Fréttablaðið - 24.08.2013, Blaðsíða 26
24. ágúst 2013 LAUGARDAGUR| HELGIN | 26
Útgerðarmaðurinn er ekki heima þegar blaðamann ber að garði svalan en heið-skíran sumardag á Patreksfirði. Þá er
nú ekki gott að segja hvar hann
sé að finna því þótt Jón Magnús-
son sé orðinn áttatíu og þriggja
ára hefur hann ýmislegt fyrir
stafni. Hann gæti verið niðri á
höfn að verka fisk, í sundi eða þá
á göngu um bæinn með hinn fer-
fætta Kát. Síðar um daginn knýr
blaðamaður aftur dyra en þá er
Jón kominn heim og Lilja Jóns-
dóttir vísar blaðasnápnum inn og
kallar á mann sinn sem kemur frár
sem unglingur. Þeir setjast niður í
stofu og fyrr en varir er Lilja búin
að hella upp á og bera kræsingar
á borð.
Möluðu púðrið í kaffikvörn
Það veitir ekkert af nesti þegar
lagt er í þá löngu leið sem spannar
útgerðarferil Jóns en hann var far-
inn að gera út sjálfur fimmtán ára.
En sjósóknin hefst fyrr því hann
var ekki hár í loftinu þegar hann
ýtti Teistu úr vör. Það var skektan
á bænum Hlaðseyri í Patreksfirði,
æskuheimili Jóns. Úr Teistunni
var síðan fugl og fiskur sóttur úr
greipum Ægis. „Maður má nú ekki
segja frá þessu en ætli ég hafi ekki
verið um átta ára þegar ég skaut
fyrst úr riffli,“ segir Jón hálf hvísl-
andi. „En þó við værum bara börn
þá höndluðum við þetta af meiri
virðingu en margur skotveiðimað-
urinn í dag. Púðrið fékk hann faðir
minn í hvalveiðistöðinni í Tálkna-
firði en það var þó of stórt og gróft
fyrir fuglaskot svo að við möluðum
þetta í kaffikvörninni,“ svo hlær
Jón að endurminningunum. „Við
vorum með 50 kindur sem duga nú
varla til að fæða einn hund í dag
svo það varð að sækja björg í sjó
og það gerðum við svo sannarlega.“
Nú hefur Teistan, þessi 105 ára
skekta, gengið í endurnýjun lífdaga
og trónir ofan á birgðageymslu í
vinnsluhúsi hans niðri við höfn.
Draumur Lilju
Eftir að Jón lauk námi í Sjómanna-
skólanum varð hann skipstjóri á
70 ára gömlum 25 tonna spýtubát,
eins og hann kallar hann. Útgerð-
inni óx fiskur um hrygg á Patreks-
firði svo það var nóg um að vera
í Hraðfrystihúsi Patreksfjarðar.
Svo ganga síldarárin í garð. „Þá
vildi ég að við seldum eitthvað
af þessum bátum og tækjum þátt
í síldar ævintýrinu,“ rifjar hann
upp. „En það féll í grýttan jarð-
veg svo ég sagði bara upp og fór
á bát frá Dalvík.“ Þetta var bátur-
inn Hannes Hafstein sem átti held-
ur betur eftir að gera það gott þau
fimm ár sem Jón stóð í stafni. En
þegar síldin var orðin ódæl reynd-
ust hins vegar draumar Lilju Jóns-
dóttur best og má segja að draumr-
áðningar hennar hafi náð að teygja
úr síldarárunum.
„Hún var með í einum túrnum
og þegar við vorum um 150 mílur
norðaustur af Jan Mayen dreymir
hana kálf. Hún réð drauminn svo
að við myndum fá fullfermi og
það gekk eftir. Við fluttum farm-
inn í flutningaskip en svo var bara
ekkert að hafa. Ég fer að leita og
eftir tvo sólarhringa er ég kom-
inn nálægt Svalbarða. Þá er hún
Lilja orðin voða örugg með sig og
segir mér kasta. „Hvað var þig nú
að dreyma, Lilja mín,“ spyr ég. Þá
hafði hana dreymt tvær gimbrar
sem komnar voru að fótum fram
og svo tvo hrúta. Ég kasta en fékk
ekkert í fyrstu tveimur köstunum
þar sem þetta voru bara síli. Þá
segir hún að við séum búin með
gimbrarnar, nú séu hrútarnir
eftir. Og það gekk eftir. Í næsta
kasti fengum við fullfermi. Ég lét
hina bátana vita sem voru búnir
að vera að dóla í algjöru fiski-
leysi langt fyrir sunnan okkur.
Með þeim koma tóm flutninga-
skip. Ég kasta aftur og það var
sama sagan. Þar með voru báðir
hrútarnir hennar Lilju komnir
fram. Þegar flutningaskipið kom
var ég með fullfermi og svo annað
eins í nótinni“
Að svo kveðnu kemur Lilja með
mynd þar sem sjá má Hannes
Hafstein drekkhlaðinn og háseta
önnum kafna við að dæla síldinni
yfir í flutningaskipið meðan aðrir
háfa síld úr nótinni og upp í skip.
„Þetta var 1967, síðasta síldar-
sumarið,“ segir Jón. „Og þarna
veiddu þeir síldina þangað til hún
hvarf þannig að það má segja að
draumarnir hennar Lilju hafi
framlengt síldarævintýrið. Svo
segja þeir að köld séu kvennaráð,“
segir hann og hlær við
Sveitadrengurinn slær um
sig í þorpinu
Þ egar Jón fór aftur t i l
Patreksfjarðar vildi hann koma
eigin útgerðarfyrirtæki á lagg-
irnar en þá kom babb í bátinn.
„Hér voru tveir bankar en hvor-
ugur þeirra vildi lána mér krónu,“
segir hann og hlær við. „Samt voru
þeir að lána fólki 25 þúsund krón-
ur fyrir sjónvarpstækjum. Ég brá
þá á það ráð að biðja um 25 þús-
und en fékk þvert nei. Þá bað ég
um 15 þúsund og það fór á sömu
lund. En svo fékk ég lán alls staðar
annars staðar svo þetta gerði ekk-
ert til. Patreksfirðingarnir vildu
bara ekki að fátæki sveitadreng-
urinn frá Hlaðseyri væri eitthvað
að slá um sig í þorpinu,“ segir hann
og hlær við. Þannig var upphafið
að Odda, sem í dag er langstærsti
atvinnuveitandinn á Patreksfirði.
Jón var sjálfur lengi framkvæmda-
stjóri Odda og skipstjóri á sama
tíma. „Þetta var miklu einfaldara
þá,“ segir hann. „Ég man að einu
sinni hringdi í mig bankastjóri frá
Ísafirði sem kvartaði yfir því hvað
hann sæi mig sjaldan. Ég sagði að
það kæmi nú lítið inn á reikning-
inn ef ég væri að eltast við hann
til Ísafjarðar. „Ég skal bara senda
þér mynd af mér,“ sagði ég og þar
með var það útrætt.“ Nú er Sigurð-
ur Viggósson framkvæmdastjóri
Odda en hann er fóstursonur Jóns.
„Hann er búinn að vera hjá okkur
frá því hann var 13 ára svo hann
skilur alveg út á hvað þetta geng-
ur.“ Ástæðan fyrir þessu er sú að
foreldrar Sigurðar skildu um þetta
leyti. Þau áttu sex börn sem ekki
var gott að koma niður á sama stað.
Oddi lenti í miklum öldudal í
hruninu líkt og fleiri fyrirtæki,
en Jón er bjartsýnn á að Sigurður
og félagar stígi ölduna. „ Blessaður
vertu maður, ég er alinn upp í
kreppunni og svo kemur stríðið
þannig að ég hef nú séð það svart-
ara,“ segir hann.
Þegar ekið er áleiðis suður á leið
blasið skipið Garðar við í fjörunni í
borni Patreksfjarðar. Jón á einmitt
það skip sem er löngu úr sér geng-
ið. Eigandinn virðist hins vegar
eiga nóg eftir.
Skipstjórinn sem elti draumana
Þegar Jón Magnússon hugðist koma útgerðarfyrirtæki sínu á laggirnar árið 1967 vildu bankarnir í heimabænum ekki veita
honum lán þótt slíkt byðist fjölskyldum sem vildu festa kaup á imbakassa. En útgerðarfyrirtæki hans Oddi leit dagsins ljós
og er nú stærsti atvinnurekandinn á Patreksfirði. Hann sagði Jóni Sigurði Eyjólfssyni frá því er hann veidd fisk og fugl á
barnsaldri og eins frá mikilvægum draumráðningum.
HJÓNAKORNIN
Þau Jón Magnússon
og Lilja Jónsdóttir í
stofunni heima. Lilja
framlengdi síldar-
ævintýrið með því
að trúa á draum-
ráðningar sínar.
FRÉTTABLAÐIÐ/JÓN SIGURÐUR
Jón Sigurður
Eyjólfsson
jse@frettabladid.is
Í botni Patreksfjarðar stendur gamall stálbátur í fjöruborðinu. Þetta er hinn 101 árs gamli Garðar BA 64, elsti
stálbátur okkar Íslendinga. Garðar var í þjónustu Jóns og félaga frá árinu 1974 og þótt hann hefði þá verið
kominn af léttasta skeiði var hann oft með aflahæstu bátum. Hann var fluttur, saddur lífdaga, upp í fjöru í
Skápadal í Patreksfirði árið 1981. Hann var smíðaður í Noregi sem hvalbátur og var gerður út frá Larvik af
Norröna Hvalfanger. Árið 1936 keypti Hvalveiðifélagsins Áir í Þórshöfn í Færeyjum bátinn. Árið 1945 var honum
breytt í fiskibát og hann seldur til Siglufjarðar. Hann fékk svo nafnið Garðar GK-175 þegar hann var seldur til
Skeggja hf. í Garðahreppi árið 1963.
Elsti stálbátur Íslendinga