Fréttablaðið - 24.08.2013, Page 94

Fréttablaðið - 24.08.2013, Page 94
24. ágúst 2013 LAUGARDAGUR| SPORT | 62 Laugardagur 11.45 Fulham - Arsenal Sport 2 & HD 12.00 Formúla 1 - tímataka Sport & HD 14.00 Newcastle - West Ham Sport 2 & HD 14.00 Everton - WBA Sport 3 14.00 Southampton - Sunderland Sport 4 14.00 Stoke - Crystal Palace Sport 5 14.00 Hull - Norwich Sport 6 16.00 Breiðablik - Þór/KA Sport & HD 16.30 Aston Villa - Liverpool Sport 2 & HD Sunnudagur 11.30 Formúla 1 - Kappakstur Sport & HD 15.00 Tottenham - Swansea Sport 2 & HD 15.00 Cardiff - Man. City Sport 3 18.00 KR - FH Sport & HD 19.00 Malaga - Barcelona Sport 3 HANDBOLTI Arnór Þór Gunnarsson, leikmaður Berghischer, leikur sinn fyrsta leik í þýsku úrvalsdeildinni í handknattleik í dag þegar lið hans mætir þýsku meisturunum í Kiel. Hornamaðurinn hefur verið hjá félaginu síðan árið 2010 og nú fær hann að etja kappi við þá bestu í faginu. „Þetta hefur verið erfiðasta undir- búningstímabil sem ég hef tekið þátt í, enda erum við komnir í efstu deild,“ segir Arnór Þór. Auk hans spilar landsliðsmarkvörðurinn Björgvin Páll Gústavsson með liðinu. „Ég hef spilað í annarri deildinni hér í Þýskalandi í þrjú ár og núna er draumurinn orðin að veruleika. Það eru algjör forréttindi að fá að spila handbolta á sama velli og bestu handknattleiksmenn heimsins,“ segir landsliðsmaðurinn frá Akureyri. Berghischer vann þýsku 2. deildina á síðustu leiktíð og flaug upp í efstu deild. „Markmiðið hjá okkur er vissulega að halda okkur í deildinni og reyna festa okkur í sessi sem úrvals- deildarklúbbur. Svo getur verið að við setjum okkur fleiri markmið þegar líður á deildina.“ - sáp Draumur orðinn að veruleika ÞEIR BESTU Arnór ætlar sér stóra hluti í Þýskalandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM SPORT FÓTBOLTI Stærsti leikur ársins í kvenna knattspyrnunni er fram undan og er allt lagt í sölurnar. Þór/KA mætir Breiðabliki í úrslitaleiknum um Borgunar- bikarinn í dag klukkan fjögur á Laugardalsvelli. Breiðablik hefur fimmtán sinnum komist í úrslitaleikinn sjálfan en þetta er í fyrsta sinn sem Akureyrarliðið fer í úrslit. Breiðablik vann síðast til titils í kvennaflokki árið 2005 þegar liðið bar sigur úr býtum gegn KR í bikarúrslitum, 4-1. „Leikurinn leggst bara vel í okkur, þetta er spennandi tæki- færi fyrir stelpurnar og sýnir um leið hversu mikill uppgangur er í kvennaknattspyrnunni fyrir norðan,“ segir Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þór/KA, í samtali við Fréttablaðið. „Við komumst í undanúrslit í þessari keppni í fyrra og duttum úr leik á mjög svekkjandi hátt eftir framlengdan leik gegn Stjörnunni. Núna er liðið komið enn lengra og við ætlum okkur alla leið í ár.“ Jóhann vill ekki breyta of mikið út af vananum fyrir þennan leik en viðurkennir þó að vikan hafi verið örlítið öðruvísi en aðrar. „Við vildum kannski vera meira saman sem lið í vikunni og stilla hópinn saman fyrir verkefnið.“ Þjálfarinn er ekkert smeykur við reynsluleysi liðsins af svona úrslitaleikjum. „Svona heilt yfir fara ekkert margir leikmenn oft í þennan leik og því eru flestallir inni á vell- inum með sams konar reynslu af svona bikarúrslitaleikjum.“ Jóhann Kristinn vill meina að ef liðið nær fram því framlagi sem hann ætlast til af leikmönnum liðs- ins eigi það að fara með sigur af hólmi í dag. „Þetta leggst bara mjög vel í okkur en liðið hefur spilað mjög vel saman í sumar og sérstaklega í síðustu leikjum,“ segir Greta Mjöll Samúelsdóttir, fyrirliði Breiða- bliks. „Vonandi náum við fram okkar besta leik í sumar. Það eru rosa- lega margar stelpur í okkar liði sem hafa aldrei spilað á Laugar- dalsvellinum og þetta er því mjög spennandi fyrir okkur. Það eru algjör forréttindi að fá að spila þennan leik og vonandi náum við að vinna þennan bikar.“ Greta Mjöll er eini leikmaður liðsins sem hefur áður spilað til úrslita með Breiðabliki í bikarnum. „Við erum í raun ekkert með meiri reynslu en Þór/KA af svona leikjum. Það er samt sem áður ákveðin sigurhefð í félaginu sem gæti hjálpað okkur töluvert.“ Stjarnan er svo gott sem búin að tryggja sér Íslandsmeistara titilinn í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu en liðið er með fullt hús stiga í efsta sæti deildarinnar, ellefu stigum á undan næsta liði sem er Breiðablik. Það má því segja að þetta sé síðasta tækifærið fyrir lið að krækja í titil í dag. Liðin eiga því eflaust eftir að berjast til síðasta blóðdropa. „Þetta er auðvitað stórt tækifæri til að ná í titil og það þarf mikið að gerast hjá Stjörnunni svo þær glutri frá sér Íslandsmeistara titlinum. Okkar draumur er auðvitað að vinna á Laugardalsvellinum því það er kannski okkar eini séns á titli í sumar.“ stefanp@frettabladid.is Eini möguleikinn á titli í ár Þór/KA og Breiðablik takast á í úrslitum Borgunarbikarsins í knattspyrnu kvenna á Laugardalsvellinum í dag. Breiðablik hefur fi mmtán sinnum leikið til úrslita en Þór/KA er í fyrsta sinn í sögu félagsins að taka þátt í leiknum. Barist verður til síðasta blóðdropa en ólíklegt er að liðin fái annað tækifæri til titils í ár. BIKARINN Greta Mjöll Samúelsdóttir, fyrirliði Breiðabliks, og Arna Sif Ásgrímsdóttir, fyrirliði Þór/KA, leiða lið sín út á Laugardalsvöllinn í dag. Þær setja báðar stefnuna á að klófesta þennan eftirsótta titil. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM FÓTBOLTI Rakel Hönnudóttir, leik- maður Breiðabliks, mætir sínum gömlu félögum í Þór/KA í úrslit- um Borgunarbikarsins í dag. Rakel er uppalin fyrir norðan og lék lengi vel með Þór/KA. „Þessi leikur leggst mjög vel í mig, enda hef ég aldrei farið áður í bikarúrslit,“ segir Rakel. „Þetta verður eflaust nokkuð sérstakt fyrir mig þar sem ég er uppalin á Akureyri og hef spilað nánast allan minn feril með and- stæðingnum,“ segir landsliðs- konan sem verður líkast til í fremstu víglínu Blika. Rakel yfirgaf Þór/KA fyrir síðasta tímabil og færði sig yfir til Blika. Þór/KA kom síðan á óvart og varð Íslandsmeistari á síðustu leiktíð á meðan verr gekk hjá Kópavogsliðinu. „Það var ekkert sérstaklega gaman að horfa á mína gömlu samherja hampa Íslands- meistaratitlinum og það var í raun mjög erfiður tími fyrir mig persónulega. Ég stend samt sem áður á því að þetta hafi verið rétt ákvörðun fyrir mig og minn feril sem knattspyrnumann.“ Rakel ætlar sér að sjálfsögðu sigur í leiknum. „Það að þessi leikur sé gegn mínum gömlu félögum gerir mig enn hungraðri til að vinna þennan titil. Liðið er vel undir- búið og leikmenn verulega spenntir fyrir leiknum.“ - sáp Ákvörðunin var rétt ÁKVEÐIN Rakel ætlar að vinna sína gömlu félaga. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON FÓTBOLTI KR tekur á móti FH í stórleik 17. umferðar Pepsi-deildar karla á morgun. Hannes Þór Hall- dórsson tekur út leikbann og því kemur það í hlut hins átján ára Rúnars Alex Rúnarssonar að standa vaktina í marki KR. „Ég myndi ekki segja að ég væri stressaður heldur frekar fullur tilhlökkunar,“ segir hinn átján ára Rúnar Alex, sem alla jafna er kallaður Alex. Ástæðan er sú að þegar hann flutti til Belgíu fimm ára gamall áttu heimamenn í mestu vandræðum með að bera fram nafn hans. „Fólk sagði Runar en ekki Rúnar og mér fannst það ekki skemmti- legt,“ segir Alex og hlær. Millinafn- ið festist því við hann og hlýtur að henta vel til aðgreiningar á heimilinu, enda Alex sonur Rúnars Kristinssonar, þjálfara KR-liðsins. Markvörðurinn hefur leikið með yngri landsliðum Íslands en viður- kennir að líklega verði leikurinn gegn FH hans stærsti til þessa. „Að fá að spila í Frostaskjóli fyrir framan fullt af fólki verður frábært,“ segir Alex. Hann spil- aði sínar fyrstu mínútur í deild- inni gegn ÍBV á dögunum þegar Hannes Þór var rekinn af velli. „Ég fékk smjörþefinn af stemmningunni í Frostaskjóli gegn ÍBV en ég held að KR gegn FH sé enn stærri leikur.“ Alex hefur þó varið mark KR í vetrarleikjum bæði í ár og í fyrra. Hans fyrsti opinberi leikur með meistaraflokki var einmitt gegn FH í undanúrslitum Lengju- bikarsins árið 2012. „Það er mjög eftirminnilegur leikur,“ segir Alex sem kom inn á sem varamaður snemma í síð- ari hálfleik fyrir Fjalar Þorgeirs- son. Úrslitin réðust í vítaspyrnu- keppni þegar Alex varði spyrnu Emils Pálssonar. „Ég hef minnt hann á þetta einu sinni eða tvisvar í landsliðsferðum. En við erum góðir félagar og allt á góðum nótum.“ Alex hefur farið utan á reynslu til erlendra félaga í vetur og margir sem reikna með því að hann semji við félag innan tíðar. Hann hefur sótt dönsku félögin Nordsjælland og AGF heim á árinu, auk Club Brugge í Belgíu og NEC Nijmegen í Hollandi. „Það var mikið að gera í vetur og ég held að ég hafi misst úr sex vikur í skólanum vegna þessara ferða og landsliðsverkefna,“ segir Alex, sem er á þriðja ári í Verzló. Hann segist ekki ætla að pæla of mikið í leiknum og haga undir- búningi sínum venju samkvæmt. Leikur á morgun hefst klukkan 18 og er í beinni á Stöð 2 Sport. Klukkutíma fyrr mætast Valur og Þór, Fylkir og ÍBV auk leiks Vík- ings og Breiðabliks í Ólafsvík. -ktd Stærsti leikurinn á ferlinum til þessa Hinn átján ára Rúnar Alex Rúnarsson ver mark KR-inga í stórleiknum gegn FH í Pepsi-deild karla á morgun. DREIFIR HUGANUM Alex spilar FIFA og les skólabækurnar til að dreifa huganum fyrir leikinn. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL KÖRFUBOLTI Hörður Axel Vilhjálms- son heldur í dag utan til æfinga með spænska stórliðinu Bilbao Basket. Hörður er án félags eftir að hann keypti upp samning sinn við þýska félagið Mitteldeutscher BC í sumar. „Þetta er lið með mikla sögu og ég lít á það sem mikinn heiður að fá að æfa með þeim,“ segir Hörður Axel. Liðið hafnaði í sjötta sæti deildar- innar á síðustu leiktíð. „Þeir eru að gera mér greiða og ég þeim á móti,“ segir Hörður Axel. Evrópukeppni landsliða er fram undan í september og því vantar marga fasta hlekki á æfingar liðsins næsta mánuðinn. Landsliðsmaðurinn fær því gott tækifæri til að halda sér í formi og sýna sig og sanna. „Ég fer út með því hugarfari að ég sé að fara að halda mér í formi þar til umboðsmaðurinn finnur eitthvað. Ef þeim líst vel á mig væri það bara bónus.“ - ktd Hörður Axel æfi r með stórliði á Spáni
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.