Fréttablaðið - 24.07.2013, Síða 14

Fréttablaðið - 24.07.2013, Síða 14
24. júlí 2013 MIÐVIKUDAGUR| TÍMAMÓT | 14TÍMAMÓT Ástkær eiginmaður, faðir og bróðir, HEIMIR ÞORLEIFSSON Skólabraut 14 á Seltjarnarnesi, verður jarðsunginn frá Seltjarnarneskirkju fimmtudaginn 25. júlí kl. 14.00. Steinunn Anna Einarsdóttir Kristrún Heimisdóttir Reimar Snæfells Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, sonur, tengdasonur og afi, FRÍMANN OTTÓSSON Nónvörðu 6, Keflavík, sem lést á gjörgæsludeild LSH við Hringbraut fimmtudaginn 18. júlí, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 26. júlí klukkan 13.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Heilaheill.is. Sigurlaug D. Guðmundsdóttir Guðrún Anna Frímannsdóttir Dinis da Cunha Roque Magnea Frímannsdóttir Jens Freymóðsson Arnar Már Frímannsson Helga Steinunn Einvarðsdóttir Guðrún Frímannsdóttir G. Haukur Þórðarson Magnea Aðalgeirsdóttir og barnabörn. Ástkær sambýlismaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVERRIR INGÓLFSSON endurskoðandi, til heimilis að Granaskjóli 7, lést á Landspítalanum mánudaginn 22. júlí sl. Jarðarförin verður auglýst síðar. Ingibjörg Kristjánsdóttir Unnur Sverrisdóttir Laufey Brynja Sverrisdóttir Svava Guðlaug Sverrisdóttir Stefán Þór Ólafsson barnabörn og barnabarnabörn. Hjartans þakkir til þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar ástkæra eiginmanns, föður, sonar, bróður, tengdasonar, mágs, svila og frænda, ÓLAFS E. RAFNSSONAR lögmanns, forseta ÍSÍ og forseta FIBA Europe, Miðvangi 5, 220 Hafnarfirði. Sérstakar þakkir færum við séra Sigríði K. Helgadóttur, stjórn og starfsfólki ÍSÍ, Haukafólki, KKÍ, sendiráðinu í Genf, FIBA Europe og FIBA World. Gerður Guðjónsdóttir Auður Íris, Sigurður Eðvarð og Sigrún Björg Ólafsbörn Rannveig E. Þóroddsdóttir Rafn E. Sigurðsson Sigþór R. Rafnsson Elísabet Rafnsdóttir Auður Jörundsdóttir Sigurður Guðjónsson Guðríður Guðfinnsdóttir Þjóðbjörg Guðjónsdóttir Ágústa Guðjónsdóttir Gert Fisker Tomczyk og frændsystkini. 90 ára afmæli Guðbjörg Guðlaugsdóttir (Gugga Lau) frá Bolungarvík, búsett á Akureyri, býður ætting jum og vinum í kaffi laugardaginn 27. júlí að Hótel Reykjavík Natura (Loftleiðir) klukkan 15 til 18. Innilegar þakkir til allra þeirra fjölmörgu sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar elskulega sonar, bróður og mágs, GUÐMUNDAR ÞÓRARINSSONAR Sóleyjarima 3. Edda Guðmundsdóttir Þórarinn J. Óskarsson Íris Diljá Vilhelmsdóttir Birgir Halldórsson Elsku hjartans eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og sonur, VIGFÚS VIGFÚSSON (SÚDDI) sem lést á heimili sínu miðvikudaginn 17. júlí í faðmi fjölskyldu sinnar, verður jarðsunginn frá Grafarvogskirkju föstudaginn 26. júlí klukkan 13.00. Guðrún Jóhannesdóttir Fanney Vigfúsdóttir Vigfús Vigfússon Guðrún Ágústa Önnudóttir Vigfús Kr. Vigfússon Herdís K. Hervinsdóttir Súsanna Sól Vigfús Kristinn Ísak Ríkey Guðrún Ástkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma, JÓNASÍNA ÞÓRA ERLENDSDÓTTIR lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi laugardaginn 20. júlí. Eiríkur Þorleifsson Erlendur Eiríksson Karólína V. Svansdóttir Erik Örn Erlendsson Elena Ösp Erlendsdóttir Ester Ösp Erlendsdóttir Kristófer Þór Erlendsson Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÓSKAR ÓSKARSSON lést miðvikudaginn 17. júlí. Útförin fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 26. júlí kl. 15.00. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á söfnunarreikning til kaupa á línuhraðli fyrir Landspítalann 0301-26-050082, kt. 460169-6909. Ragnheiður Baldursdóttir Sigríður S. Óskarsdóttir Ólafur M. Ólafsson Óskar B. Óskarsson Ingibjörg Hjálmfríðardóttir Baldur Ö. Óskarsson Kristín J. Kolbeinsdóttir Diego og barnabörn. Ástkær faðir minn, tengdafaðir, bróðir okkar, mágur og frændi, BJÖRN TRYGGVI KARLSSON kennari, Ásbraut 5, Kópavogi, lést á Hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð, Kópavogi, laugardaginn 13. júlí sl. Jarðarförin fer fram frá Breiðabólsstaðarkirkju í Vesturhópi í Húnaþingi vestra, föstudaginn 26. júlí kl. 14. Guðmundur Tryggvason Sanita Osa Ólöf Hulda Karlsdóttir Guðrún Karlsdóttir Leo J.W. Ingason og aðrir aðstandendur. „Þessi plata hefur verið nokkuð lengi á döfinni en ég hef ekki gefið mér nógu góðan tíma til að sinna henni þar til núna fyrst í sumar. Við ákváðum að kýla á þetta þar sem ég er að fara í skiptinám til Parísar í haust,“ segir söngkonan Fríða Dís Guðmunds- dóttir. Hún vinnur nú að sinni fyrstu sólóplötu en hefur áður meðal annars sungið með hljómsveitunum Klass- art og Eldum. Fríða Dís heldur tvenna tónleika í gróðurhúsum á föstudaginn, 25. júlí, annars vegar í gróðurhúsi Norræna hússins klukkan 17 og hins vegar í Café Flóru í Grasagarðinum klukkan 20. „Það var tilviljun að þess- ir tveir gróðurhúsatónleikar komu til sama daginn en þetta er skemmtilegt. Ég verð að rækta plötuna,“ segir söng- konan og hlær. Hljómsveitin Klassart, sem meðal annars er skipuð Fríðu Dís og tveimur bræðrum hennar, sló rækilega í gegn sumarið 2010 með laginu Gamli graf- reiturinn sem heyrðist ótt og títt á öldum ljósvakans. Sá smellur var á plötu sveitarinnar, Bréf frá París, en við útkomu plötunnar greindi Fríða Dís frá því að hún hefði alla tíð verið hugfangin af Frakklandi og flestu sem franskt er þótt hún hefði aldrei heim- sótt landið. Hún hefur enn ekki komið til fyrirheitna landsins en flytur til Parísar í haust í skiptinám í listfræði, sem hún stundar við Háskóla Íslands. „Ég er svo spennt að ég get ekki sofið,“ segir Fríða Dís og útskýrir að þegar hún var lítil hafi henni oft verið sagt að hún líktist lítilli, franskri stelpu. „Það er eitthvað við menninguna og tungumálið sem hefur heillað mig alla tíð og ég hallast helst að því að for- feður mínir hafi verið franskir. Ég er ættuð að vestan, þar sem var mikið um franska sjómenn, svo það þarf ekki að vera svo fjarri lagi,“ segir Fríða Dís. Útgáfudagur fyrstu sólóplötunnar, Stúlkan á náttfötunum, hefur enn ekki verið ákveðinn en hún verður sex laga og byggð upp eins og smásaga. Vart þarf að koma á óvart að Frakk- land ber á góma í textum plötunnar og Fríða Dís syngur meira að segja fyrsta lag plötunnar á frönsku. „Lagið heitir Pays de Rêve, eða Draumalandið. Ég tala ágætis menntaskólafrönsku nú þegar en vonandi reiprennandi þegar Parísar dvölinni lýkur,“ segir söng- konan spennt. kjartan@frettabladid.is Ræktar nýja plötu í gróðurhúsunum Söngkonan Fríða Dís Guðmundsdóttir, sem gert hefur garðinn frægan með hljóm- sveitinni Klassart, vinnur að fyrstu sólóplötunni sinni og heldur tónleika í tveimur gróðurhúsum á föstudaginn, í Norræna húsinu og á Café Flóru. Á LEIÐINNI ÚT Fríða Dís heldur senn í skiptinám til Parísar og ætlar að vinna vel í fyrstu sólóplötunni sinni fyrst.

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.