Fréttablaðið - 24.07.2013, Page 33
MIÐVIKUDAGUR 24. júlí 2013 | MENNING | 21
LURKASU
MARIÐ
MIKLA ER
KOMIÐ
Þrjár nýj
ar
bragðteg
undir!
Þú verðu
r að próf
a
PI
PA
R
\
TB
W
A
SÍ
A
1
31
91
1
Lady Gaga birti mynd af sér án
farða á umræðusíðu aðdáenda
hennar, en þeir kalla sig Little
Monsters, eða Smá skrímslin.
Myndbirtingin á að vekja athygli
á væntanlegri plötu söng-
konunnar, Artpop.
Með myndinni voru skilaboð
ætluð aðdáendum hennar: „Art-
pop þegar þeir rífa smáskífuna
úr blóðugum höndum mínum.
Það er hræðilegt að heimsækja
það sem býr undir niðri, sárs-
aukann úr fortíðinni. En það sem
ég fann var hrá ástríða. Ég hélt
ég væri ónýt að innan en ég er
tilbúin í bardagann. Leyfið tón-
listinni að byrja,“ skrifaði söng-
konan. Fyrsta smáskífa plötunnar
er væntanleg þann 19. ágúst en
platan sjálf kemur út í nóvember.
Birti mynd af
sér ómálaðri
ÓMÁLUÐ Lady Gaga birti mynd af
sér ómálaðri ásamt skilaboðum til
aðdáenda sinna. NORDICPHOTOS/GETTY
Bandaríska söngdívan Beyoncé
Knowles fór á kostum þegar hún
kom fram á tónleikum í Mont-
real í Kanada fyrir skömmu. Hún
varð þó fyrir því óhappi að festa
hárið í viftu þegar hún söng lagið
Halo. Knowles sló þó ekki feil-
nótu og hélt söngnum áfram.
Hún virtist einnig hafa nokkuð
gaman af atvikinu því hún setti
myndband af atvikinu og mynd
af breyttum texta við lagið
Halo, þar sem hún gerði grín að
óhappinu, á Instagram-síðu sína.
Aðdáendur hennar kættust yfir
myndinni og rúmlega 174.000
fylgjendur höfðu smellt „like“ á
myndina í gær.
Hárið fl æktist
í vift unni
TÓK ÓHAPPINU VEL Beyoncé Knowles
gantaðist með hárflækjuna á Instagram
í gær. GETTY/NORDICPHOTOS
Leikkonan Amanda Bynes hefur
ekki átt sjö dagana sæla undan-
farið en undarleg hegðun hennar
hefur ýtt undir sögusagnir um að
hún eigi við andlega vanheilsu að
stríða.
Hún hefur nú verið svipt sjálf-
ræði og lögð inn á geðdeild í
Kaliforníu eftir að hafa kveikt í
klæðnaði við heimili eldri konu.
Samkvæmt erlendum fjöl-
miðlum var Bynes handtekin um
klukkan 21.00 á mánudag, þar sem
hún stóð í innkeyrslu við heimili
konunnar.
Við skýrslutöku hjá lögreglu var
tekin sú ákvörðun að svipta hana
sjálfræði og mun hún gangast
undir geðmat á næstu dögum. Lög
í Kaliforníu kveða á um að halda
megi einstaklingi gegn vilja hans
í allt að 72 klukkustundir.
Amanda Bynes
svipt sjálfræði
Kvikmyndin Dead Snow 2, í leik-
stjórn Norðmannsins Tommy
Wirkola, verður tekin upp hér
á landi samkvæmt heimildum
Fréttablaðsins. Tökur hefjast
eftir verslunarmannahelgi en
samkvæmt framleiðanda á
vegum Saga Film, sem fer með
stjórn verkefnisins hefur ekki
verið ákveðið hvar á landinu
tökur fara fram.
Talsvert stór hópur fagfólks er
hér á landi vegna kvikmyndar-
innar en aðalleikarar eru bæði
frá Noregi og Bandaríkjunum.
Eskimo Casting sér um leik-
araval á Íslandi og fyrir tækið
leitar nú að fólki sem hefur
áhuga á því að leika í myndinni.
Þá vantar áhættuleikara og leik-
ara sem hafa reynslu af bardaga-
íþróttum. Einnig vantar auka-
leikara á öllum aldri til þess að
leika uppvakninga. Kvikmyndin
er hrollvekja með gamansömu
ívafi, eins og fyrsta Dead Snow-
myndin.
Andrea Brabin, framkvæmda-
stjóri Eskimo-Casting, hvetur
Íslendinga til að koma í prufur.
Prufurnar fara fram í dag og á
morgun í húsnæði Eskimo.
„Dead Snow sló í gegn sem
költ-mynd en Wirkola leikstýrði
henni og skrifaði handritið. Hið
sama er upp á teningnum með
framhald myndarinnar. Þetta
verður hörkuskemmtilegt og ég
vona að sem flestir komi í prufur
til okkar,“ segir Andrea. - ósk
Költ-mynd tekin upp á Íslandi
Leita að íslenskum leikurum til þess að leika uppvakninga og í áhættuatriði.
HVETUR FÓLK TIL AÐ KOMA Í PRUFUR
Andrea Brabin vill að sem flestir mæti og
reyni fyrir sér í leikarabransanum.
MYND/ESKIMO