Fréttablaðið - 15.08.2013, Page 46

Fréttablaðið - 15.08.2013, Page 46
15. ágúst 2013 FIMMTUDAGUR| SPORT | 36 Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í knattspyrnu, hefur ekki enn ákveðið sig hvort hann ætli sér að halda áfram þjálfun liðsins. Hann hefur komið liðinu á stórmót í tvígang. „Hann hefur lagt höfuðið í bleyti og ætlar að hugsa málið næstu daga,“ sagði Þórir Hákonarson, framkvæmdarstjóri KSÍ. „Við gáfum honum einhvern tíma til umhugsunar en það má helst ekki vera of langt. Sigurður [Ragnar Eyjólfsson] er núna staddur í sumarfríi erlendis og ætlar að svara okkur von bráðar.“ „Þetta kemur vonandi í ljós í lok þessara viku eða byrjun þeirra næstu.“ Íslenska kvennalandsliðið komst alla leið í 8-liða úrslit á Evrópumótinu sem fram fór í Svíþjóð í júlí. Sigurður Ragnar hefur verið með liðið síðan í desember árið 2006 og hefur því verið með liðið í tæplega sjö ár. Von er á ákvörðun frá honum á næstu dögum. - sáp Von er á ákvörðun um framhaldið VINÁTTULEIKIR ÍSLAND - FÆREYJAR 1-0 1-0 Birkir Bjarnason (65.) SVÍÞJÓÐ - NOREGUR 4-2 Zlatan Ibrahimovic 3, Anders Svensson - Mohammed Abdellaoue, Stefan Johansen. BOSNÍA/HERSEG. - BANDARÍKIN 3-4 Edin Dzeko 2, Vedad Ibisevic - Eddie Johnson, Jozy Altidore 3. SVISS - BRASILÍA 1-0 Dani Alves, sjm. PÓLLAND - DANMÖRK 3-2 Mateusz Klich, Waldemar Sobota, Piotr Zielinski - Christian Eriksen, M. Braithwaite. ÞÝSKALAND - PARAGVÆ 3-3 Ilkay Gundogan, Thomas Müller, Lars Bender - Jose Nunez, Wilson Pittoni, Miguel Samudio. WALES - ÍRLAND 0-0 ÍTALÍA - ARGENTÍNA 1-2 Lorenzo Insigne - Gonzalo Higuain, Ever Banega. BELGÍA - FRAKKLAND 0-0 ENGLAND - SKOTLAND 3-2 Theo Walcott, Danny Welbeck, Rickie Lambert - James Morrison, Kenny Miller. PORTÚGAL - HOLLAND 1-1 Cristiano Ronaldo - Kevin Strootman. FÓTBOLTI Emil Atlason fór á kostum með íslenska U-21 árs liðinu í kvöld er liðið vann öruggan sigur, 4-1, á Hvít-Rússum í undankeppni EM. Emil er þar með búinn að skora sex mörk í fyrstu þremur leikjum íslenska liðsins. Allir leikirnir hafa unnist og er Ísland í efsta sæti riðilsins. Jón Daði Böðvarsson skoraði einnig mark og lagði upp eitt. Hörður Björgvin Magnússon lagði upp þrjú mörk. - hbg Emil skoraði þrennu HEITUR Emil (nr. 10) skorar og skorar fyrir U-21 árs liðið. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL Aron spilaði fyrir Bandaríkin Það varð endanlega ljóst í gær að Aron Jóhannsson mun aldrei spila A-landsleik fyrir Ísland. Þá spilaði hann sinn fyrsta landsleik fyrir Bandaríkin og má því ekki spila fyrir Ísland. Aron spilaði í 27 mínútur í 4-2 sigri Banda- ríkjanna á Bosníu-Hersegóvínu. Staðan í leiknum var 2-2 þegar Aron kom af bekknum. Hann lét nokkuð til sín taka en náði ekki að skora. Fyrrum félagi Arons hjá AZ Alkmaar, Jozy Altidore, skoraði þrennu fyrir Bandaríkin. Hann er nýbúinn að semja við enska úrvals- deildarfélagið Sunderland. FÓTBOLTI Ísland bætti enn einum sigrinum á litlu frændum okkar Færeyingum þegar þjóðirnar mættust í vináttulandsleik í Laugar dalnum í gærkvöldi en þeir hafa flestir verið skemmtilegri og meira sannfærandi en leikur liðanna í gær. Birkir Bjarnason skoraði eina mark leiksins á 65. mínútu en íslenska liðið þarf að spila mun betur í komandi leikjum í undan- keppni HM ætli strákarnir að komast á HM í Brasilíu næsta sumar. Íslenska liðið lék án Gylfa Þórs Sigurðssonar og það leyndist ekki fyrir neinum að í íslenska liðið vantaði mann til að brjóta upp leikinn og koma hlutunum á hreyf- ingu. Lars Lagerbäck átti hins vegar ás upp í erminni því allt annað var að sjá liðið eftir að Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á í hálf- leik. Það voru meistarataktar frá markahæsti leikmanni landsliðs- ins sem gerðu útslagið en sigur- mark Birkis kom eftir frábæran undirbúning frá Eiði Smára. Fyrri hálfleikurinn var ekki mikið fyrir augað. Leikur íslenska liðsins hreif ekki marga á vellinum enda oftast hugmyndalítill og alltof hægur. Alfreð Finnbogason fékk bestu færi íslenska liðsins og hefði vel getað verið búinn að skora í fyrri hálfleiknum. Miðjan, með þá Helga Val Daníelsson og Emil Hallfreðsson í fararbroddi, hægði á öllu spili íslenska liðsins og einnar snertingar-boltinn sást lítið í fyrri hálfleiknum. Eiður Smári breytti eins og áður sagði miklu í seinni hálf- leiknum og þá átti Arnór Smára- son flotta innkomu undir lok leiks- ins. Seinni hálfleikurinn var mun betri og oft vantaði ekki mikið upp á að íslenska liðið næði inn fleiri mörkum. Kolbeinn Sigþórsson og Alfreð Finnbogason voru saman í fram- línunni í þessum leik, en sama hvort væntingarnar eru of miklar eða ekki, þá virðast þeir sjaldan vera í takt hvor við annan. Alfreð fékk vissulega færin til að skora fernu í leiknum en lítið kom út úr samvinnu þeirra tveggja. Kolbeinn vann hins vegar vel fyrir liðið en þurfi að sætta sig við fjórða markalausa landsleik- inn í röð. Kolbeinn og Arnór náðu sem dæmi mun betur saman og Kolbeinn fékk sín bestu færi eftir að Arnór var kominn inn fyrir Alfreð. Fram undan eru fjórir leikir í undankeppni HM þar sem íslenska liðið á von um að komast á HM. Þá þarf mun betri frammistöðu en í gær. Gylfi Þór Sigurðsson verður vonandi með í þeim leikjum og það er líka full ástæða til að gefa Eiði Smára Guðjohnsen tækifæri í byrjunarliðinu. Hann gjörbreytti liðinu í gær. Tók tíma að þreyta þá „Færeyingar eru gríðarlega skipu- lagðir og það má sjá á úrslitum þeirra í riðlakeppninni. Það tekur tíma að þreyta þá,“ sagði Lars Lag- erbäck landsliðsþjálfari við RÚV eftir leikinn. „Það verður að bera virðingu fyrir Færeyingum. Það er allt- af erfitt að spila gegn liði sem er með mikið af mönnum í vörn. Við sköpuðum samt færi og hefðum átt að skora fleiri mörk.“ Lars viðurkenndi að þetta hefði ekki verið besti leikur Íslands undir hans stjórn en hann var samt ánægður að fá leik. „Þetta var fínn undirbúningur. Það verður eðlilega allt annað að fara til Sviss og spila þar. Það var því gott að koma saman og hefja undirbúning fyrir mikilvægan leik þar sem mikið verður undir.“ ooj@frettabladid.is Eiður Smári kom til bjargar Íslenska fótboltalandsliðið vann 1-0 sigur á Færeyjum í vináttulandsleik á Laugardalsvellinum í gærkvöldi. Eft ir hugmyndasnauðan og hundleiðinlegan fyrri hálfl eik hleypti Eiður Smári Guðjohnsen smá lífi í íslenska liðið í þeim seinni. Íslenska liðið var þó ekki fj arri því að fá á sig jöfnunarmark undir lok leiksins. BREYTTI LEIKNUM Eiður Smári Guðjohnsen kom inn af bekknum í hálfleik. Hann breytti gangi leiksins og lagði upp sigurmarkið. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SPORT KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefánsson sýndi mátt sinn og megin á móti Búlgörum í Laugardalshöllinni í undankeppni EM 2015 í fyrrakvöld en það varð ekki til sigurs. Jón Arnór jafnaði stigametið í Laugardalshöllinni í þessum leik en svo skemmtilega vill til að Jón setti metið sjálfur í síðasta leik sínum í Höll- inni, sem var á móti Svartfellingum í fyrra. „Jón Arnór Stefánsson átti eina mögnuð- ustu frammistöðu sem ég hef séð á körfu- boltavelli með berum augum,“ skrifaði hinn margreyndi þjálfari Benedikt Guðmundsson á fésbókarsíðu sína eftir leik og ekki að ástæðulausu. „Krafturinn, viljinn, yfirferðin, einstaklings- vörnin, hjálparvörnin, staðsetningar og fleira undirstrikaði að hann er einn af okkar bestu íþróttamönnum allra tíma. Allt þetta hálf- meiddur og ekki nálægt sínu besta formi,“ bætti Benedikt við. Stigin voru 32 talsins og Jón Arnór hefur því skorað 32 stig í síðustu tveimur leikjum sínum í Laugardalshöllinni. Jón Arnór gerði samt betur en á móti Svart- fjallalandi í fyrra þar sem hann hitti „bara“ úr 8 af 19 skotum sínum. Þá fékk hann 14 vítaskot (hitti úr 13) en í fyrrakvöld fékk þessi frábæri leikmaður lítið sem ekkert frá dóm- urum leiksins. Jón Arnór fékk aðeins tvö víti allan leikinn á móti Búlgörum en hann hitti úr 13 af 21 skoti sínu (62 prósent) í leiknum, þar af fimm af sex fyrir utan þriggja stiga línuna. - óój Búinn að eiga tvo 32 stiga leiki í röð í Höllinni JÓN ARNÓR STEFÁNS- SON FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + + ++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++++ H V ÍT A H Ú SI Ð / S ÍA Dala-Brie er kominn i nýjar umbúðir og er enn jafngóður a agðið. L júfur og mildur hvítmygluostur sem hentar við öll tækifæri. Flour úr Dölunum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.