Fréttablaðið - 15.08.2013, Síða 24
15. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| TÍMAMÓT | 22TÍMAMÓT
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@365.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 512 5000.
„Við erum báðir sagnfræðingar og
höfum því smá orðspor að verja og
verðum að gera þetta vel á þessum
tímum þjóðmenningar. Ætli það megi
ekki líta svo á að við séum að bregðast
við kalli ríkisstjórnarinnar, sem vill
blása í lúðra varðandi alla sögumiðlun
og sögukennslu. Spilið gæti því orðið
þjóðmenningarlegasta möndlugjöf sem
sögur fara af,“ segir sagn fræðingurinn
Stefán Pálsson, sem gefur út borð-
spil um Íslandssöguna fyrir jólin
næstu ásamt kollega sínum, Ragnari
Kristins syni.
Stefán segir Íslandssöguspilið, sem
kemur út í nóvember, byggja á þeirri
hugmynd að Íslandssagan sé skemmti-
leg og þetta sé góð leið til að miðla
henni. „Þetta er ekki spurningaspil, svo
ekki verður um það að ræða að sögu-
fróði afinn mali alla keppinauta sína,
heldur geta allir keppt á jafnréttis-
grundvelli og innbyrt fróðleik í leið-
inni. Keppendur fara í gegnum söguna
með spilamönnum og teningum og
draga meðal annars spil sem senda þá
fram og aftur um Íslandssöguna. Svo
geta keppendur tekið áhættu og veðjað
á atburði sögunnar, eða brugðið fæti
fyrir keppendurna. Eineltis þátturinn
er mikilvægur í þessu spili eins og í
öllum góðum borðspilum,“ útskýrir
Stefán og hlær við. „Þarna er allt fullt
af vígalegum víkingum, misyndisfólki
og vinalegu sauðfé og keppendur geta
valið að vera allt frá Axlar-Birni til
Magnúsar Stephensen.“
Stefán segir þá Ragnar, en þeir námu
sagnfræði saman í Háskóla Íslands,
muna vel eftir gamla Söguspilinu sem
gefið var út á áttunda áratug síðustu
aldar. Aðspurður segir hann það spil
gott og gilt fyrir sinn hatt en þó afar
karlmiðað. „Konurnar hafa verið
fremur andlitslausar í sögubókum og
við þurftum því að ganga í það verkefni
að gera þær sýnilegar í spilinu. Spilið
okkar endurspeglar kannski aðra sögu-
sýn en gamla spilið,“ segir Stefán.
kjartan@frettabladid.is
Sagnfræðingar sem
hafa orðspor að verja
Sagnfræðingarnir Stefán Pálsson og Ragnar Kristinsson senda frá sér borðspil um
Íslands söguna fyrir jólin næstu. Stefán segir að líta megi svo á að þeir séu að bregðast
við kalli ríkisstjórnarinnar um aukna sögumiðlun- og kennslu.
SAGNFRÆÐINGUR Stefán Pálsson segir gamla Söguspilið, sem kom út á áttunda áratugnum,
endurspegla aðra söguskoðun en nýtt borðspil þeirra Ragnars Kristinssonar. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Okkar elskulegi
ANDRI VATNAR RÚRIKSSON
lést á heimili sínu að Sólheimum 21b
föstudaginn 9. ágúst sl. Útförin fer fram
frá Langholtskirkju föstudaginn 16. ágúst
nk. klukkan 15.00.
Rúrik Vatnarsson Sigríður Sigurðardóttir
Harpa Helgadóttir Dagbjört Sigurbergsdóttir
Sigurberg Rúriksson
Lilja Rúriksdóttir
Dagbjört Rúriksdóttir
Ástkær eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
ÁSGERÐUR INGIMARSDÓTTIR
Fróðengi 7,
áður Sigluvogi 3,
lést á Landspítalanum mánudaginn 5. ágúst.
Útförin fer fram frá Grafarvogskirkju
föstudaginn 16. ágúst kl. 13.00.
Victor Ágústsson
Sólveig Victorsdóttir
Ágúst Victorsson Ólöf Alfreðsdóttir
Ingimar H. Victorsson Sonja Jónasdóttir
Victor Örn Victorsson Rúna Stína Ásgrímsdóttir
barnabörn og langömmubörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir,
tengdafaðir og afi,
JÓN JÓHANNESSON
Munkaþverárstræti 23, Akureyri,
lést á heimili sínu laugardaginn 10. ágúst.
Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju
miðvikudaginn 21. ágúst klukkan 13.30.
Sigrún Magnúsdóttir
Kristín Jónsdóttir Rafn Marteinsson
Sigrún Ingveldur Jónsdóttir Arnar Árnason
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
EIRÍKUR GUÐMUNDSSON
Reynimel 64, Reykjavík,
lést á Landspítalanum mánudaginn
12. ágúst. Útförin fer fram frá Neskirkju
föstudaginn 23. ágúst kl. 13.00.
Rakel Sveinbjörnsdóttir
Guðmundur Eiríksson Jóna Sigríður Jónsdóttir
Jón Eiríksson Þórunn Þórisdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Þennan dag árið 1933 kom flugkappinn
Charles Lindbergh til Íslands. Hann kom
til Íslands frá Grænlandi ásamt konu
sinni. Hann lenti á Viðeyjarsundi og
gisti ásamt konu sinni í vélinni yfir nótt.
Þau hjónin flugu síðan áfram norður og
austur um land og fóru frá Eskifirði til
Færeyja 23. ágúst.
Tilgangur Lindberghs var að kanna flug-
leiðina yfir Atlantshaf fyrir flugfélagið
Pan-American sem hafði hug á að hefja
flugrekstur á þessari leið.
Charles varð heimsfrægur yfir nótt árið
1927 þegar hann flaug viðstöðulaust og
einn yfir Atlantshafið, frá New York til
Parísar. Síðar komst Lindbergh einnig í
fréttirnar þegar ungum syni þeirra hjóna
var rænt og hann myrtur.
Heimild: Wikipedia og Ísland
í aldanna rás.
ÞETTA GERÐIST: 15. ÁGÚST 1933
Lindbergh kemur til Íslands
MERKISATBURÐIR
1945 Síðari heimsstyrjöldinni lauk með því að Japanir gáfust
upp.
1967 Svifnökkvi kom til Íslands og voru gerðar tilraunir með
hann á milli Vestmannaeyja og lands og Reykjavíkur og Akra-
ness. Einnig var hann reyndur á Ölfusá.
1969 Tónlistarhátíðin kennd við
Woodstock var fyrst haldin 15.
ágúst árið 1969 og stóð í þrjá
daga. Hátíðin var skipulögð af
félögunum Michael Lang, John
Roberts, Joel Rosenman og Artie
Kornfeld. Hún fór fram á túni
við mjólkurbú í hinum afskekkta
bæ Bethel í New York í Banda-
ríkjunum.
1971 Minnisvarði var afhjúpaður
um Stefán Ólafsson skáld (1619-
1688) í Vallanesi í Suður-Múla-
sýslu, þar sem hann þjónaði sem
prestur.
Næstkomandi föstudag, 16. ágúst,
verður Kirkjulistahátíð í Hallgríms-
kirkju sett með hátíðardagskrá í
kirkjunni. Við setninguna kemur
fram hópur listafólks sem tekur þátt
í tónleikum á hátíðinni, auk þess sem
frumflutt verður dansverk Sigríðar
Soffíu Níelsdóttur og opnuð sýningin
Vatn, sem Guðrún Kristjánsdóttir
hefur gert sérstaklega fyrir Kirkju-
listahátíð 2013.
Á Kirkjulistahátíð verður boðið upp
á átta tónleika, myndlistarsýningu,
listasmiðju barnanna, fyrirlestur
og hátíðlegt helgihald. Um 400 lista-
menn koma fram og búist er við að
alls 4.000 manns muni sækja dagskrá
hátíðarinnar í þá tíu daga sem hún
stendur. Þetta er í þrettánda sinn sem
Kirkjulistahátíðin er haldin en segja
má að hún sé dótturfyrirtæki Listvina-
félags Hallgrímskirkju.
Umfangsmestu tónleikarnir eru
kór- og hljómsveitartónleikar með
verkum eftir eistneska tónskáldið
Arvo Pärt, þar sem kammerkórinn
Schola cantorum og stór strengjasveit
flytja dagskrá með verkum þessa
heimsfræga tónskálds. Einsöngvarar
á tónleikunum eru hin eistneska
Tui Hirv sópran og Fjölnir Ólafsson
barítón, sem bæði eru að hefja sinn
feril sem einsöngvarar. Auk nokkurra
smærri verka verða flutt verkin
Agaþon ábóti og Harmagrátur Adams,
en síðarnefnda verkið er alveg nýtt og
hefur þegar vakið mikla athygli víða
um heim. Nánari upplýsingar má finna
á kirkjulistahatid.is.
Dansverk frumfl utt á opnun
Kirkjulistahátíð verður sett í Hallgrímskirkju á morgun.
HALLGRÍMSKIRKJA Kirkjulistahátíð verður
sett á morgun.
Ragnar Þórisson opnar einkasýningu á nýjum
málverkum í Kling & Bang gallerí næstkomandi
laugardag, 17. ágúst, klukkan 17.
Málverkin á sýningunni bera höfundareinkenni
Ragnars; dempaða litapallettu, óræðar mannsmyndir
og álút en sterk form. Litatónarnir stillast fínlega af og
strigarnir hafa stækkað, sem opnar fyrir aukið frelsi
og annað flæði. Ragnar útskrifaðist úr myndlistardeild
Listaháskólans vorið 2010 og hefur unnið að list sinni æ
síðan.
Ragnar Þórisson í Kling og Bang
Stærri strigar og aukið frelsi á sýningu á nýjum myndum listamannsins.
EINKASÝNING Ragnar Þórisson opnar sýningu í Kling og Bang á
laugardag. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI