Fréttablaðið - 20.07.2013, Blaðsíða 44

Fréttablaðið - 20.07.2013, Blaðsíða 44
20. júlí 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN KRAKKAR | 24 Brandarar Bókaormur vikunnar Hvað heitir þú fullu nafni og hversu gamall ertu? „Steindór Sólon Arnarsson, er að verða níu ára.“ Ertu mikill lestrarhestur? „Já, ég er mjög mikill lestrarhestur.“ Hvenær lærðir þú að lesa? „Ég lærði að lesa í fyrsta bekk.“ Hvað er skemmtilegt við að lesa bækur? „Maður lærir af þeim.“ Manstu eftir fyrstu bókinni sem var í upp- áhaldi hjá þér? „Nei, en ég hef lesið margar skemmtilegar bækur.“ Hvers lags bækur finnst þér skemmtilegastar? „Syrpur, fyndnar bækur og fræðibækur.“ Hvaða bók lastu síðast og hvernig var hún? „Ég las bók um svan og hún var fyndin og skemmti- leg.“ Í hvaða hverfi býrð þú? „Ég bý í Úlfarsárdal.“ Í hvaða skóla gengur þú? „Ég er í Dalskóla.“ Hvaða námsgrein er skemmtilegust? „Mér finnst gaman í lestri sem er í íslenskutímum. Mér finnst líka gaman í íþróttum.“ Hver eru þín helstu áhugamál? „Mér finnst gaman að leika við vini mína og spila handbolta og fótbolta.“ STEINDÓR SÓLON Honum finnst Syrpur, fyndnar bækur og fræðibækur skemmtilegastar. Þórólfur: „Pabbi! Er blek mjög dýrt?“ Pabbinn: „Nei, af hverju spyrðu?“ Þórólfur: „Hún mamma er svo áhyggjufull vegna þess að ég missti dálítið af bleki niður í stofuteppið.“ Kennarinn: „Jæja, Steina mín, getur þú nefnt eitt dýr sem við höfum okkur einkum til skemmtunar?” Steina: „Já, rugguhestur.” Mamma: „Jæja, Gummi minn. Í nótt var stóra systir þín að eignast litla dóttur.“ Gummi: „En gaman! Ég er bara átta ára en samt orðinn móður bróðir. Með þessu áframhaldi verð ég orðinn afi áður en ég fermist.“ Hvað ertu búin að æfa hlaup lengi? „Ég er búin að æfa frjálsar með ÍR í tvö ár en byrjaði að æfa hlaup í fyrrahaust.“ Hvers vegna byrjaðirðu að æfa? „Mér fannst frjálsar og hlaup bara spennandi og hugsaði að það myndi henta mér.“ Stefnirðu á að komast í fremstu röð hlaupara? „Já, það væri að sjálfsögðu mjög skemmti- legt ef mér tækist það.“ Hvaða vegalengdir ertu að æfa fyrir? „Ég æfi allar vegalengdir en er sterkust í lengri hlaupunum, þremur, fimm og tíu km.“ Hvað er skemmtilegast við að æfa hlaup? „Skemmti- legur félagsskapur, útiveran og góð hreyfing.“ Hefurðu unnið til verðlauna á mótum? „Já, ég hef unnið til verðlauna í spretthlaupum, 600 m, 800 m og 5 km.“ Stundarðu einhverjar aðrar íþróttir? „Já, ég hef æft fótbolta í sex ár með Þrótti í Reykjavík.“ Hvað finnst þér um árangur Anítu á heimsmeistaramótinu? „Mér finnst þetta ótrúlega flottur árangur hjá henni.“ Þekkirðu Anítu? „Ég kannast pínu við hana og er á hlaupaæfingu með henni og fleirum einu sinni í viku.“ Heldurðu að árangur hennar auki áhuga stelpna á að fara að æfa hlaup? „Já, alveg örugglega. Hún er flott fyrirmynd.“ Hver er stærsti draumur þinn um árangur í hlaupunum? „Það væri auðvitað mjög skemmtilegt að komast á stórmót í framtíðinni.“ Aníta er fl ott fyrirmynd Dagbjört Lilja Magnúsdóttir er þrettán ára og hefur æft hlaup síðan í fyrrahaust. Hún hefur þegar unnið til nokkurra verðlauna á mótum og hana dreymir um að komast á stórmót í framtíðinni. DAGBJÖRT LILJA MAGNÚSDÓTTIR „Ég æfi allar vegalengdir en er sterkust í lengri hlaupunum, þremur, fimm og tíu km.“ MYND/MAGNÚS GRÉTARSSON Teikningar og texti: Bragi Halldórsson 53 „Þessi þraut er þannig að við eigum að reikna út táknið sem vantar,“ sagði Lísaloppa. „Reikna út?“ sagði Kata spyrjandi. „Það eru engir tölustafir til að reikna með, hvernig getum við þá reiknað þetta út?“ „Jú,“ sagði Lísaloppa. „Táknin í hverri línu, hvort sem lesið er frá vinstri til hægri eða að ofan og niður, fylgja ákveðnu lögmáli. En það vantar eitt táknið og hvert af táknunum A,B,D eða E passar í stað spurninga- merkisins.“ Kata horfði tortryggin á dæmið nokkra stund. „Lögmáli! Mér litist nú betur á þrautina ef þetta væru bara tölustafir, en hver þremillinn, við hljótum að geta leyst þetta.“ Getur þú reiknað út hvaða tákn á að vera þar sem spurningamerkið er? ? A B D E Svar: A Á Vísi er hægt að horfa á mynd skreyttan upp lestur úr þessum sígildu ævintýrum. Hlustaðu á Dísu ljósálf og Alfinn álfakóng á Vísi Ævintýrið um Dísu ljósálf kom fyrst út á íslensku árið 1928 í þýðingu Árna Óla og hefur margsinnis verið endurprentað. Dísa ljósálfur er ein klassískra sagna holl enska meistarans G.T. Rotman, sem fylgt hafa íslenskum börnum í tugi ára.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.