Fréttablaðið - 24.08.2013, Side 102

Fréttablaðið - 24.08.2013, Side 102
24. ágúst 2013 LAUGARDAGUR| MENNING | 70 „Kosningar næsta vor. Hvað finnst þér?“ SAGÐI BORGARSTJÓRINN Í REYKJA- VÍK, JÓN GNARR, Á FACEBOOK-SÍÐU SINNI Í VIKUNNI OG BÆTTI VIÐ LAGI EFTIR BRESKU HLJÓMSVEITINA CLASH, SEM HEITIR SHOULD I STAY OR SHOULD I GO?. Á ÍSLENSKU ÚTLEGGST ÞAÐ: ÆTTI ÉG AÐ VERA EÐA ÆTTI ÉG AÐ FARA? AUKATÓNLEIKAR OG LEIKSÝNING Miðasala á tónleika Skálmaldar og Sinfóníuhljómsveitar Íslands í Hörpu hófst í gærmorgun. Viðbrögðin voru það góð að ákveðið hefur verið að halda aukatónleika 29. nóvember. Baldur Ragnarsson og félagar í Skálm- öld eru einnig að undirbúa sína fyrstu þungarokksleiksýningu, Baldur, sem verður frumsýnd í Borgar- leikhúsinu í mars á næsta ári. Hún er nefnd eftir fyrstu plötu sveitarinnar þar sem textarnir voru kyrfilega ortir samkvæmt íslenskum bragreglum. - fb „Línan er búin til úr hreindýra- leðri og hreindýrahornum,“ segir Sigrún Halla Unnarsdóttir fata- hönnuður, sem skipar hönnunar- þríeykið IIIF ásamt Öglu Stefáns- dóttur fatahönnuði og Thibaut Allgayer vöruhönnuði. Fyrsta hönnunarlína IIIF verður frum- sýnd í húsi Alliance Francaise við Tryggvagötu í dag. Þremenningarnir kynntust fyrst er þeir voru við nám í hönnunarskólanum í Kolding. Uppruna IIIF má þó rekja til verkefnisins NA10 sem Nýsköp- unarsjóður og Make by Þorpið stóðu fyrir árið 2011. Þar komu saman sjö hönnuðir sem unnu að því að hanna söluvænlegar vörur og nota til þess hráefni og hand- verksfólk úr Fljótsdalshéraði. „Okkur langaði að halda áfram að vinna með þessu góða fólki sem við höfðum kynnst. Við fórum þó ekki að vinna markvisst að þessu fyrr en fyrir hálfu ári og nú er fyrsta línan tilbúin,“ útskýrir Sigrún Halla. Líkt og áður hefur komið fram eru vörurnar framleiddar úr hreindýraafurðum og að sögn Sigrúnar Höllu er ekki hlaupið að því að verða sér úti um slíkt. „Það má bara skjóta visst mörg dýr á ári. Hvað hornin varðar, þá er best að nota horn sem dýrin hafa fellt því í þeim er betri efni- viður,“ segir hún. „Ég fór í fimm daga göngu um hálendið í sumar og fann þá risavaxin horn sem ég kippti með mér. Eftir að hafa rogast með þau á bakinu í rúma klukkustund gafst ég upp. Sem betur fer fann ég önnur minni í sömu ferð sem ég gat borið til byggða,“ segir hún hlæjandi. Vörurnar fást á vefsíðunni Iiif.is og stendur sýningin frá klukkan 18 til 22. sara@frettabladid.is Gafst upp á að rogast með horn á bakinu Sigrún Halla Unnarsdóttir, Agla Stefánsdóttir og Thibaut Allgayer eru á bak við hönnunarmerkið IIIF. Fyrsta lína þeirra er búin til úr hreindýraafurðum. IIIF HÖNNUÐIR Sigrún Halla Unnarsdóttir og Agla Stefánsdóttir skipa hönnunar- þríeykið IIIF ásamt Thibaut Allgayer, sem er á myndinni. Fyrsta lína IIIF verður frumsýnd í dag. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM * Sigrún Halla Unnarsdóttir er með MA-gráðu í fatahönnun frá Kolding Design Skole. Hún starfar sem prjóna- og fylgihlutahönnuður hjá útivista- merkinu Icewear og mun kenna við fatahönnunardeild LHÍ í vetur. Að auki er hún í stjórn LungA-skólans. * Agla Stefánsdóttir er með MA-gráðu í fatahönnun frá Kolding Design Skole. Hún hefur starfað sem fatahönnuður hjá dönsku tískumerkjunum Hot Friture og Wackerhaus og hyggur á kennaranám í haust. * Thibaut Allgayer stundaði nám í vöruhönnun í Frakklandi og Danmörku. Hann starfar sem hönnuður í Danmörku og hefur meðal annars hannað útlit verslunarinnar Best Seller í Kína. Kynntust í Danmörku „Ég er að óska eftir tillögum að nafni inn á tísku- síðunni Trendet að nýjustu bók minni sem er um hár- greiðslur fyrir stelpur á aldrinum 2 til 12 ára. Það verður úr nógu að velja og ég er komin með margar skemmtilegar tillögur að nafni, eins og Gullbrá, Reif í hárið, Lokkalína, Hárprýði, Gleðilegt nýtt hár, Lokkar, Englahár, Rúllusnúllur, Lína lokkafína og margt fleira spennandi,“ segir Theodóra Mjöll Skúla- dóttir Jack, hárgreiðslukona. Hún hefur áður gefið út bókina Hárið, sem hefur selst í um tíu þúsund eintök- um. „Nafnið er ekki komið enn og það er vandasamt verk að velja gott og grípandi nafn fyrir svona bók. Ég hvet sem flesta til þess að fara inn á bloggið mitt á síðunni Trendnet, og segja frá hugmyndum sínum.“ Nýja bókin er væntanleg í verslanir í október og má búast við að mikil spenna sé fyrir útgáfunni. „Við Saga Sigurðardóttir ljósmyndari, sem tók myndirnar fyrir bókina, vinnum dag og nótt að því að fara yfir allar myndirnar. Við höfum einungis nokkrar vikur til að setja bókina upp og erum að gera þetta „the icelandic style“ eins og sagt er,“ segir Theodóra og á þar við þann stutta tímaramma sem þær hafa til að klára bókina. - áo Óskar eft ir tillögum að nafni Theodóra Mjöll Skúladóttir Jack leitar að nafni á nýja hárgreiðslubók sína. LEGGUR LOKAHÖND Á AÐRA HÁRBÓK Theodóra Mjöll biður lesendur Trendnets um að hjálpa sér við að finna nýtt nafn á næstu hárbók. FRÉTTBLAÐIÐ/VALÞÓR ÞORGRÍMUR ÞRÁINSSON UNDIR DULNEFNI Vaka-Helgafell gaf út bókina Elsk- hugann eftir Karl Fransson fyrr á árinu, en bókin hefur vakið mikla athygli, og fengið misjafna dóma. Bókin er erótísk skáldsaga. Þó hafa útgefendur bókarinnar gefið upp að höfundur skrifi undir dulnefni og sé viður- kenndur og þekktur höfundur á Íslandi. Þrálátur orðrómur er uppi þess efnis að höf- undurinn sé enginn annar en Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur, fyrrverandi knattspyrnumaður og borgarlistamaður Reykjavíkur 2013. - ósk ÍSLENSK BÖND HJÁ BUZZFEED Bandaríska vefsíðan Buzzfeed birti í vikunni lista yfir tíu íslenskar hljóm- sveitir sem vert er að fylgjast með. Þar segir að á Íslandi sé hægt að finna meira en jökla, eldfjöll, Sigur Rós og Björk. Hljóm- sveitin FM Belfast trónir á toppi listans en hljómsveitirnar Hjaltalín, Retro Stefson, Seabear og Sykur eru einnig nefndar á nafn. - ka
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.