sjálfvirkt auðkennikerfi fyrir skip (
AIS), ljósvita, siglingabaujur, radarsvara, leiðarmerki,
öldubaujur, uppsetning leiðsögukerfa ofl. Hlutverk
viðkomandi er að hafa umsjón með, þjónusta, setja
upp, prófa og reka þessi kerfi.Stofnunin veitir höfnum
landsins auk þess tæknilega aðstoð.
Hins vegar að starfa með upplýsingaþróun þjónustu-
deildar að ýmsum verkefnum sem tengjast mæla- og
upplýsingakerfum við vegi, ferilvöktunarbúnaði,
samskiptabúnaði o.fl.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Háskólamenntun í rafmagnsverkfræði eða
rafmagnstæknifræði
• Farsæl reynsla í rafmagnsverk- eða tæknifræði
• Þekking á fjarskiptakerfum
• Þekking á leiðsögukerfum er æskileg
• Þekking á hugbúnaðasviði
• Reynsla og þekking á störfum á sjó er æskileg
• Skipstjórnarréttindi eru æskileg
• Frumkvæði og hæfni í mannlegum samskiptum
og teymisvinnu
• Hæfni til að ná yfirsýn yfir flókin verkefni fljótt
og örugglega.
• Gott vald á íslensku, ensku og æskilegt á einu
norðurlandamáli
• Skipulögð og öguð vinnubrögð í starfi
Starfið hentar jafnt báðum kynjum og í samræmi við starfs-
mannastefnu Vegagerðarinnar eru konur með tilskyldar
menntunar- og hæfniskröfur sérstaklega hvattar til að
sækja um starfið.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til 6.ágúst 2013.
Umsóknir berist mannauðsstjóra netfang oth@vegagerdin.is
Í umsókninni komi fram persónulegar upplýsingar ásamt upplýsingum um þá menntun og hæfni sem óskað
er eftir, þar með talin menntunar- og starfsferilsskrá.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Björn Ólafsson í síma 522 1000.
Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst.
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
13. júlí 2013 LAUGARDAGUR6