Fréttablaðið - 15.08.2013, Page 4

Fréttablaðið - 15.08.2013, Page 4
15. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| FRÉTTIR | 2 STJÓRNSÝSLA Ríkisskattstjóri segir að þeir sem tilheyra svokölluðum lánsveðshópi þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að fá ekki sérstakar lánsveðsvaxtabætur sem síðasta ríkisstjórn lögfesti rétt fyrir þinglok í vor. Frestur til að sækja um bæturnar til Ríkis- skattstjóra rennur út eftir mánuð og þar til í gær hafði embættið ekki kynnt opinber- lega hvernig fólk ætti að bera sig að við umsóknina. Fólk sem til- heyrir hópnum hefur haft samband við Frétta- blaðið og furðað sig á því að enn hafi ekkert verið gert í þessum efnum þegar svo stutt sé orðið til stefnu. Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri segir að fyrir- varinn sem gefinn var í lögunum hafi verið mjög stuttur. „Þetta helgast bara af því að lögin voru samþykkt rétt áður en þingið fór heim og það hafa verið mjög miklar annir við að framkvæma ýmsar aðrar lagabreytingar,“ segir Skúli, sem segir embættið hafa þurft að taka upp á annað hundrað laga breytingar undan- farin ár. „Ríkisskattstjóri kom því sjónar miði á framfæri að þetta væri stuttur fyrirvari. En látum það nú vera, þetta er orðið að lögum í landinu,“ segir Skúli. „Það sem Ríkisskattstjóri mun gera er að taka saman leiðbeiningar um þetta mál og setja á vefinn, birta almenna auglýsingu og gera grein fyrir því í hverju þessi réttur felst og hvaða skyldur eru þarna.“ Í lögunum er kveðið á um að umsóknarfrestur sé til 15. september og að umsækjendum beri að afhenda ríkisskattstjóra þau gögn sem hann telur nauðsynleg vegna ákvörðunar bótanna. Hins vegar segir einnig í lögunum að embættinu sé heimilt að taka til greina umsóknir sem berast eftir þetta tímabil í allt að tvö ár. Meðal annars í þessu ljósi segist Skúli ekki óttast að fólk hafi of knappan tíma til stefnu. „Þeir sem heyra þarna undir þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að réttur þeirra verði fyrir borð borinn. Þetta er ekki þannig að menn lokist inni á þessum fresti.“ Síðdegis í gær vakti Skúli svo athygli Fréttablaðsins á því að frétt um lánsveðsvaxtabæturnar og tilheyrandi upplýsingar væru komnar á vef stofnunarinnar, rsk. is. Þar kemur fram að umsóknar- eyðublað verði tilbúið í lok mánaðar. stigur@frettabladid.is Ekki haft tíma til að auglýsa vaxtabætur Frestur til að sækja um sérstakar lánsveðsvaxtabætur rennur út eftir mánuð en umsóknarferlið hefur enn ekki verið auglýst. Óþarfi að hafa áhyggjur, segir ríkis- skattstjóri. „Þetta er ekki þannig að menn lokist inni á þessum fresti,“ segir hann. ÞINGHOLTIN Eigendur heimila sem á hvíla lánsveð eiga að fá sérstöku vaxta- bæturnar sem uppbót fyrir aðra mismunun. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SKÚLI EGGERT ÞÓRÐARSON Sérstöku vaxtabæturnar fyrir lánsveðshópinn voru hugsaðar sem sára- bætur fyrir hann, þar sem hann hafði greitt hærri vexti af höfuðstól en þeir sem fengið hafa lækkun eftir svonefndri 110 prósenta leið. „Markmið þessarar aðgerðar er að bæta honum að hluta til þann mismun,“ segir í greinargerð með frumvarpinu til laganna. Greiðslurnar geta þó ekki orðið hærri en 160 þúsund krónur hjá ein- staklingum og 280 þúsund krónur hjá hjónum og sambúðarfólki. Ætlunin að bæta mismun BANDARÍKIN, AP Flutningaflugvél á vegum UPS-póstflutningafyrirtækis- ins fórst í lendingu við alþjóðaflugvöllinn í Birmingham í Alabama í morgun. Flugmaður og aðstoðarflugmaður vélarinnar létust. Vélin sundraðist í nokkra parta og tvær eða þrjár sprengingar heyrðust þegar hún lenti á jörðinni, en talið er að þær sprengingar tengist eldsneyti vélarinnar. Íbúar í grennd segja einkennileg hljóð hafa borist frá vélinni, eins og eldsneytisgjöfin hafi orðið of mikil. „Við töldum að þeir væru að reyna að komast til flugvallarins. En nokkrum mínútum seinna heyrðist mikil sprenging,“ hefur AP-fréttastofan eftir Sharon Wilson, sem varð vitni að slysinu. - gb Póstflutningavél fórst í Birmingham í Alabama: Tveir menn fórust með vélinni FRÁ SLYSSTAÐ Vélin sundraðist í nokkra parta en sprengingar heyrðust þegar hún hrapaði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Gísli, ertu búinn að láta Odd vita? „Nei, en hann fær vitaskuld að vita ef skerst í odda.“ Gísli Marteinn Baldursson borgarfulltrúi er nefndur meðal þeirra sem líklegir eru í oddvitaslag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. SKIPULAGSMÁL Umhverfis- og skipulagsráð Reykjavíkurborgar samþykkti tillögu minnihlutans í gær um að boðað yrði til almenns íbúafundar strax á næstu dögum um breytingar á skipulagi Hofsvallagötu og framkvæmdir á götunni. Fyrst og fremst verður tilefni fundar- ins að kalla eftir samráði, hugmyndum og athugasemdum frá íbúum. Sjálfstæðisflokkurinn lagði til að umdeildum framkvæmdum við götuna yrði frestað þar til fundurinn hefði verið haldinn. Það var fellt. -vg Vilja hugmyndir frá íbúum: Fundað vegna Hofsvallagötu VIÐSKIPTI Sextíu og þrír milljarðar fást fyrir tuttugu og átta prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum ef miðað er við bókfært eigið fé bankans. Samkvæmt lögum um sölu- meðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum er ríkissjóði heimilt að selja þennan hlut í bank- anum á næsta ári. Skilyrði fyrir henni eru þau að bankasýslan þarf að mæla með henni og heimild þarf að vera fyrir henni í fjárlögum. Fyrrverandi fjármálaráðherra, Steingrímur J. Sigfússon, hafði viðrað þá hugmynd að salan færi fram gegnum Kauphöll Íslands. Páll Harðarson, forstjóri Kaup- hallarinnar, tekur vel í það og segir að sala á hlut ríkisins myndi styrkja atvinnulífið og býst hann við mikilli eftirspurn eftir þessum bréfum. „Ég held að það sé mjög æskilegt að nokkur hluti þessara banka komist í hendur almennra fjárfesta. Ég held að það sé gott fyrir atvinnulífið. Jafnframt tel ég að það sé leið fyrir ríkið að fá sem hæst verð fyrir Landsbankann,“ segir hann. - þþ Forstjóri Kauphallar telur sölu á 28 prósenta hlut í Landsbanka örvandi: Hátt í sjötíu milljarðar fyrir hlutinn PÁLL HARÐARSON Í KAUPHÖLLINNI Forstjórinn segir að sala á 28 prósenta hlut ríkisins í Landsbankanum örvi auð og æru. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA DÓMSMÁL Verktaki var dæmdur í Héraðsdómi Norðurlands eystri í vikunni til þess að greiða fjarskiptafyrirtækinu Mílu rúmlega 700 þúsund krónur í skaðabætur. Verktakinn sleit stofnstreng á Þórshöfn þegar hann var að grafa fyrir svokallaðri drenlögn í júní árið 2010. Fjarskiptasam- band fór af stórum hluta Þórs- hafnar af þessum sökum. Verk- takinn krafðist sýknu þar sem uppdráttur af fjarskiptalínum á svæðinu, sem var frá 1992/1993, reyndist rangur. Dómurinn hafnaði því. -vg Verktaki eyðilagði stofnlögn: Rauf allt fjar- skiptasamband ÍSRAEL, AP Ísraelar og Palestínu- menn settust að samningaborðinu í gær, daginn eftir að Ísraelar leystu 26 palestínska fanga úr haldi. Fundurinn er haldinn í Jerú- salem en þetta er í þriðja sinn frá aldamótum sem reynt er að semja um framtíðarstöðu Palestínuríkis við hlið Ísraels. Þær viðræður hafa lítinn árangur borið og hafa legið alveg niðri í þrjú ár. Miki l leynd hví l ir yfir viðræðunum en Ísraelsstjórn sendi þó í gær frá sér stutt myndskeið þar sem aðalsamningamenn þjóð- anna sjást takast í hendur á óupp- gefnum stað í Jerúsalem. Friðarviðræður hefjast nú, eina ferðina enn, einkum fyrir eindregin tilmæli frá John Kerry, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem leggur mikla áherslu á að þoka þessum málum áfram. Hann fékk Palestínumenn til að fallast á viðræður þrátt fyrir að framkvæmdir ísraelskra landtöku- manna haldi áfram á hernumdu svæðunum. Hann fékk einnig Ísraela til þess að láta lausa ríflega hundrað palestínska fanga, sem setið hafa í ísraelskum fangelsum fyrir ofbeldisverk gegn Ísraelum. - gb Ísraelar og Palestínumenn settust að samningaborðinu eftir langt hlé: Mikil leynd yfir viðræðunum LAUSIR Ættingjar palestínskra fanga fagna lausn þeirra og komu á landamæra- stöð Beit Hanoun við Gasa í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP SPURNING DAGSINS LAKK FYRIR BÍLINN Í ÚRVALI REYKJAVÍK, Bíldshöfða 9, Funahöfða 13 KÓPAVOGUR, Smiðjuvegi 4a, græn gata HAFNARFJÖRÐUR, Dalshrauni 17 REYKJANESBÆR, Krossmóa 4, SELFOSS, Hrísmýri 7 AKUREYRI, Furuvöllum 15, EGILSSTAÐIR, Lyngás 13 www.bilanaust.is Gæði, reynsla og gott verð! GÆÐA- VÖRUR FYRIR BÍLINN EX PO - w w w. ex po .is ÚTGÁFUMÁL Auglýsingakápa frá 365 miðlum fylgir Fréttablaðinu í dag. Auglýsing af þessu tagi er nýbreytni hjá útgáfunni en stendur öðrum auglýsendum jafnframt til boða. Í auglýsingunni er kynnt til- boð á áskrift að enska boltanum, þar sem með í pakkanum fylgir háhraðainternettenging og heimasími. Áhugasamir geta kynnt sér málið nánar á vefjum Stöðvar 2 og 365, stod2.is og 365.is. - óká Nýbreytni hjá Fréttablaðinu: Kynningarefni utan um blaðið

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.