Fréttablaðið - 24.07.2013, Qupperneq 32
24. júlí 2013 MIÐVIKUDAGUR| MENNING | 20
Penelope Cruz og Javier Bardem
eignuðust sitt annað barn í
Madrid á mánudaginn en þá kom
lítil stúlka í heiminn. Stúlkan
fæddist á sama degi og prinsinn
í Bretlandi og því deila börnin
afmælisdegi. Stúlkan er annað
barn þeirra Cruz og Bardems en
fyrir eiga hjónin hinn tveggja
ára Leonardo. Parið reynir hvað
það getur til þess að halda sér
sem mest frá sviðsljósinu. „Ég
vil að sonur minn og börn, ef ég
eignast fleiri, vaxi úr grasi í eins
mikilli fjarlægð frá sviðsljósinu
og mögulegt er,“ sagði Cruz eitt
sinn í viðtali.
Eignaðist stúlku
HAMINGJUSÖM Penelope Cruz og
Javier Bardem hafa nú eignast sitt
annað barn saman. GETTY/NORDICPHOTOS
Viðskiptajöfurinn John Casa-
blancas lést í Ríó de Janeiro á
laugardag, sjötugur að aldri.
Casablancas var stofnandi Elite-
umboðsskrifstofunnar og hafði
mikil ítök í tískuheiminum.
John Casablancas fæddist
í New York árið 1942 en sótti
menntun sína til Sviss. Hann
stofnaði Elite-umboðs skrif-
stofuna árið 1971 og frá stofnun
hennar hafa margar af þekktustu
fyrirsætum heims verið á samn-
ingi hjá stofunni, þar á meðal
Cindy Crawford, Naomi Camp-
bell, Carol Alt, Linda Evangel-
ista, Claudia Schiffer, Andie
MacDowell, Kim Alexis, Paulina
Porizkova, Iman, Heidi Klum og
Gisele Bündchen.
Casablancas var þó nokkuð
umdeildur og var þekktur fyrir
að eiga í ástarsamböndum við
fyrirsætur, sem voru margar
undir aldri. Samband hans og
hinnar fimmtán ára gömlu fyrir-
sætu Stephanie Seymour vakti
mikla athygli enda var stúlkan
ólögráða og Casablancas þá 41
árs gamall og kvæntur.
Umdeildur umboðsmaður látinn
John Casablancas, stofnandi Elite, lést í Brasilíu á laugardag sjötugur að aldri.
UMDEILDUR
John Casablancas,
stofnandi Elite-
umboðsskrif-
stofunnar, er
látinn. Hann þótti
mjög umdeildur.
NORDICPHOTOS/GETTY
Aðdáandi Robbie Williams bað söngvarann um að árita afturenda
sinn á tónleikum kappans í Gautaborg í síðustu viku. Robbie fékk
hina sænsku Lone Martinsen upp á svið eftir að hafa séð hana veifa
skilti með skilaboðunum „Plís áritaðu rassinn minn svo ég geti breytt
árituninni í húðflúr“. Lone var ekki lengi að tilkynna vinum sínum á
Facebook að Robbie hefði hrósað henni fyrir flottan afturenda. Lone
átti hins vegar erfitt með svefn í kjölfar tónleikanna þar sem hún
óttaðist að skemma pennakrotið og ekkert yrði úr húðflúrinu. „Þetta
er svo frábært en ég svaf varla neitt. Ég þorði ekki í sturtu og það var
svo hrikalega heitt,“ sagði Lone.
Robbie áritaði rass
Sænsk stúlka biðlaði til Robbies Williams um að árita
á sér aft urendann á tónleikum kappans í Gautaborg.
MEÐ FLOTTAN RASS Robbie Williams tjáði Lone Martinsen að hún væri með
flottan afturenda áður en hann áritaði svæðið. GETTY/NORDICPHOTOS
EGILSHÖLLÁLFABAKKA
KRINGLUNNI
MERKTAR MEÐ GRÆNU OG APPELSÍNUGULU Í BÍÓAUGLÝSINGUM
SAMBÍÓA KR. 1000 Á GRÆNT OG KR. 750 Á APPELSÍNUGULT
SPARBÍÓ
AKUREYRI
KEFLAVÍK
ÞRIÐJUDAGSTILBOÐIN
GILDA EKKI Í BORGARBÍÓ
SMÁRABÍÓ HÁSKÓLABÍÓ 5%5%
BORGARBÍÓ NÁNAR Á MIÐI.IS
WOLVERINE 3D KL. 5.20 - 8 - 10.40 14
WOLVERINE 3D LÚXUS KL. 5.20 - 8 - 10.40 14
GROWN UPS 2 KL. 5.40 - 8 - 10.10 L
SKRÍMSLA HÁSKÓLINN 3D KL. 3.20 L
SKRÍMSLA HÁSKÓLINN 2D KL. 3.20 - 5.40 L
RIPD KL. 3.20 -5.50 - 8 10
THE HEAT KL. 8 - 10.10 12
THIS IS THE END KL. 10.30 16
WOLVERINE 3D KL. 5.20 - 8 - 10.40 14
GROWN UPS 2 KL. 5.40 - 8 – 10.10 L
RIPD 3D KL. 5.50 - 8 10
PACIFIC RIM KL. 9 10
THE HEAT KL. 5.30 12
THIS IS THE END KL. 10.10 16
WOLVERINE 3D KL. 8 - 10.20 14
RIPD 3D KL. 5.50 10
GROWN UPS 2 KL. 8 - 10 L
THE HEAT KL. 5.50 12
NEW YORK POST
Miðasala á: og
G.D.Ó., MBL
DAGSKRÁIN ER Á WWW.BIOPARADIS.IS OG MIDI.IS
WOLVERINE 8, 10.10 3D
GROWN UPS 2 6, 8, 10.30
R.I.P.D. 8, 10 3D
SKRÍMSLA HÁSKÓLINN 3.50, 6 2D
SKRÍMSLA HÁSKÓLINN 3.50 3D
THE HEAT 5.30
-Empire
-Entertainment Weekly
5%
Urð og grjót; upp í mót, orti skáldið eftir minnilega beint í hjörtu
þjóðarinnar svo jafnvel þeir sem alfarið
halda sig fjarri fjallgöngum tengja og
kinka kolli. Um helgina fór ég í fjallgöngu
og með í för var tengdamóðir mín. Við
höfum báðar gaman af gönguferðum. Það
getur orsakað vandamál.
ÁÐUR en lengra er haldið skal viður-
kennast að ég verð afskaplega kapps-
full við minnsta tækifæri. Á fjöllum finn
ég stundum hvernig þetta kapp hellist
ofan í mig og fyllir mig svoleiðis að
ég æði af stað. Þá hverf ég jafnframt í
minn eigin heim og einbeiti mér að því
hvert sé best að stökkva til að halda
jafnvægi og missa ekki fótanna. Ég
horfi því niður fyrir mig. Vel mér
næsta stein.Tengdamóðir mín er
jafnsólgin í kappsopann og ég en
þarna þeysti ég fram úr henni.
Það hlakkaði í mér. Ég viðurkenni
það.
SVO þarna var ég komin, langt á
undan hópnum, stökkvandi og skopp-
andi. Golan lék um hárið og ég hugs-
aði með sjálfri mér: „Svakalega er ég
mikil fjallageit.“ Sem er svo sem nógu
hallærislegt en varð enn kjánalegra
þegar ég heyrði hróp að baki mér: „Ertu
nokkuð komin í sjálfheldu?“ Þá leit ég
upp. Ég var stödd í brattri hlíð og lausri
möl. Minnsta hreyfing og mér skrikaði
fótur. Hvernig gat þetta gerst? Ég leit
aftur fyrir mig og sá að hópurinn gekk
aðra leið. Á milli okkar var brött brekka
og lausir steinar.
ÞETTA var alls ekki í fyrsta sinn sem ég
lendi í nákvæmlega þessu. Aftur og aftur
gleymi ég að horfa fram fyrir mig og velja
bestu leiðina. Oft er hún lengri en það
er eflaust fórnarkostnaður skárri bein-
brotum og svöðusárum. Það er ágætt að
komast lifandi á áfangastað. Þar sem ég
hrundi niður brattann varð mér hugsað til
annars hruns og annarrar fjallgöngu. Ég
vona sannarlega að stjórnvöld horfi fram
fyrir sig og velji skynsam legustu leiðina.
ÉG aftur á móti ætla að halda áfram að
æða beint af augum. Það er svo miklu
skemmtilegra. Passa bara að velja
steinana vel.
Kappsfyllerí á fj öllum
BAKÞANKAR
Höllu Þórlaugar
Óskarsdóttur