Fréttablaðið - 20.07.2013, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 20.07.2013, Blaðsíða 24
FÓLK|HELGIN Þetta byrjaði í raun fyrir tveimur árum þegar ég útskrifaðist af geðdeild eftir erfið veikindi. Ég hafði áhyggjur af því hvort sköpunar- gleðin myndi einhvern tíma koma aftur. Hjúkrunarfræðingur sem ég vann með í bataferlinu benti mér á að þegar íþróttafólk fótbrotnar hleypur það ekki maraþon þegar það losnar úr gifsinu. Allir þurfa tíma til þess að jafna sig og það tekur þá sem hafa veikst andlega líka tíma að koma heilanum aftur í gang,“ segir Halla Birgisdóttir, mynd- listarkona. Hún einsetti sér því að teikna eina mynd á dag í tvo mánuði til að koma sér aftur í gírinn. „Í sumar ákvað ég síðan að taka verkefnið á næsta plan, rifja upp söguna mína og segja frá. Á hverjum degi teikna ég mynd og skrifa texta um reynslu mína af veikindunum. Smám saman púslast sagan saman og í framtíðinni verður þetta saga um bata. Ég er í rauninni að safna minningum opinberlega; reynslu í formi teikninga og texta.“ RANNSAKAR UPPHAFSPUNKTINN Söguna má skoða á heimasíðunni www.hallamamma.tumblr.com en segja má að verkefnið sé ákveðið fram- hald af útskriftarverki Höllu úr Lista- háskólanum. Útskriftarverkið nefndi hún „Tók ég eftir því þá eða tók ég eftir því eftir á?“ en það er innsetning með teikningum. Verkið saman stóð annars vegar af stórri blýants teikningu beint á vegg og þyrpingu af teikningum sem héngu á nærliggjandi vegg. Stóra teikningin sýndi sitjandi konu í dopp- óttum kjól sem góndi í átt að hinum teikningunum. Á opnun sýningarinnar var Halla með gjörning þar sem hún gekk inn í doppóttum kjól, líkt og konan á teikningunni klæddist. „Hann var allt of síður á mig og minnti á náttkjól. Ég gekk að veggnum með teikningunum og skrifaði við nokkrar myndanna setningar sem kallast á við titil verks- ins,“ útskýrir Halla. Verkið er í rauninni tilraun mín til þess að rannsaka með listrænum og persónulegum hætti hvort til sé ákveðið augnablik þar sem sjúklingur eða aðstandendur hans átta sig á því að veikindin eru til staðar.“ Hún segir náttkjólinn hugsaðan sem hlutgervingu geðsjúkdómsins, en slíkum fötum klæðist fólk yfirleitt bara heima hjá sér eða undir fötunum. „Ef ekkert er gert stækka þeir og verða óþægilegir,“ bætir hún við. PERSÓNULEGUR HEIMUR Margir velta eflaust fyrir sér hvers vegna Halla ákveður að vinna opin- berlega með svo persónulega reynslu. „Að einhverju leyti er ástæðan sú að það hjálpar mér að skilja, en aðallega er þetta rosalega góður efniviður. Þótt þetta sé mín saga eru margir sem hafa gengið í gegnum svipaða hluti,“ segir hún og bætir við að nauðsynlegt sé að höfða til hins sammannlega þegar unnið er með persónulega reynslu í myndlist. Þannig verði persónulegur heimur listamannsins aðgengilegur áhorfendum eða lesendum. BETRA AÐ TALA UM HLUTINA Halla segist hafa orðið vör við aukna umræðu um geðsjúkdóma í sam- félaginu. „Ég held að þetta sé allt að koma til. Það er ekki langt síðan að maður vissi ekki einu sinni að þung- lyndi og geðhvarfasýki væru til,“ segir hún en bætir við að umræðan mætti vera jákvæðari. Halla segir að fordómar samfélags- ins tengist aðallega notkun geðlyfja. „Fyrir manneskju sem þarf á lyfjum að halda til þess að „fúnkera“ í daglegu lífi getur þetta verið erfitt. Manni líður eins og hálfgerðum aumingja að þurfa að taka lyf og leita til læknis en geta ekki bara harkað þetta af sér. Ef maður er sárlasinn er gott að fara til læknis, ekki síst ef að um andleg veikindi er að ræða. Þau geta dregið fólk til dauða alveg eins og líkamleg veikindi.“ Að öðru leyti segist Halla ekki finna fyrir fordómum þegar hún talar um veikindi sín, heldur veki það fremur áhuga fólks og aðdáun. „Eftir að ég byrjaði að vinna með þetta komu sífellt fleiri sem þökkuðu mér fyrir að segja frá. Margir hafa treyst mér fyrir þeirra eigin geðrænu vandamálum eða vilja spjalla við mig um fjölskyldu- meðlimi sem eru veikir. Það er alltaf betra að tala um hlutina, þá líður manni einhvern veginn betur,“ segir hún og brosir. „Á blogginu mínu reyni ég svo að fjalla um þessa hluti á einlægan og jarðbundinn hátt. Ég skef ekki utan af erfiðu augnablikunum, en vil líka vekja athygli á þeim fallegu og jafnvel fyndnu.“ FEIMNIN HVERFUR Á tímabili barðist Halla við félags- fælni og hefur að sögn alltaf verið feimin. Í upphafi var því ekki auðvelt að opna sig á þennan hátt í myndlist- inni, en hún segir að nú sé það orðinn eðlilegur hluti af sköpuninni. „Að vera opinská í myndlistinni hefur hjálpað mér að opna mig sjálf og verða minna feimin,“ segir hún og rifjar upp eitt af fyrstu skrefunum sem hún tók í þessa átt. Það var á námskeiði á Seyðisfirði fyrr á þessu ári. „Þar las ég texta eftir sjálfa mig um reynslu mína. Ég var rosalega stressuð og fannst erfitt að opinbera mig fyrir framan svona mikið af fólki,“ segir hún og bætir við að eftir á að hyggja sé hún ánægð með að hafa stigið út fyrir þægindahringinn og viðbrögðin hafi verið afar jákvæð. „Ég frétti til dæmis af unglingum á Seyðis- firði sem fannst mikið til verksins koma og tengdu við það. Þeim fannst gott að sjá að hægt væri að komast út úr því aftur að líða svona. Þarna hefur verkið mitt kveikt hugsun og við- brögð og þá finnst mér það vera vel heppnað.“ NÁMSKEIÐ Í KASTALA En hvað tekur við eftir útskrift? „Ég sá auglýst námskeið hjá sumarakademíu í Salzburg sem mér fannst eins og sniðið fyrir mig. Skólagjöldin eru mjög há en ég sótti um styrk fyrir þeim um leið og ég sótti um pláss á námskeið- inu. Ég ákvað að ef ég fengi styrkinn myndi ég fara.“ Halla hlaut styrkinn og er því á leið til Salzburg í ágúst. „Nám- skeiðið er haldið í kastala. Það gerist varla ævintýralegra en það,“ segir Halla og hlær. „Svo hef ég sótt um að sýna á nokkrum stöðum og stefni á að halda ótrauð áfram í myndlistinni meðfram því að vinna fyrir salti í grautinn.“ FÓLK ER KYNNINGARBLAÐ sem býður aug lýsendum að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og umfjallana ásamt hefðbundnum auglýsingum. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega. Útgefandi: 365 miðlar | Ábyrgðarmaður: Jón Laufdal | Hönnun: Silja Ástþórsdóttir Sölumenn: Bryndís Hauksdóttir, bryndis@365.is, s. 512 5434 Sverrir Birgir Sverrisson, sverrirbs@365.is, s. 512 5432 Kolbeinn Kolbeinsson, kolli@365.is, s. 512-5447 GEÐVEIK MYNDLIST PERSÓNULEGT MYNDSKÁLD Halla Birgisdóttir útskrif- aðist úr myndlistardeild Listaháskólans síðastliðið vor. Í útskriftarverki sínu vann hún með reynslu sína af því að greinast með geðsjúkdóm. BROT ÚR SÖGUNNI Þó að margar minningar séu ævintýralegar þá er þetta samt svo ljótt. Það er ekki fagurt né þægilegt að missa vitið. Ég vildi að þær væru bara fallegar og svalar og þær eru það frekar fyrir mig en aðra, enda man ég ekki allt. Fyrir aðra eru þær sársaukafullar. Kærastanum fannst ég alltaf vera að skamma hann, skamma hann fyrir að halda ekki áfram, skamma hann fyrir að ganga í hringi. Ég sagði honum að ég væri ekkert fyrir eitthvað óvænt. Ég skammaði hann fyrir að hafa einu sinni haldið óvænta veislu fyrir mig. Ég var orðin hrædd um að allt ætti eftir að verða óþægilegt. Auðvitað vissi hann ekkert um hvað ég var að tala. Ég var orðin mjög frústreruð á öllu saman og reið yfir því að hann hefði skráð mig í leikinn án minnar vitundar og vildi síðan ekkert hjálpa mér að komast áfram. Ég ýtti þeim frá mér og hljóp á næsta klósett, þar sem ég læsti mig inni. HLUTI AF SKÖPUNINNI Halla segir að í upphafi hafi ekki verið auðvelt að opna sig á þennan hátt í mynd- listinni en nú sé það orðinn eðlilegur hluti af sköpuninni. SPARK Í RASSINN Halla heldur úti Facebook-síðu undir nafninu Halla Birgisdóttir – mynd- skáld þar sem hún setur regluleg inn efni sem hún er að vinna að. „Mér finnst það smá spark í rassinn að halda áfram að vinna í mynd- listinni og frásögn- inni minni þegar ég veit að það er fólk sem bíður spennt eftir því að fylgjast með,“ segir Halla og brosir. MYND/ARNÞÓR BIRKISSON Eru flugur, flær eða maurar að ergja þig og bíta? áhrifaríkur og án allra eiturefna. Allt að 8 tíma virkni. Fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og hjá N1 www.gengurvel.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.