Fréttablaðið - 24.08.2013, Side 20
24. ágúst 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 20
MENNING Bændafitness, smala-
hundasýning og klaufaskurður
er meðal atriða á landbúnaðar-
sýningunni Sveitasælu 2013 sem
fer fram í Reiðhöllinni Svaða-
stöðum á Sauðárkróki í dag. Þar
verður líka búvélasýning og
kynning á hinum ýmsu afurðum.
Fjölmargar tegundir dýra verða
til sýnis á svæðinu og úrval hand-
verks til sölu. - gun
Landbúnaðarsýning
Sveitasæla
LITRÍKT FIÐURFÉ Margar tegundir
húsdýra verða á sýningunni.
DANS Margrét Sara Guðjónsdóttir
danshöfundur er með nýja útgáfu
af dansverki sínu, Soft Target, í
Silfurbergi í Hörpu annað kvöld,
sunnudag, klukkan 20. Fjórir
dansarar mæta þar áhorfendum í
óhefðbundnu leikhúsrými, undir
tónlist og texta.
Margrét Sara hefur ferðast
víða með Soft Target frá því það
var frumsýnt á Reykjavík Dance
Festival árið 2010. -gun
Ný útgáfa
Aft ur á Íslandi
SOFT TARGET Einn af dönsurunum
fjórum.
Anna Margrét Björnsson, kynningarfulltrúi Hörpu
Meiri skemmtun en vinna
Í dag verð ég að vinna í Hörpu á menningarnótt en það
er nú meiri skemmtun en vinna, þar sem það verður
stútfull og spennandi dagskrá í gangi hjá okkur allan
daginn. Ég ætla til dæmis að bjóða fjölskyldunni á
Álfa og riddara með Sinfóníunni klukkan þrjú og
fylgjast svo með Undiröldunni á útisviði klukkan
fimm.
Hálfdán Bjarki, upplýs-
ingafulltrúi Ísafjarðar
Einbeitir sér að
afmæli
Ég ætla að keyra suður til
Reykjavíkur í dag og mæta í
fertugsafmæli systur minnar á
morgun, sunnudag. Það er það
eina. Ég ætla að einbeita mér
að afmælinu.
Bryndís Schram,
fyrrverandi skólameistari
Dans, boð og tónleikar
Ég ætla að taka þátt í menn-
ingarnótt. Byrja á að fara niður
í Dansstúdíó og dansa. Síðan
ætla ég á garðsölu á Þórsgötu
5 til styrktar góðu málefni. Við
hjónin erum boðin til vina og
ætlum líka á tónleika.
Gosi hárgreiðslumaður
Hjálpum þeim
Í dag ætlum við félagarnir að
aðstoða við Reykjavíkurmara-
þonið og hjálpa þeim sem
virðast of þreyttir.
Svo er það bara slökun í bústað
á morgun.
Guðmundur Hilmar Tómas-
son og Gísli Hrafn Magnússon,
nemar í myndlist við Lista-
háskóla Íslands, halda sýningu
á nýjum verkum sínum í tísku-
húsnæðinu P3, Miðstræti 12 í
dag á menningarnótt.
Guðmundur Hilmar sýnir
verk sem hann hefur unnið að
síðastliðin tvö til þrjú ár, en
hann hóf vinnu við þau meðan
hann stundaði nám í grafískri
hönnun og ljósmyndun í
Flórens á Ítalíu. Guðmundi
var boðið að sýna verkin sín
á opnun hins vinsæla gallerís
Velvet Goldmine, en nú hefur
hann stækkað fjölda verkanna
ásamt því að endurvinna gömul
verk.
Verk Gísla Hrafns eru
unnin út frá hugmyndinni um
fæðingu nýs lífs eða nýrrar
sköpunar.
Sýning þeirra Guðmundur
og Gísla stendur einungis yfir
í dag.
Myndlistarnemar sýna ný verk sín
Guðmundur Hilmar og Gísli Hrafn halda sýningu í tískuhúsnæðinu P3 í dag.
Það er mikil áskorun bæði fyrir leik-stjóra og leikara að setja upp leik-verk með skömmum fyrir vara en ég held að allir muni hafa gaman af,“ segir Ingi Hrafn Hilmars-son leikari. Hann hefur skipulagt,
í samvinnu við Jennýju Láru Arnórsdótt-
ur, leikara og leikstjóra, uppákomu í dag á
menningarnótt sem kallast Uppsprettan. Þar
er um að ræða nokkurs konar skyndileikhús
sem sett verður upp samdægurs. Það er hluti
af samsýningu Vinnslunnar sem verður með
tónlistaratriði, leiklist og dans í dag í gömlu
verbúðunum og um borð í hvalaskoðunar-
skipi.
Þriggja tíma æfing fer fram milli klukkan
18 og 21 í Borgarbókasafninu í Tryggvagötu
fyrir opnum tjöldum. Síðan verður afrakst-
urinn sýndur í rými B í gömlu verbúðunum
við höfnina klukkan 22. Hugmyndin er ekki
ný af nálinni heldur þekkt í leiklistarheim-
inum bæði hér og úti í heimi. „Jenný hafði
tekið þátt í slíkri uppákomu sem leikari og
fékk mig í lið með sér við skipulagningu Upp-
sprettunnar,“ útskýrir Ingi Hrafn um tilurð
verkefnisins.
Ingi Hrafn og Jenný efndu til handrita-
samkeppni og urðu afar ánægð með við-
brögðin. „Við bjuggumst ekki við miklu og
fengum síðan í hendurnar 39 handrit,“ segir
Ingi Hrafn glaðlega. Sérstök dómnefnd skip-
uð þjóðþekktum listamönnum fór yfir þau og
valdi þrjú sem verða æfð og sýnd í dag.“
Þrír leikstjórar fengu handrit í hendurnar
í morgun, ásamt leikaralista og æfingarými í
Borgarbókasafninu. Þeir hófust þá handa við
að greina verkið, hanna sýninguna og finna
til leikmuni og búninga.
Klukkan 18 verða hóparnir kallaðir saman.
Þeir hafa þrjá tíma til að æfa sýninguna en
leikararnir fá að sjá handritið við upphaf
æfingarinnar. Gestir og gangandi mega fylgj-
ast með æfingunni en að henni lokinni heldur
hópurinn yfir í gömlu verbúðirnar við höfn-
ina þar sem sýningin hefst. Leikritin þrjú
verða sýnd koll af kolli.
„Ég held að allir muni hafa gaman að
þessu, bæði þeir sem horfa á æfinguna og
gestir sem koma á sýninguna, en ekki síður
leikstjórar og leikarar sem þurfa að stíga
út fyrir þæginda rammann og ögra sjálfum
sér,“ segir Ingi Hrafn, sem kveðst vonast til
að geta endurtekið leikinn fljótlega enda úr
nægum handritum að velja.
Miða á sýninguna má nálgast á staðnum en
ókeypis er inn.
Hraðsoðið leikhús
Skyndileikrit verður sett upp á menningarnótt. Leikstjórar fá nýtt handrit í hendur samdægurs, æfa
verkið í þrjá tíma í Borgarbókasafninu í Tryggvagötu og sýna loks í gömlu verbúðunum klukkan 22.
UPPSPRETTURNAR Ingi Hrafn og Jenný Lára standa fyrir Uppsprettunni sem er á dagskrá menningarnætur í Reykjavík. Almenningur getur fylgst með æfingum og að
sjálfsögðu sýningum. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA
Gunnþóra
Gunnarsdóttir
gun@frettabladid.is
ENDURUNNIÐ Eitt verka Guðmundar á
sýningunni
MYND-
LISTAR-
NEMAR
Guðmundur
Hilmar
Tómasson
og Gísli
Hrafn
Magnússon
sýna verk
sín aðeins í
dag, á
menningar-
nótt.
HELGIN
24. ágúst 2013 LAUGARDAGUR