Fréttablaðið - 24.08.2013, Side 48
| ATVINNA |
15 ár í faginu
Yfirlæknir offituteymis
Laus er til umsóknar staða yfirlæknis
offituteymis á Reykjalundi.
Um er að ræða stöðu sérfræðings í læknisfræði sem
æskilegt er að hafi sérmenntun í endurhæfingarlækningum.
Önnur sérsvið sem tengjast viðfangsefninu koma einnig til
greina (lyflækningar, innkirtla- og efnaskiptasjúkdómar).
Laun greiðast samkvæmt kjarasamningi Læknafélags
Íslands og Reykjalundar.
Umsóknir berist til Magnúsar Ólasonar, framkvæmdastjóra
lækninga, sem einnig gefur upplýsingar um starfið,
magnuso@reykjalundur.is
Umsóknarfrestur er til 15. september 2013.
Æskilegt er að umsækjand geti hafið störf hið fyrsta.
Á Reykjalundi er unnið í þverfaglegum teymum þar sem
áhersla er lögð á skjólstæðingsmiðaða nálgun og heildræna
sýn. Óskað er eftir einstaklingi með færni í samskiptum, sem
getur haft frumkvæði og verið sjálfstæður í starfi auk þess
að hafa áhuga á að taka þátt í uppbyggingu innan endur-
hæfingar.
Reykjalundur, endurhæfingarmiðstöð SÍBS.
Sími 585 2000 – www.reykjalundur.is
Skóla- og frístundasvið
FRÍSTUNDAHEIMILI
GRUNNSKÓLAR
LEIKSKÓLAR
VILTU MÓTA
FRAMTÍÐINA
MEÐ OKKUR?
SKÓLA- OG FRÍSTUNDASVIÐ REYKJAVÍKURBORGAR
óskar eftir fólki til starfa við fjölbreytt störf með börnum og
unglingum. Undir sviðið heyrir meðal annars rekstur leikskóla,
grunnskóla og frístundamiðstöðva Reykjavíkurborgar.
Hlutverk skóla- og frístundasviðs er að veita börnum og
ungmennum í Reykjavík bestu mögulegu tækifæri til leiks,
menntunar og frístundastarfs í samvinnu við fjölskyldur
og nærsamfélagið.
Í boði eru bæði heilsdagsstörf og hlutastörf.
Nánari upplýsingar á www.reykjavik.is/storf
Við leitum að fólki á öllum aldri
af báðum kynjum, með margs
konar menntun og reynslu.
RÁÐNINGARÞJÓNUSTA
Ráðningarþjónusta
HH Ráðgjöf • Fiskislóð 81 • 101 Reykjavík • Sími: 561 5900 • Fax: 561 5909 • hhr@hhr.is • www.hhr.is
Nánari upplýsingar um starfið er að finna á heimasíðu HH Ráðgjafar
www.hhr.is og eru áhugasamir beðnir um að sækja um starfið þar.
Starfssvið
Vélvirki/Bifvélavirki
Fyrirtæki á sviði sölu- og þjónustu við vélar og tæki á sviði landbúnaðar, vélaverktaka,
sveitarfélaga ofl. óskar eftir að ráða einstakling vanan viðgerðum til starfa.
Vinnutími er frá kl. 08:00 til kl. 18:00 frá mánudegi til fimmtudags
og frá kl. 08:00 til kl. 16:00 á föstudögum.
Starfið er fólgið í almennum viðgerðum á vinnuvélum, dráttarvélum og landbúnaðartækjum.
24. ágúst 2013 LAUGARDAGUR6