Fréttablaðið - 15.08.2013, Síða 14
HÁTÍÐIR HELGARINNAR VEÐUR
Föstudagur
8-16°C HLÝJAST A-
LANDI
Suðvestlæg eða
breytileg átt. Rigning
með köflum en þó
síst A-lands.
Lokað fyrir umferð um brú á yfirfalli við Hrauneyjafoss-
virkjun á Sprengisandsleið vegi 26 vegna framkvæmda. Umferð verður hleypt
á hjáleið um Hrauneyjafossvirkjun á meðan. Nánari upplýsingar Vegagerdin.is
Blómstrandi dagar
15. - 18. ágúst
Menningar- og fjölskylduhátíð í Hveragerði.
Hápunktur hátíðarinnar er á laugardeginum.
Listsýningar og fjölbreyttir tónlistarviðburðir
eru í bænum þessa daga ásamt heilsu-
tengdum atriðum.
Grenivíkurgleði
16. - 18. ágúst
Fjölskylduhátíð í Grenivík þar sem áherslan
er lögð á smáfólkið.
Laugardagur
5-16°C BJART MEÐ
KÖFLUM SYÐRA
Skýjað og lítilsháttar væta N-
og A-lands. Bjart með köflum
syðra en skúrir síðdegis.
Mildast á Suðurlandi.
Sunnudagur
10-15°C STÖKU
SKÚRIR
Hæg breytileg átt,
skýjað með köflum
og stöku skúrir S-til.
heimild/vedur.is
HÁLENDIÐ
| FRÉTTIR FERÐIR | 12
Hið árlega tímabil berjatínslu er að
ganga í garð. Nú þegar hafa fundist
bláber víðs vegar á landinu.
„Það lítur ekki vel út sunnanlands
í á r,“ seg i r
Þorvaldur Pálma-
son, áhugamaður
um ber. Hann
h e l d u r ú t i
vef síðunni Berja-
vinir, þar sem
fjallað er um
berjahorfur og
fréttir af berja-
tínslu.
Á síðunni eru fjölskyldur hvattar
til þess að tína ber og skapa
skemmtilegar samverustundir, auk
þess sem berin eru meinholl. Rann-
sóknir hafa sýnt að bláber hafa
mikla andoxunarvirkni og eru full
af vítamínum.
Þorvaldur berjavinur segir dapran
berjavöxt vera í sumar sunnan og
vestanlands. „En það eru ber á
Vestfjörðum,“ fullyrð-
ir hann. „Þau koma
vonandi á Norður-
landi og að öllum
líkindum verða
ber fy r i r
austan.“
Búist er við
því að berin
komi seinna
í ár en áður.
Berjavöxtur
veltur á veðurfarinu.
„Það var kalt vor
og sumarið hefur
ekki verið gott fyrir
berjasprettu. Það eru
betri skilyrði fyrir ber þegar það
er sól,“ útskýrir Þorvaldur.
1. Bláberjadagar á Súðavík
Til stendur að halda Bláberja-
daga á Súðavík um helgina. Þar
er þemað, eins og nafnið gefur til
kynna, bláber. Berin vaxa villt
allt í kringum Súðavík og verður
skemmtidagskrá fyrir gesti á
milli þess sem berjatínslan fer
fram. „Uppskeran lítur vel út,“
segir Eggert Nielson, fram-
kvæmdastjóri hátíðarinnar. „Það
er fjölbreytt dagskrá, tónlist á
þremur mismunandi stöðum,
dansleikur á laugardagskvöldinu,
blá-
berja-
bökuáts-
keppni þar
sem aðeins má nota
andlitið og söngur við
varðeld.“ Einnig verður keppni
um stærsta berið, skrýtnasta
berið og Bláberjahlaup. Búist við
nokkur hundruð manns á hátíð-
ina.
2. Djúpavík á Ströndum
Fjölmargir leggja leið sína á
Strandir á haustin til þess að tína
ber og er Djúpavík margrómaður
berjastaður.
3. Héðinsfjörður
Í Héðinsfirði eru mikil og ósnortin
berjalönd. Nýbyggð Héðinsfjarðar-
göng auðvelda aðgengi að hinum
gróskumiklu berjasvæðum.
4. Skeið í Svarfaðardal
Friðsæll og kyrr dalur umkringdur
Tröllaskagafjöllunum. Auk berja-
svæða er mikið af áhugaverðum
jurtum fyrir áhugasama.
5. Sólbrekka í Mjóafirði
Við Sólbrekku er gott berjaland og
þegar vel árar býr Mjóifjörður yfir
fjöldanum af safaríkum berjum.
Þar er einnig gistihús.
6. Fjarðarsel við Seyðisfjörð
Inn við Fjarðarsel er mikið berja-
land þar sem tína má bláber,
aðalbláber og krækiber. Falleg
gönguleið er að berjunum og
hægt er að heimsækja í leiðinni
elstu starfandi riðstraumsvirkjun
landsins. nannae@365.is
Blánar yfir berjamó
Berjalönd á Íslandi vakna til lífsins í síðari hluta ágústmánaðar. Helst má finna
ber á Vestfjörðum, Norður- og Austurlandi í ár, segir Þorvaldur berjavinur.
„Ég hef alltaf haldið mikið upp
á Dimmuborgir,“ segir Katrín
Júlíus dóttir alþingiskona. Nánast
öll hennar föðurætt er ættuð frá
Húsavík og því ber hún sterk
tengsl norður í land. Katrín sækir
mikið norður í land og þykir gott að
koma þangað.
Henni þykir erfitt að velja
uppáhaldsstað þar sem hún ferðast
mikið. „Við eigum stórkostlegt
land,“ segir hún en Dimmuborgir
eiga sérstakan stað í hjarta hennar.
„Þegar ég kom fyrst í Dimmu-
borgir þá greip mig einhver tilfinn-
ing sem ég fékk sem barn,“ útskýrir
hún. „Mér fannst staðurinn svo
æðislegur og að ganga þarna um er
töfrum líkast. Sérstaklega ef þú ert
með ríkt ímyndunarafl.“
Katrín mælir með því að fólk
heimsæki Dimmuborgir ekki
alveg í björtu. „Að koma þangað í
þoku er ekki verra.“
Hún hlakkar til að sýna yngstu
sonum sínum Dimmuborgir þegar
þeir verða eldri. „Þú sérð staðinn
kannski öðruvísi
þegar þú ert
fullorðinn en
ég fer aftur til
baka í þennan
barnslega
töfraheim
þegar ég kem
í D i m mu -
borgir.“
- nej
KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR
Aftur í barnslegan töfraheim
UPPÁHALDSSTAÐURINN MINN Á ÍSLANDI DIMMUBORGIR
ÞORVALDUR
PÁLMASON
FRÁ SÚÐAVÍK
Bláberjadagar
standa yfir á
Súðavík um
helgina og má
telja víst að
fleiri en þessi
blómarós noti
tækifærið og
fylli þar fötur
sínar af góð-
metinu. MYND/
ÞÓRÐUR SIGURÐSSON
1
2 34
5
6