Fréttablaðið - 24.08.2013, Side 86

Fréttablaðið - 24.08.2013, Side 86
24. ágúst 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 54 Hross í oss Leikstjóri: Benedikt Erlingsson Leikarar: Ingvar E. Sigurðsson, Charlotte Bøving Frumsýning: Ágúst Þetta er fyrsta kvikmynd Benedikts Erlingssonar í fullri lengd og var hún að hluta til fjármögnuð í gegnum vefsíðuna Alpha.karolinafund.com. Um er að ræða dramatíska sveitarómantík. Ást, kynlíf, hross og dauði fléttast saman með skelfilegum afleiðingum. Sólveig elskar Kolbein og Kolbeinn elskar Sólveigu en Kolbeinn elskar líka merina Gránu sem aftur á móti elskar folann Brún. Despicable Me 2 Leikstjórar: Chris Renaud, Pierre Coffin Leikarar: Steve Carell, Russel Brand Frumsýning: September Prince Avalanche Leikstjóri: David Gordon Green Leikarar: Paul Rudd og Emile Hirsch Frumsýning: September Þetta er endurgerð íslensku myndarinnar Á annan veg eftir Hafstein Gunnar Sigurðsson. Leikstjórinn David Gordon Green gerði meðal annars myndina Pineapple Express. Prince Avalanche er með Holly- wood-stjörnur í aðalhlutverkum og fjallar um tvo vegavinnumenn sem eyða sumrinu 1988 uppi á hálendi. Diana Leikstjóri: Oliver Hirchbiegel Leikarar: Naomi Watts, Naveen Andrews Frumsýnd: September Diana færir áhorfendum nýja innsýn í einkalíf hinnar ástsælu Díönu prinsessu á síðustu tveimur árum ævi hennar. Í tilefni þess að sextán ár eru liðin frá andláti hennar kannar Oliver Hirschbiegel, sem leikstýrði Down- fall, ástarsamband prinsessunnar við hjartaskurðlækninn Hasnat Khan. Verðlaunahafinn og leikskáldið Stephen Jeffreys skrifaði handritið eftir bókinni Diana: Her Last Love eftir Kate Snell. Málmhaus Leikstjóri: Ragnar Bragason Leikarar: Þorbjörg Helga Dýrfjörð, Ingvar E. Sigurðsson Frumsýning: Október Málmhaus er fyrsta kvikmynd Ragnars síðan Bjarnfreðarson kom út um jólin 2009 og um 67 þúsund manns sáu hana í bíó. Æska Heru Karlsdóttur er áhyggjulaus í sveitinni þar til harmleikur dynur yfir. Eldri bróðir hennar deyr af slysförum og Hera kennir sjálfri sér um dauða hans. Í sorginni finnur hún sáluhjálp í þungarokki og dreymir um að verða rokk- stjarna. Thor: The Dark World Leikstjóri: Alan Taylor Leikarar: Chris Hemsworth, Natalie Portman Frumsýning: Nóvember Forn kynþáttur undir forystu illmennisins Malekith snýr aftur til að tortíma jörðinni og þrumuguðinn Þór reynir hvað hann getur til að stöðva hann. Fyrri Thor-myndin halaði inn 450 milljónum dala í miðasölunni á heimsvísu en kostnaður hennar nam 150 milljónum dala. Gravity Leikstjóri: Alfonso Cuarón Leikarar: George Clooney, Sandra Bullock Frumsýning: Október Þetta er fyrsta kvikmynd hins mexíkóska Cuarón síðan hann sendi frá sér Children of Men fyrir sjö árum. Clooney og Bullock leika geimfara sem reyna að halda lífi eftir að brak frá gervihnetti lendir á geimfari þeirra. Þessi framhaldsteiknimynd er þegar orðin mun vinsælli en sú fyrri. Despicable Me 2 kostaði 78 milljónir dala en hefur náð inn í kassann hátt í 800 milljónum á heimsvísu síðan hún var frumsýnd í byrjun júlí. Gru lifir hamingjusömu lífi í úthverfi stórborgar. Hann annast dætur sínar sem hann ættleiddi en hlutirnir breytast þegar Lucy Wilde mætir á svæðið úr andspyrnu- hreyfingunni Anti-Villain League. Sjö spennandi í haust Tvær íslenskar kvikmyndir og ein áhugaverð endurgerð eru á meðal þeirra mynda sem eru á leiðinni á hvíta tjaldið í haust. Fréttablaðið skoðaði sjö spennandi haustmyndir sem kvikmyndaunnendur mega með engu móti missa af.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.