Fréttablaðið - 20.07.2013, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 20.07.2013, Blaðsíða 10
20. júlí 2013 LAUGARDAGURSKOÐUN FRÉTTABLAÐIÐ Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is FRÉTTASTJÓRAR: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Sigríður Björg Tómasdóttir, sigridur@frettabladid.is HELGAREFNI: Kjartan Guðmundsson kjartan@frettabladid.is VÍSIR: Kristján Hjálmarsson, kristjan@visir.is LJÓSMYNDIR: Pjetur Sigurðsson pjetur@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚTLITSHÖNNUN: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 miðlar ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg S. Pálmadóttir FORSTJÓRI OG ÚTGÁFUSTJÓRI: Ari Edwald RITSTJÓRAR: Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is, Mikael Torfason mikael@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 SPOTTIÐ AF KÖGUNARHÓLI ÞORSTEINS PÁLSSONAR S agnfræðingurinn og alþingismaðurinn Elín Hirst skrifaði grein í Fréttablaðið í gær þar sem hún segir meðal annars: „En ég tel að hagsmunum Íslands sé mun betur borgið utan ESB og hef fært fyrir því ýmis rök, til dæmis að framsal á fullveldi komi ekki til greina fyrir nýfrjálsa þjóð eins og okkur Íslendinga.“ Hvernig ætli sagnfræðingar skilgreini „nýfrjáls“ ríki? Ísland varð frjálst og fullvalda ríki 1. desember árið 1918. Síðar á árinu verður haldið upp á 95 ára afmæli þess merkisviðburðar. Frá 1918 hafa Íslendingar ráðið sínum málum sjálfir, þótt fyrstu 26 árin í sögu ríkisins hafi það deilt valdalausum puntkóngi með Danmörku. Árið áður en Ísland fékk fullveldi og varð sérstakt ríki voru fullvalda ríki í heiminum 55 talsins. Árið 1918 var Ísland í hópi um 15 ríkja sem hlutu fullveldi eftir fyrri heimsstyrjöldina. Núna eru aðildarríki Sameinuðu þjóðanna 193. Með öðrum orðum fengu tveir þriðjuhlutar ríkja heims fullveldi á eftir Íslandi. Ísland er í hópi eldri sjálfstæðra nútíma- ríkja og er jafnframt í hópi ríkja sem eiga sér hvað lengsta óslitna lýðræðishefð. Hin lífseiga mýta um „nýfrjálsa“ ríkið Ísland á ekki sízt rætur í því hvernig sjálfsmynd þjóðarinnar hefur sífellt verið skilgreind út frá sögunni um baráttu við erlent vald fyrir sjálfstæði þjóðarinnar. „Sjálfstæðis- baráttunni lýkur aldrei“ er frasi sem við þekkjum vel. Fullveldið hefur verið talið forsenda framfara – jafnvel þótt það sé ekki til lengur í þeim skilningi sem menn lögðu í það árið 1918. Hin æ óljósari hugmynd um fullveldi hefur þá stundum orðið æðra mark- mið en innihaldið í framförunum. Það hentar þessari frásögn að undirstrika í sífellu að fullveldið sé svo nýfengið að það sé brothætt og viðkvæmt eins og lítið barn – við verðum að halda fast utan um það, því að annars gæti það dottið og meitt sig. Krúttlegt, en kannski tímabært að hætta að hafa áhyggjur þegar barnið er að nálgast 100 ára aldurinn. Útlendingur, búsettur hér á landi, sagði við höfund þessa pistils fyrr í vikunni: Af hverju hafði forsætisráðherrann svona miklar áhyggjur af þjóðmenningunni í ræðu sinni á 17. júní? Er eitthvað sem ógnar henni? Íslenzk menning er full sjálfstrausts, hér ólgar allt af sköpunargleði. Tónlist, bíómyndir, myndlist, bókmenntir og hönnun eru eftirsóttar útflutningsvörur. Hvað er að óttast? Glöggt er gests augað. Alþjóðleg áhrif auðga íslenzka þjóðmenn- ingu. Alþjóðleg tengsl og samstarf styrkja líka fullveldið, í þeim skilningi að við höfum áhrif á ákvarðanir sem skipta miklu fyrir íslenzka hagsmuni. Ísland er gamalt ríki með gróna lýðræðishefð og sterka menningu og getur gengið hnarreist til samstarfs við önnur. Andstæðingar þess að við dýpkum enn samstarfið við lýðræðis- ríkin í Evrópu geta rökstutt afstöðu sína með því að þeir séu enn þá tortryggnir í garð erlends valds, að þeir hafi dálitla minni- máttarkennd fyrir hönd þjóðernisins og trúi því ekki að íslenzk menning sé ekki í hættu vegna erlendra áhrifa, að það gangi betur að skapa samkennd með þjóðinni með því að búa til óvini í útlönd- um en með því að virkja samtakamáttinn inn á við til góðra verka. En hlífið okkur við bullinu um að Ísland sé „nýfrjálst“ ríki. Sú mýta hljómar ekki sannfærandi lengur. Verður fullveldið aldrei fullorðið? Nýfrjálst ríki í 95 ár Ólafur Þ. Stephensen olafur@frettabladid.is Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórn-arinnar er lýst áformum um nýtt dómstig milli þess hæsta og héraðs dómanna. Það væri til samræmis við dóma- skipun á öðrum Norðurlöndum. Slík breyting yrði vissulega til bóta um sumt. Hrun krónunnar og bankanna leiddi til allnokkurrar fjölgunar dómsmála. Vinstri stjórnin átti tvo kosti í þeirri stöðu. Hún greip til þess ráðs að fjölga dómurum tímabundið. Hinn kosturinn var að setja á fót millidómstig. Þetta val hefur sætt gagnrýni í heimi lögfræðinga. Helst er á það bent að fjölgun dómara kunni að hafa aukið hættu á mis- ræmi í dómum sem hafa for- dæmisgildi. Á móti kemur að lengri tíma hefði tekið að undirbúa lög- gjöf um nýtt dómstig ef vanda hefði átt til verksins. Þannig hefði sú ráðstöf- un orðið of seinvirk við lausn á bráðum og tímabundnum vanda. Nýtt dómstig gæti tvöfaldað kostnaðinn við áfrýjun dómsmála ef raunhæft mat er lagt á það sem til þarf. Fyrir vinstri stjórnina var pólitískt útilokað að skera meir niður á Land spítalanum sem þeim kostnaðarauka nam. Ætla má að sú staðreynd hafi líka ráðið miklu gagnvart þeim mótrökum að réttir menn gætu í hendingskasti snarað frá sér frumvarpi um nýtt dómstig. Ólík- legt er að hægri stjórn hefði við sömu aðstæður gripið til annarra ráða. Nú er spurningin þessi: Hefur eitthvað það breyst í dómskerfinu eða ríkisfjármálunum sem bend- ir til að tími sé kominn á að setja spurninguna um milli dómstig aftur á dagskrá? Um háa dóma og lága Í þessu samhengi þarf að hafa í huga að málafjöldinn á rætur í tímabundnu ástandi. Dómara- embættum fækkar sjálfkrafa eftir því sem tíminn líður og málunum fækkar. Þar með hverfur sú til- gáta að fjöldi dómara skapi hættu á misvísandi fordæmum. Líta verður til þess að tölur um málafjölda segja ekki alla söguna. Kærur um réttarfarsálitaefni og gæsluvarðhald eru stór hluti. Slík mál taka mun skemmri tíma en dómar um efnislegan réttar- ágreining. Á tíunda áratugnum var gerð mikil breyting á lögum um dóm- stóla. Eftir ítarlega skoðun þótti eins og þá stóð á í ríkisfjármálum hyggilegra að deildaskipta Hæsta- rétti en að taka upp millidómstig. Sú ráðstöfun gafst vel. Bylting varð í hraða dómsmála. Og þó að alltaf megi deila um niðurstöður dóma hefur ekki með gildum rökum verið sýnt fram á að þetta einfalda og skilvirka kerfi tryggi ekki vandaða og réttláta meðferð mála. Ríkisstjórnin skipaði nýlega nefnd þingmanna til að leggja á ráðin um víðtækar kerfisbreyt- ingar í opinberum rekstri. Mark- miðið er að draga úr kostnaði þar sem unnt er án þess að skerða þjónustu til þess meðal annars að koma í veg fyrir að heilbrigðis- kerfið molni niður. Hefði vinstri stjórnin á sínum tíma valið hinn kostinn og stofnað millidómstig er líklegt að það hefði fyrr lent undir fallöxi nýju hagræðingarnefndarinnar en einstakar deildir Landspítalans. Kjarni málsins er því miður sá að engar þær breytingar hafa orðið á fjármálum ríkisins sem losa ábyrg stjórnvöld frá þessu erfiða vali. Ríkisstjórninni yrði því örugg- lega fyrirgefið þó að hún flýtti sér hægt að efna þetta loforð. Hagræðing Útilokað er að dómarar við Hæstarétt geti alltaf verið sammála um lögfræði- leg álitaefni. Og þeir geta jafn- vel haft mismunandi hugmyndir um kosti og lesti hver annars. Stjórnmálamenn hafa líka mis- munandi skoðanir á dómurum og dóms niðurstöðum. Sjónarmið af þessu tagi mega aftur á móti ekki hafa áhrif á dómstólaskip- unina. Ríkisstjórnin hefur alls ekki gefið tilefni til að ætla að svo sé af hennar hálfu. Reyndar er aðeins eitt dæmi um að slík viðhorf hafi leitt til ráðagerða um breytingar á dóm- stólaskipaninni. Þegar Jónas frá Hriflu sat á stóli dómsmálaráð- herra var hann ósáttur við hvern- ig dómarar Hæstaréttar skrifuðu dóma sína. Hann lagði því til að Hæstiréttur yrði lagður af og nýr Fimmtardómur að þjóðmenn- ingarlegum hætti settur á fót í staðinn. Um leið átti að afnema umsagnir æðsta dómstólsins um nýja dómara til þess að ráð- herrann hefði sjálfur frjálsari hendur við skipan þeirra. Á þessum tíma sat Fram- sóknarflokkurinn einn við ríkisstjórnar borðið og dóms- málaráðherrann réði öllu sem hann kaus að ráða. En ráðagerðin olli slíkri hneykslan að tveir þingmenn Framsóknarflokksins höfðu forgöngu um að setja ráð- herranum stólinn fyrir dyrnar svo að frumvarpið dagaði uppi. Fyrir það eitt eru þeir einhverjir merkustu þingmennirnir í sögu flokksins. Þó að tilefnið sé ekkert er þessi upprifjun holl á öllum tímum. Hún er sterk áminning um hversu yfirvegað og vandlega þarf að standa að öllum breyting- um á skipan dómstólanna vegna þess mikla hlutverks sem þeir gegna í sérhverju réttarríki. Holl upprifj un Boðið er upp á tveggja vikna spænskunámskeið með menn- ingarlegu ívafi í Extremadurahéraði á Spáni. Kennt er í 3 tíma á dag utan þá tvo daga sem farið er í dagsferðir. Fyrri vikuna er dvalið í klaustri sem breytt hefur verið í þriggja stjörnu hótel í þorpinu La Parra. Þar gefst góður tími til slaka á, ná sambandi við náttúruna og kyrrðina og borða mat sem framleiddur er í héraðinu. Síðari vikuna er dvalið á undurfallegu fjögurra stjörnu hóteli á ráðhús- torginu í bænum Zafra. Leiðsögumaður og spænskukennari er Margrét Jónsdóttir Njarðvík, vararæðismaður Spánar. Haustbúðir á Spáni - fyrir fullorðna www.mundo.is 11. - 25. október 2013 Verð: 369.900 miðað við tvo í herbergi Verð: 410.000 miðað við einn í herbergi Nánari upplýsingar í síma 6914646 eða margret@mundo.is Innifalið: Flug, hótel, fæði (fullt fæði fyrri vikuna, hálft fæði síðari vikuna), rútuferðir, skoðunarferðir til Mérida og Sevilla, spænskukennsla 3 klst. á dag, gönguferðir við sólarupprás í 2-3 klst á dag, jóga þrisvar í viku, aðgangseyrir að Reales Alcazares í Sevilla og aðgangseyrir að söfnum í Mérida.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.