Fréttablaðið - 24.08.2013, Page 88

Fréttablaðið - 24.08.2013, Page 88
24. ágúst 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 56 Alls hafa 35 þúsund manns séð tónleika til heiðurs Freddie Mercury sem hafa verið haldnir hér á landi undanfarin ár. Fram undan eru tvennir tónleikar í Hofi á Akureyri sem verða báðir 5. október. Miðar seldust fljótt upp á fyrri tónleikana og því var aukatónleikum bætt við. Á tónleikunum kemur fram ein- vala lið söngvara, eða Eyþór Ingi, Friðrik Ómar, Matti Matt, Magni og Hulda Björk Garðarsdóttir. Flytja þau alla helstu smelli hins sáluga Mercury úr hljómsveitinni Queen. 35 þúsund séð Mercury EYÞÓR INGI Einn þeirra sem syngja lög Freddies Mercury er Eyþór Ingi Gunnlaugsson. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Íslensk-suðurafríska kvikmyndin Of Good Report verður sýnd í flokknum The Discovery Programme á alþjóðlegu kvikmynda- hátíðinni í Toronto í Kanada. Myndin var bönnuð af ríkisstjórn Suður-Afríku en eftir mikinn þrýsting var hún leyfð á ný fyrr á þessu ári. Hún fjallar um ólög- legt samband kennara og nemanda sem fer úr böndunum. Þetta er sálfræðitryllir sem er leikstýrt af Jahmil X. T. Qubeka og er virðingarvottur til hinna sígildu film noir-mynda með sterkum suðurafrískum rótum. The Discovery Programme er sá hluti Toronto-hátíðarinnar þar sem kynntir eru nýir og efnilegir leikstjórar hvaðanæva af úr heim- inum. Of Good Report er þriðja íslenska myndin sem er valin á Toronto International Film Festival í ár. Meðframleiðendur myndarinnar eru Heather Millard og Þórður Bragi Jónsson hjá fyrirtækinu Compass Films Iceland. Eftir- vinnslan fór fram með stuðningi Kvikmyndamiðstöðvar Íslands. Bönnuð kvikmynd sýnd í Toronto Íslensk-suðurafríska myndin Of Good Report sýnd á kvikmyndahátíð í Toronto í september. QUBEKA Leikstjóri myndarinnar, Jahmil X.T. Qubeka, sem verður sýnd í Kanada. MYND/INGI R Breska hljómsveitin Coldplay, með Chris Martin í broddi fylkingar gaf út nýtt lag í gær. Lagið heitir Atlas og verður notað í kvikmynd- inni Hunger Games 2 en kemur ekki til með að verða á næstu plötu hljómsveitarinnar. Hunger Games 2 heitir fullu nafni Hunger Games: Catching Fire, sem útleggst á íslensku Hungurleikarnir: Eldar kvikna. Texti lagsins gefur sterk- lega til kynna að lagið hafi verið samið sérstaklega fyrir kvik- myndina, þar sem orðið eldur kemur oft fyrir. Chris Martin hefur áður gefið út opinberlega að hann sé mikill aðdáandi Hunger Games-bókanna. Í fyrstu kvikmyndinni um Hunger Games var meðal annars tónlist eftir Taylor Swift og The Arcade Fire. Coldplay gefur út nýtt lag COLDPLAY Semur lag fyrir kvikmynd. Sylvester Stallone er í viðræðum um að búa til sjónvarpsþætti byggða á kvikmyndunum um goð- sögnina Rambo. Stallone hefur áður komið fram og talað um að gera fimmtu Rambo-kvikmyndina, en hefur opinberlega sagst vilja fá yngra vöðvatröll til að leika Rambo. Hann bætti því við í samtali við Metro, sænskan fjölmiðil, að hann vildi hafa fimmtu Rambo-kvik- myndina talsvert frábrugðna þeim fyrri en vildi ekkert láta uppi um að hvaða leyti nýja kvikmyndin yrði öðruvísi. En nú virðist málið hafa tekið nýja stefnu og Stallone ætlar í þátta- gerð fyrir sjónvarp. Slúðursíður vestanhafs segja Stallone vera á sama máli nú og þá og að verið sé að leita að arf- taka Stallones til þess að leika Rambo. Stallone mun þó koma til með að leika í þáttunum, þó að það verði ekki aðalhlutverk. Hann mun einnig vera með fing- urna í framleiðslu þáttanna. - ósk Nýr Rambo STALLONE Leikur kannski Rambo. Fáðu þér áskrift | 512 5100 | stod2.is F ÍT O N / S ÍA LAUGARDAG KL. 15:30 Á STÖÐ 2 SPORT Það er komið að úrslitum í Borgunarbikar kvenna. Kópavogsstúlkur í Breiðablik mæta Íslandsmeisturum Þórs/KA á Laugardalsvelli í dag og það verður ekkert gefið eftir. Fer bikarinn í Kópavog eða norður yfir heiðar? Ekki missa af æsispennandi úrslitaleik í Borgunarbikarnum á Stöð 2 Sport! BREIÐABLIK–ÞÓR/KA ÚRSLITALEIKUR Í BORGUNARBIKARNUM
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.