Fréttablaðið - 24.08.2013, Síða 84
24. ágúst 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 52
DÓMAR 17.08.2013 ➜
23.08.2013
BÍÓ
★★★ ★★
Bíó
2 Guns
Leikstjórn: Baltasar Kormákur
Leikarar: Denzel Washington, Mark
Wahlberg, Paula Patton, Bill Paxton,
Edward James Olmos.
Sleppum þjóðrembunni. Þrjár þræl-
sterkar stjörnur á þríeykið Balta, Mark
og Denzel. - hva
TÓNLIST
★★★★★
Ópera
Ragnheiður
Ópera eftir Gunnar Þórðarson og
Friðrik Erlingsson.
Frumflutt í Skálholtskirkju
föstudaginn 16. ágúst.
Einsöngvarar:
Þóra Einarsdóttir, Eyjólfur Eyjólfs-
son, Viðar Gunnarsson, Jóhann Smári
Sævars son, Alina Dubik, Bergþór Páls-
son, Guðrún Ólafsdóttir, Jóhann Krist-
insson, Björn Ingiberg Jónsson.
Sérlega áhrifamikil ópera og snilldar-
legur flutningur. Óperan einfaldlega
VERÐUR að vera sviðsett hér í
Reykjavík og það sem fyrst. - js
Opnanir
11.00 Minningarsýning á verkum eftir
Kristján Davíðsson verður opnuð í Gallerí
Fold dag. Verkin á sýningunni spanna
um 70 ára sögu. Þau elstu eru frá fimmta
áratugnum en það yngsta frá síðasta
áratug.
13.00 Útgáfugleði og opnun sýningar
á myndskreytingum úr Brosbókinni,
nýrri íslenskri barnabók eftir Jónu Val-
borgu Árnadóttur og Elsu Nielsen. Verið
hjartanlega velkomin!
Fræðsla
15.00 Didda Hjartardóttir Leaman
og Hadda Fjóla Reykdal leiða gesti
Listasafns ASÍ um sýningar sínar sem nú
standa yfir í safninu. Hadda fjóla ríður á
vaðið klukkan, en málverk hennar eru til
sýnis í Ásmundarsal og Arinstofu.
Sýningar
14.00 Á Landnámssýningunni á Menn-
ingarnótt gefst færi á að kynnast hinum
spennandi heimi fornleifafræðinnar. Í
boði verður fornleifauppgröftur fyrir
krakka, þar sem hægt verður að grafa
upp gripi og fræðast um fortíðina.
Síðustu Forvöð
14.00 Sýning Richard Ashrowan og Pat
Law í Verksmiðjunni á Hjalteyri byggir
á nýlegum verkum þar sem þau sam-
þætta videóinnsetningar, hljóðmyndir
og saltteikningar. Kjarni sýningarinnar
er ákveðin rannsókn á mörkum hreyfi-
myndar og kyrrmyndar eða kyrrðar.
Kanadíski gítarleikarinn og hljóðlistamað-
urinn Nick Kuepfer hefur unnið hljóðverk
fyrir sýninguna.
Söfn
14.00 Barnaleiðsögn um Þjóðminjasafnið
þar sem skoðaðir verða ýmsir forvitnileg-
ir gripir úr fortíðinni, til dæmis eldgamlar
beinagrindur, álfapottur og dularfullar
rúnir. Börn á öllum aldri velkomin!
Uppákomur
17.00 Opinn hljóðnemi fyrir 2 til 100
ára. Kanntu brandara, skemmtilega sögu,
hefurðu lent í einhverju fyndnu eða
langar til að segja eitthvað sem getur
kveikt bros eða hlátur? Hljóðneminn
bíður eftir skemmtilegheitunum sem
verða að vera örstutt svo allir komist að.
Tónlist
00.00 Guðlaugur Kristinn flytur verkið
Midi after midnight á miðnætti. Hljóm-
sveit hússins leikur á eftir.
15.00 Á þrettándu tónleikum sumar-
jazztónleikarðar veitingastaðarins
Jómfrúarinnar við Lækjargötu, kemur
fram kvintett söngkonunnar Janis Carol
Nielsson. Þau munu flytja þekkta jazz
standarda úr Amerísku söngbókinni. Tón-
leikarnir standa á milli klukkan 15 og 17
og fara fram utandyra á Jómfrúartorginu.
Aðgangur er ókeypis.
16.00 Hljómsveitin Fersteinn heldur
samtals sex tónleika í Hljómskálanum
í samhengi við innsetninguna Endur-
minningar Hljómskálans - Frá lúðrum að
lýðræði. Tónleikarnir verða báða dagana
klukkan 16, 17 og 18. Leikin verða til-
brigði númer 17 til 64 við stefið Sólarlag
við tjörnina. Hverjir tónleikar eru um
það bil hálftími að lengd og engir tveir
tónleikar eru nákvæmlega eins. Aðgangur
er ókeypis.
18.00 Megas og Uxi, Retro Stefson og
Borko koma fram í Vitagarðinum í kvöld.
Vitagarður er við KEX Hostel, á horni
Vitastígs og Hverfisgötu.
20.30 Jazztónleikar með Húsbandi
Þjóðminjasafnsins. Jazz í anddyri Þjóð-
minjasafnsins. Ókeypis aðgangur og allir
velkomnir.
23.00 Super Flu og Samaris ásamt Ghozt
og Bjössa Brunahana í hliðarsal Harlem
þann í kvöld. Aðgangseyrir er 2.000
krónur.
Markaðir
12.00 Íslenskar hljómplötur verða í
forgrunni á plötumarkaði á KEX Hosteli.
Milli 12 og 18 verður hægð að kaupa alls-
kyns plötur og íslensk tónlistarmenning
verður í forgrunni.
Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@
frettabladid.is
HVAÐ?
HVENÆR?
HVAR?
Dansleikir
20.00 Dansleikur Félags
eldri borgara í Reykjavík
fer fram í Stangarhyl
4 og hefst kl 20. Dans-
hljómsveitin Klassík leikur
létta danstónlist til kl 23.
Aðgangseyrir fyrir félaga
FEB í Reykjavík er 1.500
krónur og 1.800 krónur
fyrir aðra gesti.
Tónlist
14.00 Lokatónleikar tón-
listarhátíðarinnar Englar
og menn fara fram í
Strandarkirkju í dag. Björg
Þórhallsdóttir sópran-
söngkona, Elísabet Waage
hörpuleikari og Hilmar
Örn Agnarsson organisti
koma fram á tónleikunum
sem bera yfirskriftina
Verndi þig englar.
16.00 Síðustu stofu-
tónleikar sumarsins fara
fram í Gljúfrasteini í
dag. Það verða þau Daði
Sverrisson, Lilja Dögg
Gunnarsdóttir og Þórunn
Elín Pétursdóttir sem loka
hringnum og koma fram
með tónlist úr stofu Jane
Austen. Aðgangseyrir
1.000 krónur.
Upplýsingar um viðburði
sendist á hvar@frettabladid.is
SU
N
N
U
D
AG
U
R
LAUGARDAGURHVAÐ? HVENÆR? HVAR?
Eldheitar ástríður og spænskur
nautabanafílingur verða allsráð-
andi í Norðurljósasal Hörpu í dag
klukkan 16.3. Þar verða teknar
nokkrar heimsþekktar aríur úr
Carmen eftir George Bizet, sem
verður haustuppfærsla Íslensku
óperunnar. Hanna Dóra Sturlu-
dóttir og Sesselja Kristjánsdóttir,
sem deila titilhlutverkinu, ásamt
Hrólfi Sæmundssyni sem fer með
hlutverk nautabanans, bjóða áhorf-
endum forskot á sæluna. Antonia
Hevesi leikur undir á píanó.
Þetta verður góð upphitun fyrir
þá sem bíða spenntir eftir frum-
sýningu á einni frægustu óperu
sögunnar þann 19. október en
verkið hefur ekki verið sett upp á
Íslandi í nær þrjátíu ár. - gun
Eldheitar aríur
Nokkrar heimsþekktar aríur úr Carmen munu
hljóma í dag í Norðurljósasal Hörpu klukkan 16.30.
SESSELJA KRISTJÁNS Hér í hlutverki
Öskubusku. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
„Þetta eru mest ljúfir og þekktir
standardar úr amerísku söngbók-
inni, auðvitað er hraðara tempó
inn á milli en ég er líka að segja
sögur,“ segir söngkonan Janis
Carol Níelsson um tónleikana á
Jómfrúnni í dag. Það eru þrett-
ándu djasstónleikarnir í sumar
á vegum veitingastaðarins góð-
kunna í Lækjargötu.
Með Carol leika þeir Vignir Þór
Stefansson á píanó, Sigurður
Flosason á saxófón, Gunnar
Hrafnsson á kontrabassa og Einar
Scheving á trommur.
Tónleikarnir standa milli klukkan
15 og 17 og fara fram utandyra á
Jómfrúartorginu. Aðgangur er
ókeypis.
- gun
Djass á Jómfrúnni
Kvintett Janis Carol Nielsson kemur fram á djass-
tónleikum Jómfrúarinnar við Lækjargötu í dag.
CAROL „Ég hef gaman af djassinum, þar er svo mikið frjálsræði,“ segir hún.
Laugavegi 13, 101 Reykjavík,
Dunhaga 5, 107 Reykjavík,
sími 515 5800, rannis@rannis.is
www.rannis.is