Fréttablaðið - 13.07.2013, Side 34
TÖLVARI - REYKJAVÍK
Starf tölvara á upplýsingatæknideild Vegagerðarinnar er laust til umsóknar.
Um 100% starf er að ræða og þarf viðkomandi að ganga bakvaktir á móti öðrum
starfsmönnum deildarinnar.
Starfssvið
Rekstur upplýsingakerfa Vegagerðarinnar og þjónusta við notendur þeirra. Innkaup á tölvum og rekstrarvörum í
umboði og samstarfi við rekstrardeild, ásamt innkaupum á stöðluðum hugbúnaði. Ýmis eignaumsjón.
Menntunar- og hæfniskröfur
• Stúdentspróf eða sambærileg menntun
• Þekking á Linux stýrikerfum og netsamskiptum
• Þekking á Microsoft stýrikerfum og hugbúnaði
• Reynsla af rekstri upplýsingakerfa
• Frumkvæði og hæfni til að vinna sjálfstætt
• Góðir samstarfshæfileikar
• Skipulögð vinnubrögð
Vegagerðin er eftirsóknarverður vinnustaður sem hentar jafnt báðum kynjum og í samræmi við starfsmannastefnu
Vegagerðarinnar eru konur með tilskyldar hæfniskröfur sérstaklega hvattar til að sækja um starfið. Vegagerðin er
með virka starfsmannastefnu þar sem markmiðið er að viðhalda jafnvægi milli vinnu og einkalífs.
Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi ríkisins og viðkomandi stéttarfélags.
Umsóknarfrestur er til 6. ágúst 2013. Umsóknir berist mannauðsstjóra netfang oth@ vegagerdin.is. Í umsókninni komi fram
persónulegar upplýsingar ásamt menntunar- og starfsferilsskrá.
Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Íris Leósdóttir í síma 522 1000
Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.
Starfatorg.is
Laus störf hjá ríkinu og upplýsingar um málefni ríkisstarfsmanna
Starf Stofnun Staður Nr. á vef
Ljósmóðir - afleysing í ár Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Ísafjörður 201307/036
Embætti framkvæmdastjóra LÍN Mennta- og menningarmálaráðun. Reykjavík 201307/035
Verkefnastjóri fasteigna Íbúðalánasjóður Reykjavík 201307/034
Framhaldsskólakennari Flensborgarskólinn Hafnarfjörður 201307/033
Nýdoktor á sviði eldgosarannsókna Jarðvísindastofnun Háskólans Reykjavík 201307/032
Sérfræðingur Litla Hraun/Sogn Árborg/Ölfus 201307/031
Starfsmaður í móttöku Náttúrufræðistofnun Íslands Garðabær 201307/030
Starf doktorsnema eða nýdoktors Verkfr.- og nátt.vís.svið - Félagsvís. Reykjavík 201307/029
Lektorsstörf við Háskóla Íslands Háskóli Íslands Reykjavík 201307/028
Starfsmaður Vínbúðin Höfn Höfn 201307/027
Deildarlæknar í starfsn. í lyflækn. LSH Aðstoðarlæknar lyflækninga Reykjavík 201307/026
Tölvari Vegagerðin Reykjavík 201307/025
Heilbrigðisritari - skrifstofumaður Dag- og göngud. blóð- og krabbam. Reykjavík 201307/024
Rafmagnsverkfr./Rafmagnstæknifr. Vegagerðin Kópavogur 201307/023
Verk- eða Tæknifræðingur Vegagerðin Reyðarfjörður 201307/022
Starfsmenn í eldhús Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Ísafj./Bolung. 201307/021
Landfræðingur Forsætisráðuneytið Reykjavík 201307/020
Umsókn sendist rafrænt á marta@elite.is
fyrir 18. júlí 2013.
WWW.FASHIONACADEMY.IS
Óskum eftir reyndum snyrtifræðingum til kennslu
við Beauty Academy. Í boði eru bæði heilar og
hálfar stöður.
Beauty Academy er hluti af Fashion Academy
Reykjavík. Við bjóðum upp á nám í snyrtifræði til
undirbúnings fyrir sveinspróf. Beauty Academy
er viðurkenndur einkaskóli á framhaldsskólastigi
og lánshæfur hjá LÍN.
Nánari upplýsingar um starfssvið og
hæfniskröfur veitir Stefanía Marta
Katarínusardóttir, skólastjóri - marta@elite.is
KENNARAR Í SNYRTIFRÆÐI
BÝR Í ÞÉR ÁHUGI TIL AÐ MIÐLA TIL ANNARA?
Starf sérkennara og stuðningsfulltrúa
í Grunnskóla Grindavíkur.
Grunnskóli Grindavíkur auglýsir eftir sérkennurum og
stuðningsfulltrúa til starfa á næsta skólaári. M.a. er um
að ræða verkefni á elsta stigi og við leitum sérstaklega
eftir karlmanni í starf stuðningsfulltrúa.
Grindavíkurbær er um 2.900 íbúa samfélag í næsta
nágrenni höfuðborgarsvæðisins. Í Grindavík er lögð áhersla
á fjölskylduvænt umhverfi, íþróttastarf og heilsueflingu í
skóla og leikskóla. Starfsmenn Grindavíkurbæjar eru um
170, en bærinn býður upp á alla helstu opinbera þjónustu.
Starfsmenn Grindavíkurbæjar hafa sett sér eftirfarandi gildi
sem unnið er eftir í starfsemi bæjarins, þau eru jafnræði,
jákvæðni, þekking, framsækni og traust.
Skólinn er heildstæður, einsetinn grunnskóli, með um 450
nemendur í tveimur starfsstöðvum. Í Grunnskóla Grindavíkur
er starfað eftir Uppbyggingarstefnunni og lögð áhersla á að
skapa þannig umhverfi að öllum líði vel og allir læri að bera
virðingu fyrir sjálfum sér og umhverfi sínu. Starfsemin skal
einkennast af fjölbreytni, sveigjanleika og víðsýni þar sem
tekið er tillit til mismunandi þarfa, áhuga og getu nemenda.
Allur aðbúnaður og umhverfi skólans er til fyrirmyndar. Sjá
nánar á heimasíðu skólans
http://www.grindavik.is/grunnskolinn .
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveit-
arfélaga og viðkomandi stéttarfélags. Umsóknir skulu berast
Grunnskóla Grindavíkur Ásabraut 2, 240 Grindavík eða sendist
á netfangið halldorakm@grindavik.is fyrir 31. júlí nk.
Nánari upplýsingar veitir
Halldóra K. Magnúsdóttir skólastjóri í síma 660-7330.