Fréttablaðið - 20.07.2013, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 20.07.2013, Blaðsíða 21
LAUGARDAGUR 20. júlí 2013 | HELGIN | 21 var liðið komið í þvílík vand- ræði. Þeir voru búnir að kaupa svo mikið af stjörnum, sérstaklega árið áður. Þetta var svo dýrt að þetta fór eigin lega bara á hausinn,“ segir Guðbjörg. „Þeir þurftu að byrja á núlli en mér leið svo vel þarna að ég vildi halda áfram að taka þátt í þessu. Ég sé ekkert eftir því. Ég var fyrir- liði tvö af þeim fjórum árum sem ég var þarna og ég lærði ógeðs- lega mikið af veru minni. Það var ótrúlega mikið að gera hjá mér undir lokin og ógeðslega leiðinlegt að tapa svona mikið af leikjum. Ég held að ég hafi bara lært svo mikið af þessu sem manneskja og karakter. Það er ótrúlega létt að vera fyrirliði þegar vel gengur en þegar illa gengur þá þarftu að sýna úr hverju þú ert gerð,“ segir Guð- björg sem leitaði sér að nýju liði í vetur eftir að Djurgården féll úr deildinni síðasta sumar. Of gott til að vera satt „Ég fékk nokkur tilboð frá sænskum liðum. Mér fannst ég vera komin með nóg og vildi prófa eitthvað nýtt. Ég var að hugsa um að fara til Rússlands eða Þýska- lands en svo bara kom þetta upp með Avaldsnes. Þetta var svo mikið ævintýri og svo spennandi að heyra um aðstöðuna og þennan fjárhags- legan bakgrunn. Þetta var eigin- lega of gott til að vera satt,“ segir Guðbjörg, sem var gerð að fyrirliða Avaldsnes-liðsins strax á fyrsta ári. Hún býr ein í Avaldsnes, sem er sex þúsund manna þorp á vestur- strönd Noregs. „Ég sakna vissulega Stokkhólms því ég er borgarbarn í mér. Avaldsnes og Haugasund hafa sinn sjarma. Þetta er algjör sveit og geggjuð viðbrigði að koma frá því að búa í miðborg Stokkhólms,“ segir Guðbjörg. Fótbolti er liðsíþrótt Guðbjörg hefur aldrei verið með læti þrátt fyrir fá tækifæri og ávallt staðið við bakið á Þóru. „Þetta er liðsíþrótt og maður þarf alltaf að styðja fyrstu ellefu. Það er bara þjálfarinn sem ákveður liðið. Það er auðvitað súrt að spila ekki en maður verður bara að virða það og hvetja liðið áfram. Mér finnst ég hafa verið hluti af hópnum,“ segir Guðbjörg. Guðbjörg spilaði sinn 26. landsleik á móti Hollandi. Hún hefur á sama tíma verið 47 sinnum á bekknum án þess að fá að koma inn á. Í hægri bakverðinum spilaði jafnaldra hennar, Dóra María Lárus dóttir, sem var að spila sinn 93. landsleik. „Við Dóra María vorum að hlæja að því að við vorum vígðar í sömu ferð og ég held að hún sé bráðum að fara að detta í hundrað leikina. Ég er búin að vera mjög lengi í lands- liðinu án þess að fá stór tækifæri eins og ég hef fengið núna. Nú ætla ég að njóta þess í botn á meðan ég fæ að spila,“ segir Guðbjörg. „Það hafa ótrúlega margir verið að styðja við bakið á mér á þessum tíma. Stelpurnar hafa alltaf gefið mér klapp á bakið fyrir að vera svona dugleg að bíða svona lengi. Ég viðurkenni alveg að það hafa komið tímar og mánuðir þar sem ég hef verið að íhuga það að hætta í landsliðinu. Ég er bara keppnis- manneskja og ég vil spila. Þetta var ekkert auðvelt en ég gat ekki hætt. Ég hefði þá verið svo mikið að gef- ast upp. Loksins finnst mér ég vera að uppskera eftir margra margra ára vinnu,“ segir Guðbjörg. Það er samt ekki sjálfgefið að fá tækifærið og nýta það með jafn- miklum glæsibrag og Guðbjörg hefur gert á EM. Hún fer líka létt með aukna athygli sem fylgir því að blómstra í sviðsljósinu. „Ég held að það hafi hjálpað mér að vera fyrir- liði svona lengi. Þetta er fimmta árið mitt í atvinnumennsku og ég er búin að vera fyrirliði á þremur þeirra. Ég hef oft verið sá sem hefur þurft að standa upp og tala þegar enginn segir neitt. Það er nýtt fyrir mig að vera í þessu hlut- verki í landsliðinu því ég hef aldrei fengið sama tækifæri hér og í mínum félags- liðum,“ segir Guðbjörg en viðurkennir þó að hún hafi aldrei farið í svona mörg viðtöl og síðustu daga. En hvernig sér Guðbjörg fra m- tíðina? „Ég er hagfræðingur að mennt svo ég er með smá mennt- un. Ég gæti alveg hugsað mér að mennta mig meira í þeim bransa. Ég á hins vegar enn þá nokkur góð ár eftir í fótboltanum en ég heyrði það einhvers stað- ar að kvenna- markmenn blómstri frá 28 ára til 33 ára. Ég vona því að ég eigi mín bestu ár eftir,“ segir Guð- björg að lokum. Það hefur margt breyst á nokkrum mánuðum því árið byrjaði ekki vel fyrir Guðbjörgu. „Þetta er búið að vera skrýtið ár. Ég skipti um lið og ætlaði að sanna mig hjá nýju liði. Ég var komin í form lífs míns áður en ég veiktist. Ég held að það hafi hjálpað mér ótrúlega mikið. Við æfðum tvisvar á dag alla daga og svo fékk ég þetta eins og skot í hausinn að ég væri allt í einu komin með heilahimnubólgu og lá inni á sjúkrahúsi. Ég var fárveik í langan tíma, átti ótrú- lega erfitt að koma til baka og var eiginlega ekki komin til baka fyrr en um miðjan apríl,“ segir Guð- björg. LÁ FÁRVEIK INNI Á SJÚKRAHÚSI LÆTUR Í SÉR HEYRA Markvörður þarf að vera í góðu sambandi við varnarmenn sína. MYND/NORDICPHOTOS GETTY 28 m/s 34 m/s - raforkuframleiðsla stöðvastKjöraðstæður til raforkuvinnslu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.